Verðlauna jákvæða umfjöllun um Spán Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Vísir/AFP Spænska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um ný verðlaun sem verða veitt þeim erlenda blaðamanni sem gerir mest til þess að bæta orðspor Spánar út á við. Frá þessu greindi katalónski miðillinn El Nacional. „Sem sagt, ráðuneytið mun líta sérstaklega til þeirra skoðana sem koma fram í umfjölluninni og er því um að ræða verðlaun fyrir að tala vel um spænsku ríkisstjórnina og stefnumál hennar,“ sagði í umfjöllun Katalóníumiðilsins en sá blaðamaður sem hlýtur þessi verðlaun fær í vasann nærri eina og hálfa milljón króna. El Nacional setur verðlaunin í samhengi við katalónsku sjálfstæðisbaráttuna og heldur því fram að spænska ríkisstjórnin líti svo á að alþjóðapressan hafi ekki verið nægilega gagnrýnin á hreyfinguna. Graham Keeley, blaðamaður The Times á Spáni, sagði í skoðanagrein í gær að þessi tilraun Spánverja myndi ekki ganga upp.„Blaðamenn elska að vinna verðlaun, þau bæta okkar viðkvæmu sjálfsmynd. En nú berast fréttir af verðlaunum sem hvorki ég né nokkur annar blaðamaður með vott af sjálfsvirðingu ætti að vilja, hljóta þrátt fyrir verðlaunaféð.“ Styr stendur nú um Mariano Rajoy forsætisráðherra og ríkisstjórn hans vegna sakfellingar tuga flokksmanna í spillingarmálum. Atkvæðagreiðsla um vantraust á Rajoy fer fram á morgun. Þó er ólíklegt að vantraust verði samþykkt þar sem Ciudadanos-flokkurinn mun standa með Rajoy. Ciudadanos-menn hafa þó farið fram á að boðað verði til kosninga sem fyrst. Miðað við kannanir myndi flokkur Rajoys, Partido Popular, fá um 20 prósent atkvæða en fékk 33 prósent í kosningunum 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Spænska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um ný verðlaun sem verða veitt þeim erlenda blaðamanni sem gerir mest til þess að bæta orðspor Spánar út á við. Frá þessu greindi katalónski miðillinn El Nacional. „Sem sagt, ráðuneytið mun líta sérstaklega til þeirra skoðana sem koma fram í umfjölluninni og er því um að ræða verðlaun fyrir að tala vel um spænsku ríkisstjórnina og stefnumál hennar,“ sagði í umfjöllun Katalóníumiðilsins en sá blaðamaður sem hlýtur þessi verðlaun fær í vasann nærri eina og hálfa milljón króna. El Nacional setur verðlaunin í samhengi við katalónsku sjálfstæðisbaráttuna og heldur því fram að spænska ríkisstjórnin líti svo á að alþjóðapressan hafi ekki verið nægilega gagnrýnin á hreyfinguna. Graham Keeley, blaðamaður The Times á Spáni, sagði í skoðanagrein í gær að þessi tilraun Spánverja myndi ekki ganga upp.„Blaðamenn elska að vinna verðlaun, þau bæta okkar viðkvæmu sjálfsmynd. En nú berast fréttir af verðlaunum sem hvorki ég né nokkur annar blaðamaður með vott af sjálfsvirðingu ætti að vilja, hljóta þrátt fyrir verðlaunaféð.“ Styr stendur nú um Mariano Rajoy forsætisráðherra og ríkisstjórn hans vegna sakfellingar tuga flokksmanna í spillingarmálum. Atkvæðagreiðsla um vantraust á Rajoy fer fram á morgun. Þó er ólíklegt að vantraust verði samþykkt þar sem Ciudadanos-flokkurinn mun standa með Rajoy. Ciudadanos-menn hafa þó farið fram á að boðað verði til kosninga sem fyrst. Miðað við kannanir myndi flokkur Rajoys, Partido Popular, fá um 20 prósent atkvæða en fékk 33 prósent í kosningunum 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila