Kjúklingarækt Brasilíu í hættu Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 23:34 Brasilía er einn af heimsins stærstu útflytjendum kjúklings. Vísir/Getty Olíuvinnslur og borpallar í Brasilíu eru stopp vegna þriggja daga verkfalls starfsmanna. Verkfall þetta fylgir verkfalli bílstjóra flutningabíla sem hefur lamað stærsta efnahag Suður-Ameríku í rúmlega viku. Verkföllin gætu haft gríðarlegar afleiðingar fyrir kjúklingabú ríkisins. Verkfall vörubílstjóra í Brasilíu hefur dregið dilk á eftir sér og þá sérstaklega varðandi kjúklingarækt. Nú hafa starfsmenn olíuvinnsla einnig farið í verkfall og er farið að hitna undir forseta landsins Michel Temer. Óttast er að fleiri stéttir fari í verkfall á næstu misserum vegna óánægju fólks með ríkisstjórn og efnahag landsins. Verkfall vörubílstjóra hefur leitt til skorts og stöðvað verksmiðjur víða um landið. Verst hefur það þó komið niður á kjúklingaræktendum í Brasilíu. Þeir munu á morgun byrja að slátra um 24 milljónum fugla á dag þar sem ómögulegt hefur reynst að flytja fæði til kjúklingabýlanna vegna verkfalls vörubílstjóra. Nú þegar er búið að slátra um 64 milljónum fugla en áætlað er að þeir séu alls rúmlega milljarður í landinu. Verkfallið gæti leitt til allsherjar hruns iðnaðarins í Brasilíu og gæti það tekið rúmlega tvö ár að bæta ástandið. Brasilía er einn af stærstu útflytjendum kjúklings á heimsvísu og því er um gífurlega hagsmuni að ræða. Landbúnaðarráðherra Brasilíu sagði alla ræktunina byggja á um 1,2 milljónum hænsna. Drepist þær verði ómögulegt að ná iðnaðinum á réttan kjöl án dýrrar aðstoðar ríkisins. Ráðherrann sagði að það myndi koma verulega niður á fjárlögum ríkisins. Brasilía Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Olíuvinnslur og borpallar í Brasilíu eru stopp vegna þriggja daga verkfalls starfsmanna. Verkfall þetta fylgir verkfalli bílstjóra flutningabíla sem hefur lamað stærsta efnahag Suður-Ameríku í rúmlega viku. Verkföllin gætu haft gríðarlegar afleiðingar fyrir kjúklingabú ríkisins. Verkfall vörubílstjóra í Brasilíu hefur dregið dilk á eftir sér og þá sérstaklega varðandi kjúklingarækt. Nú hafa starfsmenn olíuvinnsla einnig farið í verkfall og er farið að hitna undir forseta landsins Michel Temer. Óttast er að fleiri stéttir fari í verkfall á næstu misserum vegna óánægju fólks með ríkisstjórn og efnahag landsins. Verkfall vörubílstjóra hefur leitt til skorts og stöðvað verksmiðjur víða um landið. Verst hefur það þó komið niður á kjúklingaræktendum í Brasilíu. Þeir munu á morgun byrja að slátra um 24 milljónum fugla á dag þar sem ómögulegt hefur reynst að flytja fæði til kjúklingabýlanna vegna verkfalls vörubílstjóra. Nú þegar er búið að slátra um 64 milljónum fugla en áætlað er að þeir séu alls rúmlega milljarður í landinu. Verkfallið gæti leitt til allsherjar hruns iðnaðarins í Brasilíu og gæti það tekið rúmlega tvö ár að bæta ástandið. Brasilía er einn af stærstu útflytjendum kjúklings á heimsvísu og því er um gífurlega hagsmuni að ræða. Landbúnaðarráðherra Brasilíu sagði alla ræktunina byggja á um 1,2 milljónum hænsna. Drepist þær verði ómögulegt að ná iðnaðinum á réttan kjöl án dýrrar aðstoðar ríkisins. Ráðherrann sagði að það myndi koma verulega niður á fjárlögum ríkisins.
Brasilía Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira