Lóðir í lykilhlutverki í kappræðum oddvitanna í Kópavogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2018 21:49 Það var fjölmennt í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Vilhelm Helst var tekist á um lóðaúthlutanir og húsnæðismál í kappræðum fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum á Stöð 2 í kvöld. Gengið verður til kosninga næstkomandi laugardag og mættu oddvitar þeirra níu flokka og framboða sem bjóða fram í Kópavogi í myndver Stöðvar 2 til þess að fara yfir stefnumál flokkanna.Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð hafa starfað saman í meirihluta frá síðustu kosningum og samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins er líklegt að þeir geti starfað áfram saman, sé vilji til þess. „Ég lít svo á að samstarfið gangi vel, það er mikil uppbygging í Kópavogi, mikill kraftur og það hefur gengið ágætlega og þessi meirihluti, ef það kemur eitthvað sambærilegt upp úr kössunum finnst mér eðlilegt að minnsta kosti ræða við Sjálfstæðisflokkinn en við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi í þættinum.Sjá einnig:Ferðamannalandið Ísland„Ég held að það verði að draga það fram alveg sérstaklega hvað okkur hefur tekist vel með reksturinn. Við erum að skila metafgangi í rekstrarsögu Kópavogs, 2,2 milljörðum,“ sagði Ármann Kr.Einarsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Árangurinn talar sínu máli í Kópavogi í lok þessa kjörtímabils.“Undir þetta tóku fulltrúar flestra hinna flokkanna ekki undir og voru forsvarsmenn meirihlutans helst gagnrýndir fyrir lóðaskort og húsnæðismál í Kópavogi.Frá vinstri: Arnþór Sigurðsson, Sósíalistaflokknum, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Vinstri grænum, Pétur Hrafn Sigurðsson, Samfylkingunni ,Ómar Stefánsson, Fyrir Kópavog Vísir/Vilhelm„Það er alveg ljóst að það eru nokkur mál sem betur mega fara í bænum. Þar viljum við meina lóðaúthlutun sérstaklega, þær hafa verið bara til verktakana en ekki verið fjölbreytt lóðaúthlutun til byggingarfélaga, verkalýðshreyfinga, samvinnufélaga eða námsmanna og eldri borgara,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar. Undir þessa gagnrýni tók Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins.Sjá einnig: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaga „Það eru engar lóðir heldur til úthlutanir í Kópavogi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að slíkt væri ekki fyrir hendi. Ekki lóð fyrir atvinnufyrirtæki eða fólk til að byggja yfir höfuðið á sér og það er eitthvað sem þarf að breyta,“ sagði Birkir Jón en benti Ármann þá á að 300 lóðum hafi verið úthlutað í Glaðheimum. „Það eru engar lóðir til úthlutunar í dag,“ svaraði Birkir Jón.Frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir, BF Viðreisn, Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðisflokknum, Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokknum, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Pírötum, Geir Þorsteinsson, Miðflokknum Vísir/Vilhelm.Forsvarsmenn annarra flokka vildu fá meiri kraft í að úthluta lóðum til félagasamtaka, samvinnufélaga og verkalýðshreyfingarinnar.„Það er sorglegt að það endi í þrasi á milli bæjarfulltrúa á meðan fjölskyldufólk er nánast á götunni, fjölskyldur með börn, húsnæðislaust að þvælast á milli að búa við óöryggi jafnvel í heilsuspillandi húsnæði, á meðan er verið að þrasa um hvort það er ein lóð eftir eða engin,“ sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna sem kallaði eftir því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, ásamt ríkinu, tækju saman höndum í þessum málaflokki.Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stýrði umræðum.Vísir/VilhelmGeir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins, var þó ekki endilega á sama máli. „Ég skil ekki upp né niður í þessu þrasi. Ég segi við fólk, við skulum fá nýtt fólk inn í bæjarstjórn sem kemur með nýjar hugmyndir og finnur lausnir á þeim vandamálum sem við blasa,“ sagði Geir.Sjá einnig: Skortur á húsnæði áskorun á næsta kjörtímabili „Við eigum bara að hætta þessu þrasi og taka lóðir og bærinn á að byggja sjálfur. Ef við förum með þetta í samstarf við önnur sveitarfélög þá gerum við eitthvað eftir tíu ár,“ sagði Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins. „Við eigum að hafa þetta blandað en ekki eins og þetta er í dag þar sem eintómir verktakar fá lóðir, einstaklingar eiga að fá lóðir. Það áða byggja fyrir unga fólkið. Það á að byggja fyrir efnaminni.Upptökuna af kappræðunum má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Helst var tekist á um lóðaúthlutanir og húsnæðismál í kappræðum fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum á Stöð 2 í kvöld. Gengið verður til kosninga næstkomandi laugardag og mættu oddvitar þeirra níu flokka og framboða sem bjóða fram í Kópavogi í myndver Stöðvar 2 til þess að fara yfir stefnumál flokkanna.Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð hafa starfað saman í meirihluta frá síðustu kosningum og samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins er líklegt að þeir geti starfað áfram saman, sé vilji til þess. „Ég lít svo á að samstarfið gangi vel, það er mikil uppbygging í Kópavogi, mikill kraftur og það hefur gengið ágætlega og þessi meirihluti, ef það kemur eitthvað sambærilegt upp úr kössunum finnst mér eðlilegt að minnsta kosti ræða við Sjálfstæðisflokkinn en við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi í þættinum.Sjá einnig:Ferðamannalandið Ísland„Ég held að það verði að draga það fram alveg sérstaklega hvað okkur hefur tekist vel með reksturinn. Við erum að skila metafgangi í rekstrarsögu Kópavogs, 2,2 milljörðum,“ sagði Ármann Kr.Einarsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Árangurinn talar sínu máli í Kópavogi í lok þessa kjörtímabils.“Undir þetta tóku fulltrúar flestra hinna flokkanna ekki undir og voru forsvarsmenn meirihlutans helst gagnrýndir fyrir lóðaskort og húsnæðismál í Kópavogi.Frá vinstri: Arnþór Sigurðsson, Sósíalistaflokknum, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Vinstri grænum, Pétur Hrafn Sigurðsson, Samfylkingunni ,Ómar Stefánsson, Fyrir Kópavog Vísir/Vilhelm„Það er alveg ljóst að það eru nokkur mál sem betur mega fara í bænum. Þar viljum við meina lóðaúthlutun sérstaklega, þær hafa verið bara til verktakana en ekki verið fjölbreytt lóðaúthlutun til byggingarfélaga, verkalýðshreyfinga, samvinnufélaga eða námsmanna og eldri borgara,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar. Undir þessa gagnrýni tók Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins.Sjá einnig: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaga „Það eru engar lóðir heldur til úthlutanir í Kópavogi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að slíkt væri ekki fyrir hendi. Ekki lóð fyrir atvinnufyrirtæki eða fólk til að byggja yfir höfuðið á sér og það er eitthvað sem þarf að breyta,“ sagði Birkir Jón en benti Ármann þá á að 300 lóðum hafi verið úthlutað í Glaðheimum. „Það eru engar lóðir til úthlutunar í dag,“ svaraði Birkir Jón.Frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir, BF Viðreisn, Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðisflokknum, Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokknum, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Pírötum, Geir Þorsteinsson, Miðflokknum Vísir/Vilhelm.Forsvarsmenn annarra flokka vildu fá meiri kraft í að úthluta lóðum til félagasamtaka, samvinnufélaga og verkalýðshreyfingarinnar.„Það er sorglegt að það endi í þrasi á milli bæjarfulltrúa á meðan fjölskyldufólk er nánast á götunni, fjölskyldur með börn, húsnæðislaust að þvælast á milli að búa við óöryggi jafnvel í heilsuspillandi húsnæði, á meðan er verið að þrasa um hvort það er ein lóð eftir eða engin,“ sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna sem kallaði eftir því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, ásamt ríkinu, tækju saman höndum í þessum málaflokki.Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stýrði umræðum.Vísir/VilhelmGeir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins, var þó ekki endilega á sama máli. „Ég skil ekki upp né niður í þessu þrasi. Ég segi við fólk, við skulum fá nýtt fólk inn í bæjarstjórn sem kemur með nýjar hugmyndir og finnur lausnir á þeim vandamálum sem við blasa,“ sagði Geir.Sjá einnig: Skortur á húsnæði áskorun á næsta kjörtímabili „Við eigum bara að hætta þessu þrasi og taka lóðir og bærinn á að byggja sjálfur. Ef við förum með þetta í samstarf við önnur sveitarfélög þá gerum við eitthvað eftir tíu ár,“ sagði Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins. „Við eigum að hafa þetta blandað en ekki eins og þetta er í dag þar sem eintómir verktakar fá lóðir, einstaklingar eiga að fá lóðir. Það áða byggja fyrir unga fólkið. Það á að byggja fyrir efnaminni.Upptökuna af kappræðunum má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00