Lífeyrissjóðir vilja selja 13 prósent í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 23. maí 2018 06:00 Hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var 2,2 milljarðar í fyrra og jókst um 200 milljónir, einkum vegna aukinnar raforkuframleiðslu og hækkandi álverðs. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Fagfjárfestasjóðurinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða, áformar að selja 12,7 prósenta hlut sinn í HS Orku. Formlegt söluferli hófst í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, en væntingar eru um að á bilinu sjö til átta milljarðar króna geti fengist fyrir eignarhlutinn í orkufyrirtækinu. Miðað við það verðmat er markaðsvirði fyrirtækisins um 55 til 63 milljarðar. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu. Talsverður áhugi er sagður vera á hlutnum í HS Orku, bæði á meðal erlendra og innlendra fjárfesta, en gert er ráð fyrir að óskuldbindandi tilboð muni berast í næsta mánuði. Gangi áætlanir eftir gæti salan klárast í lok sumars. Tæplega þrettán prósenta hluturinn komst í eigu fagfjárfestasjóðsins í júlí í fyrra þegar samkomulag náðist við Magma Energy, dótturfélag kanadíska orkufélagsins Alterra, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma hafði gefið út við kaup á hlut sínum í HS Orku árið 2009. Í stað þess að greiða útistandandi höfuðstól skuldabréfsins skömmu fyrir gjalddaga var um það samið að ORK, sem hafði keypt bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 fyrir 6,3 milljarða, myndi ganga að veði þess og yfirtaka þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Við það minnkaði hlutur Magma úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir einnig 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarmi. Magma Energy er í dag í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex en það gekk í byrjun ársins frá kaupum á öllu hlutafé Alterra. Samkvæmt samþykktum HS Orku hafa hluthafar, að félaginu sjálfu frágengnu, forkaupsrétt að hlutum í fyrirtækinu við eigendaskipti í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Samhliða samkomulaginu við ORK í fyrra féll Magma Energy frá forkaupsrétti sínum og þá ákvað stjórn Jarðvarma einnig að nýta sér ekki forkaupsréttinn og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut.Á 30 prósent í Bláa lóninu HS Orka, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, er eina orkufyrirtæki landsins sem er í eigu einkafjárfesta. Hagnaður félagsins í fyrra nam 4.588 milljónum króna og jókst um liðlega 1.500 milljónir á milli ára. Þá jukust rekstrartekjur HS Orku um 430 milljónir og voru rúmlega 7.530 milljónir á árinu 2017. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði arður að fjárhæð 440 milljónir króna til hluthafa á þessu ári. Heildareignir HS Orku námu 48,4 milljörðum í árslok 2017 og eigið fé félagsins var um 35,5 milljarðar. Á meðal eigna HS Orku er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu. Var eignarhlutur fyrirtækisins settur í söluferli um miðjan maí á síðasta ári og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, eða um 11 milljarða króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboðinu. Mikillar óánægju gætti hjá stjórnendum Alterra, þáverandi eigendum Magma Energy, með ákvörðun lífeyrissjóðanna að hafna tilboði Blackstone, enda hafi það verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var að setja hlut félagsins í söluferli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fagfjárfestasjóðurinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða, áformar að selja 12,7 prósenta hlut sinn í HS Orku. Formlegt söluferli hófst í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, en væntingar eru um að á bilinu sjö til átta milljarðar króna geti fengist fyrir eignarhlutinn í orkufyrirtækinu. Miðað við það verðmat er markaðsvirði fyrirtækisins um 55 til 63 milljarðar. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu. Talsverður áhugi er sagður vera á hlutnum í HS Orku, bæði á meðal erlendra og innlendra fjárfesta, en gert er ráð fyrir að óskuldbindandi tilboð muni berast í næsta mánuði. Gangi áætlanir eftir gæti salan klárast í lok sumars. Tæplega þrettán prósenta hluturinn komst í eigu fagfjárfestasjóðsins í júlí í fyrra þegar samkomulag náðist við Magma Energy, dótturfélag kanadíska orkufélagsins Alterra, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma hafði gefið út við kaup á hlut sínum í HS Orku árið 2009. Í stað þess að greiða útistandandi höfuðstól skuldabréfsins skömmu fyrir gjalddaga var um það samið að ORK, sem hafði keypt bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 fyrir 6,3 milljarða, myndi ganga að veði þess og yfirtaka þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Við það minnkaði hlutur Magma úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir einnig 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarmi. Magma Energy er í dag í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex en það gekk í byrjun ársins frá kaupum á öllu hlutafé Alterra. Samkvæmt samþykktum HS Orku hafa hluthafar, að félaginu sjálfu frágengnu, forkaupsrétt að hlutum í fyrirtækinu við eigendaskipti í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Samhliða samkomulaginu við ORK í fyrra féll Magma Energy frá forkaupsrétti sínum og þá ákvað stjórn Jarðvarma einnig að nýta sér ekki forkaupsréttinn og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut.Á 30 prósent í Bláa lóninu HS Orka, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, er eina orkufyrirtæki landsins sem er í eigu einkafjárfesta. Hagnaður félagsins í fyrra nam 4.588 milljónum króna og jókst um liðlega 1.500 milljónir á milli ára. Þá jukust rekstrartekjur HS Orku um 430 milljónir og voru rúmlega 7.530 milljónir á árinu 2017. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði arður að fjárhæð 440 milljónir króna til hluthafa á þessu ári. Heildareignir HS Orku námu 48,4 milljörðum í árslok 2017 og eigið fé félagsins var um 35,5 milljarðar. Á meðal eigna HS Orku er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu. Var eignarhlutur fyrirtækisins settur í söluferli um miðjan maí á síðasta ári og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, eða um 11 milljarða króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboðinu. Mikillar óánægju gætti hjá stjórnendum Alterra, þáverandi eigendum Magma Energy, með ákvörðun lífeyrissjóðanna að hafna tilboði Blackstone, enda hafi það verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var að setja hlut félagsins í söluferli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira