Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2018 13:43 Trump hefur ítrekað tíst um Rússarannsóknina undanfarna dag. Hann skipaði fyrir um rannsókn á rannsókninni á dögunum og dómsmálaráðuneytið hefur látið undan. Vísir/AFP Æðstu löggæslustofnunum Bandaríkjanna er ekki treystandi að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem er æðsti yfirmaður þeirra. Trump hefur ítrekað sakað þær um að njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum undanfarna daga og vísar nú til „glæpsamlegs djúpríkis“. Forsetinn og fylgjendur hans á Bandaríkjaþingi og í hægrisinnuðum fjölmiðlum hafa farið mikinn um að njósnað hafi verið um forsetaframboð Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur trekk í trekk talað um njósnir undanfarna daga og tísti í morgun um að þær gætu verið eitt stærsta pólitíska hneyksli sögunnar. „Sjáið hvernig hlutirnir hafa snúist í höndum Glæpsamlega Djúpríkisins. Þeir eltast við falskt samráð við Rússland, tilbúið gabb, og enda á að lenda í meiriháttar NJÓSNA hneyksli af stærðargráðu sem landið hefur kannski aldrei séð áður! Fólk uppsker það sem það sáir!“ tísti Trump. „Djúpríki“ er þekkt hugtak úr samfélagi samsæriskenningasinna sem á að vísa til ókjörinna embættismanna innan ríkisstofnana og ríkisstjórnar sem þeir telja að haldi í raun um þræði valdsins á bak við tjöldin. Trump hefur ennfremur aftur og aftur fullyrt að njósnað hafi verið um framboðið af pólitískum ástæðum. Endurteknar árásir hans á alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið virðast tilraun hans til að grafa undan Rússarannsókninni svonefndu. Hún beinist að því hvort að framboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld.Ljóstrað upp um heimildarmanninn Ekkert hefur þó komið fram sem rennir stoðum undir ásakanir Trump og félaga um að njósnað hafi verið um framboðið. Fram hefur komið að eftir að alríkislögreglan FBI fékk upplýsingar um að nokkrir starfsmenn framboðsins hefðu verið í sambandi við Rússa í kosningabaráttunni árið 2016 hóf hún leynilega gagnnjósnarannsókn til að komast að því hver markmið Rússanna væru. Í því skyni leitaði FBI til heimildarmanns síns, bandarísks fræðimanns og repúblikana, sem ræddi við þrjá starfsmenn framboðsins og reyndi að komast að því hvers eðlis samskiptin við Rússa hefðu verið. Ekkert bendir til þess að heimildarmaðurinn hafi starfað innan framboðsins eða að njósnara hafi verið komið fyrir innan þess eins og Trump og bandamenn hans hafa ítrekað gefið í skyn. Uppljóstranir um heimildarmann FBI hafa hins vegar verið repúblikönum sem eru hliðhollir Trump efniviður til að halda áfram árásum á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins. Þeir höfðu áður sakað þessar tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um að hafa fengið heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump með óeðlilegum hætti. Eftir linnulausan þrýsting Trump og repúblikana var ljóstrað upp um nafn heimildarmanns FBI, þrátt fyrir eindregin varúðarorð FBI og dómsmálaráðuneytisins að það gæti verið hættulegt og skaðað samband þeirra við heimildarmenn.Christopher Wray, forstjóri FBI, (2.f.v.) og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra (3.f.v.) hafa reynt að sefa reiði forsetans en um leið verja Rússarannsóknina.FBI og ráðuneytið láta undan þrýstingnum Þrátt fyrir skort á vísbendingum um að óeðlilega hafi verið staðið að Rússarannsókninni lét dómsmálaráðuneytið undan þrýstingi Trump og féllst á að láta innri eftirlitsmann sinn kanna ásakanirnar um njósnir í byrjun vikunnar. Fulltrúum repúblikana hefur ennfremur verið boðið að funda með forstjóra FBI og aðstoðardómsmálaráðherranum á morgun þar sem þeir eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum um heimildarmanninn sem þeir hafa krafist. Engum fulltrúa demókrata hefur verið boðið á fundinn. Trump hafði krafist rannsóknar á rannsókninni á Twitter á sunnudagskvöld og sagðist skipa dómsmálaráðuneytinu að láta gera hana. Bandarískir fjölmiðlar hafa lýst þeirri skipun sem fordæmalausu rofi á venjum um að forseti skipti sér ekki af rannsóknum löggæsluyfirvalda. Þá kallaði forsetinn James Clapper, fyrrverandi yfirmann leyniþjónustumála, heimskan í tísti í dag. Clapper hafnaði því að FBI hefði njósnað um framboð Trump í sjónvarpsviðtali í gær. „Þeir voru ekki að því. Þeir voru að njósna, sem er hugtak sem mér líkar ekki sérstaklega við, um hvað Rússarnir voru að gera,“ sagði Clapper í viðtalinu. Trump brást við viðtalinu í tísti en virtist rangtúlka innihalds þess sem Clapper sagði. „Jafnvel Clapper, heimskasti fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, sem á við það vandamál að stríða að ljúga mikið, notaði orðið NJÓSNA þegar hann lýsti ólöglega athæfinu!“ tísti forsetinn.What James Clapper said yesterday on The View when asked if the FBI spied on the Trump campaign: “They were not. They were spying — a term I don't particularly like — on what the Russians were doing." https://t.co/noeCH9ikH6— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) May 23, 2018 Aðgerðir FBI styrkja ekki ásakanirnar Ásakanir Trump og bandamanna hans virðast allar hníga í þá átt að alríkislögreglan FBI hafi reynt að afla upplýsinga um framboð hans með ólöglegum njósnum til þess að grafa undan honum og mögulega aðstoða Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans. Trúverðugleiki þeirrar kenningar hefur hins vegar verið dreginn verulega í efa í ljósi aðgerða FBI í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. FBI lauk rannsókn sinni á hvort að Clinton hefði brotið lög með notkun sinni á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra sumarið 2016, nokkrum mánuðum fyrir kosningarnar. Aðeins rúmri viku fyrir kjördag steig James Comey, þáverandi forstjóri FBI, hins vegar fram og greindi Bandaríkaþingi frá því að rannsókn á Clinton hefði verið opnuð aftur eftir að nýir tölvupóstar hefðu fundist á tölvu eiginmanns aðstoðarkonu hennar. Ekkert kom frekar út úr þeirri rannsókn og var henni lokað aftur rétt fyrir kjördag. Margir telja þó að bréf Comey hafi verið banabiti framboðs Clinton og gert Trump kleift að hafa nauman sigur í kosningunum. Á sama tíma hafði FBI hins vegar verið með opna gagnnjósnarannsókn á samskiptum starfsmanna framboðs Trump við Rússa í nokkra mánuði. Stofnunin gekkst hins vegar aldrei við því að verið væri að rannsaka hvort að framboðið ætti í samráði við Rússa fyrr en eftir kosningar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Æðstu löggæslustofnunum Bandaríkjanna er ekki treystandi að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem er æðsti yfirmaður þeirra. Trump hefur ítrekað sakað þær um að njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum undanfarna daga og vísar nú til „glæpsamlegs djúpríkis“. Forsetinn og fylgjendur hans á Bandaríkjaþingi og í hægrisinnuðum fjölmiðlum hafa farið mikinn um að njósnað hafi verið um forsetaframboð Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur trekk í trekk talað um njósnir undanfarna daga og tísti í morgun um að þær gætu verið eitt stærsta pólitíska hneyksli sögunnar. „Sjáið hvernig hlutirnir hafa snúist í höndum Glæpsamlega Djúpríkisins. Þeir eltast við falskt samráð við Rússland, tilbúið gabb, og enda á að lenda í meiriháttar NJÓSNA hneyksli af stærðargráðu sem landið hefur kannski aldrei séð áður! Fólk uppsker það sem það sáir!“ tísti Trump. „Djúpríki“ er þekkt hugtak úr samfélagi samsæriskenningasinna sem á að vísa til ókjörinna embættismanna innan ríkisstofnana og ríkisstjórnar sem þeir telja að haldi í raun um þræði valdsins á bak við tjöldin. Trump hefur ennfremur aftur og aftur fullyrt að njósnað hafi verið um framboðið af pólitískum ástæðum. Endurteknar árásir hans á alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið virðast tilraun hans til að grafa undan Rússarannsókninni svonefndu. Hún beinist að því hvort að framboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld.Ljóstrað upp um heimildarmanninn Ekkert hefur þó komið fram sem rennir stoðum undir ásakanir Trump og félaga um að njósnað hafi verið um framboðið. Fram hefur komið að eftir að alríkislögreglan FBI fékk upplýsingar um að nokkrir starfsmenn framboðsins hefðu verið í sambandi við Rússa í kosningabaráttunni árið 2016 hóf hún leynilega gagnnjósnarannsókn til að komast að því hver markmið Rússanna væru. Í því skyni leitaði FBI til heimildarmanns síns, bandarísks fræðimanns og repúblikana, sem ræddi við þrjá starfsmenn framboðsins og reyndi að komast að því hvers eðlis samskiptin við Rússa hefðu verið. Ekkert bendir til þess að heimildarmaðurinn hafi starfað innan framboðsins eða að njósnara hafi verið komið fyrir innan þess eins og Trump og bandamenn hans hafa ítrekað gefið í skyn. Uppljóstranir um heimildarmann FBI hafa hins vegar verið repúblikönum sem eru hliðhollir Trump efniviður til að halda áfram árásum á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins. Þeir höfðu áður sakað þessar tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um að hafa fengið heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump með óeðlilegum hætti. Eftir linnulausan þrýsting Trump og repúblikana var ljóstrað upp um nafn heimildarmanns FBI, þrátt fyrir eindregin varúðarorð FBI og dómsmálaráðuneytisins að það gæti verið hættulegt og skaðað samband þeirra við heimildarmenn.Christopher Wray, forstjóri FBI, (2.f.v.) og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra (3.f.v.) hafa reynt að sefa reiði forsetans en um leið verja Rússarannsóknina.FBI og ráðuneytið láta undan þrýstingnum Þrátt fyrir skort á vísbendingum um að óeðlilega hafi verið staðið að Rússarannsókninni lét dómsmálaráðuneytið undan þrýstingi Trump og féllst á að láta innri eftirlitsmann sinn kanna ásakanirnar um njósnir í byrjun vikunnar. Fulltrúum repúblikana hefur ennfremur verið boðið að funda með forstjóra FBI og aðstoðardómsmálaráðherranum á morgun þar sem þeir eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum um heimildarmanninn sem þeir hafa krafist. Engum fulltrúa demókrata hefur verið boðið á fundinn. Trump hafði krafist rannsóknar á rannsókninni á Twitter á sunnudagskvöld og sagðist skipa dómsmálaráðuneytinu að láta gera hana. Bandarískir fjölmiðlar hafa lýst þeirri skipun sem fordæmalausu rofi á venjum um að forseti skipti sér ekki af rannsóknum löggæsluyfirvalda. Þá kallaði forsetinn James Clapper, fyrrverandi yfirmann leyniþjónustumála, heimskan í tísti í dag. Clapper hafnaði því að FBI hefði njósnað um framboð Trump í sjónvarpsviðtali í gær. „Þeir voru ekki að því. Þeir voru að njósna, sem er hugtak sem mér líkar ekki sérstaklega við, um hvað Rússarnir voru að gera,“ sagði Clapper í viðtalinu. Trump brást við viðtalinu í tísti en virtist rangtúlka innihalds þess sem Clapper sagði. „Jafnvel Clapper, heimskasti fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, sem á við það vandamál að stríða að ljúga mikið, notaði orðið NJÓSNA þegar hann lýsti ólöglega athæfinu!“ tísti forsetinn.What James Clapper said yesterday on The View when asked if the FBI spied on the Trump campaign: “They were not. They were spying — a term I don't particularly like — on what the Russians were doing." https://t.co/noeCH9ikH6— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) May 23, 2018 Aðgerðir FBI styrkja ekki ásakanirnar Ásakanir Trump og bandamanna hans virðast allar hníga í þá átt að alríkislögreglan FBI hafi reynt að afla upplýsinga um framboð hans með ólöglegum njósnum til þess að grafa undan honum og mögulega aðstoða Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans. Trúverðugleiki þeirrar kenningar hefur hins vegar verið dreginn verulega í efa í ljósi aðgerða FBI í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. FBI lauk rannsókn sinni á hvort að Clinton hefði brotið lög með notkun sinni á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra sumarið 2016, nokkrum mánuðum fyrir kosningarnar. Aðeins rúmri viku fyrir kjördag steig James Comey, þáverandi forstjóri FBI, hins vegar fram og greindi Bandaríkaþingi frá því að rannsókn á Clinton hefði verið opnuð aftur eftir að nýir tölvupóstar hefðu fundist á tölvu eiginmanns aðstoðarkonu hennar. Ekkert kom frekar út úr þeirri rannsókn og var henni lokað aftur rétt fyrir kjördag. Margir telja þó að bréf Comey hafi verið banabiti framboðs Clinton og gert Trump kleift að hafa nauman sigur í kosningunum. Á sama tíma hafði FBI hins vegar verið með opna gagnnjósnarannsókn á samskiptum starfsmanna framboðs Trump við Rússa í nokkra mánuði. Stofnunin gekkst hins vegar aldrei við því að verið væri að rannsaka hvort að framboðið ætti í samráði við Rússa fyrr en eftir kosningar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30