Hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. maí 2018 09:00 Vísir/Vilhelm Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag og þá er tilvalið að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Atkvæði er greitt með því að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem viðkomandi vill kjósa. Ef kjósandi er á einhvern hátt ósáttur við uppröðun á þeim lista sem hann hefur kosið er hægt að breyta uppröðun á þeim lista með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Kjósendur mega nánast strika yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en þó þarf minnst eitt nafn þarf að standa eftir, annars er atkvæðið ógilt. Mikilvægt er þó að hafa í huga að kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Bannað að birta á Snapchat, Twitter, Facebook Instagram... Ef einhver annar sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kassann er seðillinn ónýtur. Þá á kjósandi rétt á því að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Það sama gildir ef kjósandi gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þetta þýðir jafnframt að það er bannað að taka mynd af kjörseðli þegar búið er að merkja við og birta hann á hverskyns samfélagsmiðlum.Það má kjósa aftur Ef kosið er utan kjörfundar og kjósandi vill einhverra hluta vegna breyta atkvæði sínu er hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og utankjörfundaratkvæðið er ekki tekið með í talningu. Kjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Allur áróður á kjörstað er með öllu bannaður. Það má hvetja folk til að kjósa en ekki hafa áhrif á hvað viðkomandi kýs. Þá er einnig bannað að bjóða fólki fríðindi eða peninga til að hafa áhrif hvort að einstaklingur kjósi eða hvað hann kýs.Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað Sem fyrr segir er gengið til kosninga næstkomandi laugardag, 26. maí. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins. Kosningar 2018 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag og þá er tilvalið að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Atkvæði er greitt með því að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem viðkomandi vill kjósa. Ef kjósandi er á einhvern hátt ósáttur við uppröðun á þeim lista sem hann hefur kosið er hægt að breyta uppröðun á þeim lista með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Kjósendur mega nánast strika yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en þó þarf minnst eitt nafn þarf að standa eftir, annars er atkvæðið ógilt. Mikilvægt er þó að hafa í huga að kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Bannað að birta á Snapchat, Twitter, Facebook Instagram... Ef einhver annar sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kassann er seðillinn ónýtur. Þá á kjósandi rétt á því að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Það sama gildir ef kjósandi gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þetta þýðir jafnframt að það er bannað að taka mynd af kjörseðli þegar búið er að merkja við og birta hann á hverskyns samfélagsmiðlum.Það má kjósa aftur Ef kosið er utan kjörfundar og kjósandi vill einhverra hluta vegna breyta atkvæði sínu er hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og utankjörfundaratkvæðið er ekki tekið með í talningu. Kjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Allur áróður á kjörstað er með öllu bannaður. Það má hvetja folk til að kjósa en ekki hafa áhrif á hvað viðkomandi kýs. Þá er einnig bannað að bjóða fólki fríðindi eða peninga til að hafa áhrif hvort að einstaklingur kjósi eða hvað hann kýs.Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað Sem fyrr segir er gengið til kosninga næstkomandi laugardag, 26. maí. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins.
Kosningar 2018 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira