Allt sem þú þarft að vita fyrir kosningarnar á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. maí 2018 09:00 Á kjörskrá eru samtals 248.025 kjósendur skráðir. Vísir/Hjalti Kosið verður til sveitarstjórna á morgun, laugardaginn 26. maí. Kjörstaðir opna um allt land í fyrramálið. Flestir opna þeir klukkan 9 en kjörstjórnir geta þó ákveðið að opna þá síðar. Kjörstaðir skulu þó samkvæmt reglum opna á bilinu 9 til 12. Kjörstaðir loka svo ekki seinna en klukkan 22 annað kvöld. Kosningarrétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 26. maí 2018, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þann 5. maí 2018. Einnig eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum. Á kjörskrá eru samtals 248.025 kjósendur skráðir. Þar af eru 124.207 konur og 123.818 karlar. Erlendir ríkisborgarar á kjörskrárstofni, Norðurlandabúar búsettir hér á landi í 3 ár eða lengur og ríkisborgarar annarra landa búsettir hér á landi í 5 ár eða lengur, eru alls 11.680. Erlendir karlar eru heldur fleiri eða 6.050 og erlendar konur 5.630. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind við hliðina á verslun H&M og er opið þar til klukkan 22 í kvöld. Á morgun er svo opið þar frá milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má nálgast hér.Hvernig áttu að kjósa? Mikilvægt er að mæta á réttan kjörstað og í rétta kjördeild. Hér er hægt að fletta upp hvar maður er á kjörskrá. Framvísa þarf gildum skilríkjum á kjörstað, svo sem vegabréfi eða ökuskírteini. Rita skal x í reitinn fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir svo lengi sem minnst einn frambjóðandi standi eftir á listanum. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýðir til dæmis að óheimilt er að taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í þessari frétt Vísis.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann geti ekki kosið sökum blindu eða á erfitt með að skrifa skal aðili úr kjörstjórn sem kjósandi velur aðstoða hann í kjörklefanum. Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti varðandi atkvæðagreiðsluna en nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað má nálgast hér.Hverjir eru í framboði? Alls eru 198 framboðslistar á kjörseðlum um allt land. Hér má nálgast skjal með lista yfir öll framboð eftir sveitarfélögum í stafrófsröð. Á vef dómsmálaráðuneytisins má svo nálgast alla framboðslistana eftir sveitarfélögum og sjá hverjir eru á lista. Þegar kjörstaðir loka Þegar kjörstaðir loka þarf svo að sjálfsögðu að telja atkvæðin. Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórnum má búast við að fyrstu tölur berist strax upp úr klukkan 22 annað kvöld. Talning tekur lengstan tíma í Reykjavík þar sem flestir eru á kjörskrá og má búast við að hún dragist fram eftir nóttu. Á Vísi og Stöð 2 verður aukafréttatími klukkan 12 á morgun og kosningasjónvarp fréttastofunnar hefst klukkan 22, þegar kjörstöðum hefur verið lokað. Útsendingin stendur eitthvað fram eftir nóttu og þá verður fylgst ítarlega með talningunni hér á Vísi og greint frá öllu því helsta sem kemur fram. Á sunnudag verður aukafréttatími á Stöð 2 og Vísi klukkan 10 og þá verður bein útsending frá þættinum Sprengisandi þar sem Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti. Þá verður ítarleg umfjöllun allan daginn hér á Vísi um niðurstöður kosninganna um land allt. Kosningar 2018 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Kosið verður til sveitarstjórna á morgun, laugardaginn 26. maí. Kjörstaðir opna um allt land í fyrramálið. Flestir opna þeir klukkan 9 en kjörstjórnir geta þó ákveðið að opna þá síðar. Kjörstaðir skulu þó samkvæmt reglum opna á bilinu 9 til 12. Kjörstaðir loka svo ekki seinna en klukkan 22 annað kvöld. Kosningarrétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 26. maí 2018, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þann 5. maí 2018. Einnig eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum. Á kjörskrá eru samtals 248.025 kjósendur skráðir. Þar af eru 124.207 konur og 123.818 karlar. Erlendir ríkisborgarar á kjörskrárstofni, Norðurlandabúar búsettir hér á landi í 3 ár eða lengur og ríkisborgarar annarra landa búsettir hér á landi í 5 ár eða lengur, eru alls 11.680. Erlendir karlar eru heldur fleiri eða 6.050 og erlendar konur 5.630. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind við hliðina á verslun H&M og er opið þar til klukkan 22 í kvöld. Á morgun er svo opið þar frá milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má nálgast hér.Hvernig áttu að kjósa? Mikilvægt er að mæta á réttan kjörstað og í rétta kjördeild. Hér er hægt að fletta upp hvar maður er á kjörskrá. Framvísa þarf gildum skilríkjum á kjörstað, svo sem vegabréfi eða ökuskírteini. Rita skal x í reitinn fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir svo lengi sem minnst einn frambjóðandi standi eftir á listanum. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýðir til dæmis að óheimilt er að taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í þessari frétt Vísis.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann geti ekki kosið sökum blindu eða á erfitt með að skrifa skal aðili úr kjörstjórn sem kjósandi velur aðstoða hann í kjörklefanum. Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti varðandi atkvæðagreiðsluna en nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað má nálgast hér.Hverjir eru í framboði? Alls eru 198 framboðslistar á kjörseðlum um allt land. Hér má nálgast skjal með lista yfir öll framboð eftir sveitarfélögum í stafrófsröð. Á vef dómsmálaráðuneytisins má svo nálgast alla framboðslistana eftir sveitarfélögum og sjá hverjir eru á lista. Þegar kjörstaðir loka Þegar kjörstaðir loka þarf svo að sjálfsögðu að telja atkvæðin. Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórnum má búast við að fyrstu tölur berist strax upp úr klukkan 22 annað kvöld. Talning tekur lengstan tíma í Reykjavík þar sem flestir eru á kjörskrá og má búast við að hún dragist fram eftir nóttu. Á Vísi og Stöð 2 verður aukafréttatími klukkan 12 á morgun og kosningasjónvarp fréttastofunnar hefst klukkan 22, þegar kjörstöðum hefur verið lokað. Útsendingin stendur eitthvað fram eftir nóttu og þá verður fylgst ítarlega með talningunni hér á Vísi og greint frá öllu því helsta sem kemur fram. Á sunnudag verður aukafréttatími á Stöð 2 og Vísi klukkan 10 og þá verður bein útsending frá þættinum Sprengisandi þar sem Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti. Þá verður ítarleg umfjöllun allan daginn hér á Vísi um niðurstöður kosninganna um land allt.
Kosningar 2018 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira