Okrarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. maí 2018 10:00 Græðgin gengur ljósum logum á leigumarkaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigumarkaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það. Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk. Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrararnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki einungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og hann verður að fá að ráða! Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum. Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggilegu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði. Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigufélaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í markaðslögmál. Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftirminnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á ferð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Græðgin gengur ljósum logum á leigumarkaði. Hjá of mörgum leigusölum, bæði leigufélögum og einstaklingum sem leigja út íbúðir, ríkir áberandi áhugaleysi á að bjóða upp á sanngjarna leigu, áhuginn beinist að því hversu mikið sé hægt að komast upp með. Ljóst er að hægt er að komast upp með svívirðilegustu hluti á leigumarkaði, vitanlega á kostnað annarra. Þetta freistar margra leigusala, en samt ekki allra. Í umræðunni um okurleigu má ekki gleymast að sómakærir leigusalar finnast víða. Þeir innheimta sanngjarna leigu, en sprengja ekki upp leiguverð, og hækka það síðan með reglulegu millibili, vegna þess eins að þeir geta það. Þeir hafa þroska til að setja sjálfum sér mörk. Á leigumarkaði skortir regluverk og eftirlit. Okrararnir geta því athafnað sig að vild. Sá einstaklingur sem er óviljugur að borga svimandi háa leigu má éta það sem úti frýs. Hann má líka búast við að ekki einungis leigusalar heldur einnig þeir sem trúa í blindni á markaðslögmál muni mæta kvörtunum hans með orðunum: Svona er nú einu sinni markaðurinn og hann verður að fá að ráða! Auðvitað eiga okrarar ekki að stjórna markaðnum. Gjörðum þeirra á ekki að mæta með þögn, hvað þá samþykki, heldur benda á þær. Einmitt það hefur forysta stéttarfélagsins VR gert, en þar á bæ var nýlega safnað saman sögum leigjenda sem lýsa andstyggilegu okri leigusala. Þetta eru sögur af fólki í miklum vanda og þær koma ekki á óvart því svo að segja allir þekkja til einstaklinga sem búa við okurleigu. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, kallaði hlutina sínum réttu nöfnum þegar hann lét hafa eftir sér að leiguverð væri víða á skjön við allt velsæmi og líkti því við fjárkúgun. Undir forystu hans ætlar VR að beita sér fyrir því að sett verði regluverk til verndar fólki á leigumarkaði. Hinn nýi formaður VR er umdeildur, enda er hann æði herskár, en hann á fyllilega skilið að honum sé hrósað rösklega fyrir að láta sig aðstæður fólks á leigumarkaði miklu varða. Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur látið í sér heyra vegna málsins, en hann segist hafa fengið fjölda ábendinga um okur á leigumarkaði. Hann hyggst kalla á sinn fund fulltrúa helstu leigufélaga, leita skýringa hjá þeim og meta síðan hvort rétt sé að grípa til aðgerða. Það getur ekki verið annað en gott að fólk hittist og ræði málin. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér að fulltrúarnir viðurkenni okur á fundi með ráðherra. Þeir eru mun líklegri til að koma með fjölda skýringa, kenna aðstæðum um og vísa í markaðslögmál. Mikið væri samt gleðilegt ef leigusalar sem okra tækju sinnaskiptum eins og Scrooge gerði svo eftirminnilega í jólasögu Charles Dickens. Fyrir vikið öðlaðist Scrooge virðingu þeirra sem hann hafði áður okrað svo illilega á. Sjálfur stórgræddi hann á sinnaskiptunum, því hann varð að nýjum, betri og hamingjusamari manni. Ekki amalegur gróði þar á ferð!
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun