Okrarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. maí 2018 10:00 Græðgin gengur ljósum logum á leigumarkaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigumarkaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það. Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk. Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrararnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki einungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og hann verður að fá að ráða! Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum. Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggilegu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði. Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigufélaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í markaðslögmál. Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftirminnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á ferð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Græðgin gengur ljósum logum á leigumarkaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigumarkaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það. Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk. Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrararnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki einungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og hann verður að fá að ráða! Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum. Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggilegu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði. Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigufélaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í markaðslögmál. Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftirminnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á ferð!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun