Fannar og Donni til Eyja Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 10:30 Fannar Þór Friðgeirsson er á heimleið og er búinn að semja við ÍBV. VÍSIR/GETTY Íslandsmeistarar ÍBV eru strax farnir að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur og voru í raun búnir að því áður en að tímabilið kláraðist. Eyjamenn eru búnir að ganga frá samningum við leikstjórnandann Fannar Þór Friðgeirsson og stórskyttuna Kristján Örn Kristjánsson, betur þekktan sem Donna, samkvæmt heimildum Vísis. Fannar, sem er uppalinn hjá Val, er að koma heim úr atvinnumennsku. Hann hefur spilað með Hamm-Westfalen í þýsku 2. deildinni undanfarin ár en var áður á mála hjá Hage, Grosswallstadt, Wetzlar og Emsdetten. Fannar, sem er þrítugur og á ellefu landsleiki að baki, verður mikill liðsstyrkur fyrir Eyjamenn en óvíst er hvort núverandi leikstjórnandi liðsins, Róbert Aron Hostert, verði áfram í herbúðum Eyjamanna. Hann er eftirsóttur á fasta landinu.Kristján Örn, eða Donni, fer frá Fjölni til ÍBV.vísir/antonKristján Örn, eða Donni, er tvítug örvhent skytta sem er uppalinn hjá Fjölni en hann spilaði í fyrsta sinn í efstu deild með Fjölnismönnum í Olís-deildinni í vetur en liðið féll eftir hetjulega baráttu. Þessi magnaða skytta var ein af stjörnum deildarinnar en Kristján Örn skoraði sjö mörk að meðaltali í leik með 53,5 prósent skotnýtingu og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess sem hann var með 3,5 löglegar stöðvanir. Kristján Örn var í fjórða sæti á lista HB Statz yfir bestu leikmenn deildarinnar með 7,83 í heildareinkunn en það er sama einkunn og undrabarnið Haukur Þrastarson í Selfossi var með fyrir frammistöðu sína í deildarkeppninni. Donni mun leysa af Agnar Smára Jónsson í hægri skyttunni hjá ÍBV en Agnar Smári er á leiðinni til uppeldisfélagsins Vals. Hann kvaddi ÍBV með tveimur Íslandsmeistaratitlum (2014 og 2018) og tveimur bikarmeistaratitlum (2015 og 2018). Erlingur Richardsson tekur nú við þjálfun Eyjaliðsins af Arnari Péturssyni sem lét af störfum eftir tímabilið. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Íslandsmeistarar ÍBV eru strax farnir að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur og voru í raun búnir að því áður en að tímabilið kláraðist. Eyjamenn eru búnir að ganga frá samningum við leikstjórnandann Fannar Þór Friðgeirsson og stórskyttuna Kristján Örn Kristjánsson, betur þekktan sem Donna, samkvæmt heimildum Vísis. Fannar, sem er uppalinn hjá Val, er að koma heim úr atvinnumennsku. Hann hefur spilað með Hamm-Westfalen í þýsku 2. deildinni undanfarin ár en var áður á mála hjá Hage, Grosswallstadt, Wetzlar og Emsdetten. Fannar, sem er þrítugur og á ellefu landsleiki að baki, verður mikill liðsstyrkur fyrir Eyjamenn en óvíst er hvort núverandi leikstjórnandi liðsins, Róbert Aron Hostert, verði áfram í herbúðum Eyjamanna. Hann er eftirsóttur á fasta landinu.Kristján Örn, eða Donni, fer frá Fjölni til ÍBV.vísir/antonKristján Örn, eða Donni, er tvítug örvhent skytta sem er uppalinn hjá Fjölni en hann spilaði í fyrsta sinn í efstu deild með Fjölnismönnum í Olís-deildinni í vetur en liðið féll eftir hetjulega baráttu. Þessi magnaða skytta var ein af stjörnum deildarinnar en Kristján Örn skoraði sjö mörk að meðaltali í leik með 53,5 prósent skotnýtingu og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess sem hann var með 3,5 löglegar stöðvanir. Kristján Örn var í fjórða sæti á lista HB Statz yfir bestu leikmenn deildarinnar með 7,83 í heildareinkunn en það er sama einkunn og undrabarnið Haukur Þrastarson í Selfossi var með fyrir frammistöðu sína í deildarkeppninni. Donni mun leysa af Agnar Smára Jónsson í hægri skyttunni hjá ÍBV en Agnar Smári er á leiðinni til uppeldisfélagsins Vals. Hann kvaddi ÍBV með tveimur Íslandsmeistaratitlum (2014 og 2018) og tveimur bikarmeistaratitlum (2015 og 2018). Erlingur Richardsson tekur nú við þjálfun Eyjaliðsins af Arnari Péturssyni sem lét af störfum eftir tímabilið.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira