Tóku sekki af seðlum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Shukri Abdull sagði meðal annars frá tíðum morðhótunum á blaðamannafundinum í gær. Vísir/afp Shukri Abdull, sem stýrði og stýrir rannsókn á hinu svokallaða 1MDB-spillingarmáli í Malasíu, lýsti því á blaðamannafundi í höfuðborginni Kúala Lúmpúr í gær þegar hann fékk tíðar morðhótanir fyrir störf sín. Málið sem Shukri rannsakar gengur út á að Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, sé sakaður um að hafa stolið rúmlega sjötíu milljörðum króna úr 1MDB-sjóðnum, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Málið reyndist Razak erfitt í þingkosningum fyrr í mánuðinum. Tapaði bandalag íhaldsflokka þá meirihluta í fyrsta sinn í sögu malasísks lýðræðis. Mahathir Mohamad, 92 ára gamall fyrirrennari Razaks sem forsætisráðherra og leiðtogi BN, bandalags íhaldsflokka, keyrði á málinu í kosningabaráttu sinni. Nú eftir að Mahathir náði kjöri skipaði hann fyrrnefndan Shukri aftur sem formann MACC, nefndarinnar gegn spillingu. Shukri hafði áður þurft að flýja land vegna hótana. „Mér var hótað uppsögn, ég var beðinn um að fara snemma á eftirlaun, fara í frí og var svo dreginn inn í starfsendurhæfingu. Mér bárust hótanir yfir Whatsapp, fólk hótaði mér á heimili mínu og ég fékk byssukúlur í pósti,“ sagði Shukri á blaðamannafundi gærdagsins. Shukri var nálægt því að bresta í grát þegar hann lýsti þessari lífsreynslu. Rannsókn MACC hefði leitt í ljós að til stæði að handtaka Shukri og fangelsa. Saka hefði átt hann um samsæri gegn ríkisstjórninni. „Við vildum ná aftur í fé sem stolið var af ríkinu. Í staðinn vorum við sökuð um að reyna að ráðast á Malasíu. Við vorum sökuð um landráð,“ sagði Shukri. Najib Razak hefur alla tíð neitað sök í málinu. Gerði hann væntanlega slíkt hið sama þegar hann kom til yfirheyrslu hjá MACC í síðustu viku. Najib hefur haldið því fram að milljarðarnir 70 hafi verið gjöf frá sádiarabískum prins. Lögregla gerði áhlaup á ýmsar eignir tengdar Najib í síðustu viku. Gerði hún upptæk 284 veski frá stærstu tískuhúsum heims, 72 sekki af seðlum auk ýmissa skartgripa og úra. Talningu seðlanna úr sekkjunum er ekki enn lokið. Birtist í Fréttablaðinu Malasía Tengdar fréttir Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45 Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Shukri Abdull, sem stýrði og stýrir rannsókn á hinu svokallaða 1MDB-spillingarmáli í Malasíu, lýsti því á blaðamannafundi í höfuðborginni Kúala Lúmpúr í gær þegar hann fékk tíðar morðhótanir fyrir störf sín. Málið sem Shukri rannsakar gengur út á að Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, sé sakaður um að hafa stolið rúmlega sjötíu milljörðum króna úr 1MDB-sjóðnum, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Málið reyndist Razak erfitt í þingkosningum fyrr í mánuðinum. Tapaði bandalag íhaldsflokka þá meirihluta í fyrsta sinn í sögu malasísks lýðræðis. Mahathir Mohamad, 92 ára gamall fyrirrennari Razaks sem forsætisráðherra og leiðtogi BN, bandalags íhaldsflokka, keyrði á málinu í kosningabaráttu sinni. Nú eftir að Mahathir náði kjöri skipaði hann fyrrnefndan Shukri aftur sem formann MACC, nefndarinnar gegn spillingu. Shukri hafði áður þurft að flýja land vegna hótana. „Mér var hótað uppsögn, ég var beðinn um að fara snemma á eftirlaun, fara í frí og var svo dreginn inn í starfsendurhæfingu. Mér bárust hótanir yfir Whatsapp, fólk hótaði mér á heimili mínu og ég fékk byssukúlur í pósti,“ sagði Shukri á blaðamannafundi gærdagsins. Shukri var nálægt því að bresta í grát þegar hann lýsti þessari lífsreynslu. Rannsókn MACC hefði leitt í ljós að til stæði að handtaka Shukri og fangelsa. Saka hefði átt hann um samsæri gegn ríkisstjórninni. „Við vildum ná aftur í fé sem stolið var af ríkinu. Í staðinn vorum við sökuð um að reyna að ráðast á Malasíu. Við vorum sökuð um landráð,“ sagði Shukri. Najib Razak hefur alla tíð neitað sök í málinu. Gerði hann væntanlega slíkt hið sama þegar hann kom til yfirheyrslu hjá MACC í síðustu viku. Najib hefur haldið því fram að milljarðarnir 70 hafi verið gjöf frá sádiarabískum prins. Lögregla gerði áhlaup á ýmsar eignir tengdar Najib í síðustu viku. Gerði hún upptæk 284 veski frá stærstu tískuhúsum heims, 72 sekki af seðlum auk ýmissa skartgripa og úra. Talningu seðlanna úr sekkjunum er ekki enn lokið.
Birtist í Fréttablaðinu Malasía Tengdar fréttir Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45 Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40