Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 21:59 Dagur B. Eggertsson er bjartsýnn á viðræður flokkanna fjögurra. Vísir/Sigtryggur Ari Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að það yrði styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr ólíkum áttum. Hann segir gott traust hafa skapast á milli flokkanna fjögurra sem hafa nú ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihlutasamstarf. Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar tilkynntu í kvöld að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður á morgun. Slíkur meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. „Það hefur skapast gott traust á milli okkar undanfarna daga. Það skiptir mjög miklu máli. Ég held að það væri styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr svolítið ólíkum áttum. Þetta er auðvitað nýtt upphaf þannig að ég er bara bjartsýnn og spenntur fyrir því að setjast niður á morgun,“ segir hann. Spurður að því hvort að erfiðara verði fyrir flokkana fjóra að ná saman um einhver ákveðin mál frekar en önnur telur Dagur svo ekki vera. „Ég held að það sé hægt að finna fleti hjá fólki jafnvel þó að það nálgist hlutina úr ólíkri átt ef viljinn til að gera vel fyrir borgina er í efsta sæti hjá öllum. Ég finn það mjög sterkt hjá þessum hópi þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Hann játar því að góður samhljómur sé á milli flokkanna í samgöngu- og skipulagsmálum. Allir sem hafi fylgst með kosningabaráttunni hafi séð að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt þó að þeir séu einnig ólíkir að ýmsu leyti. „Við erum náttúrulega búin að hittast og tala saman undanfarna daga og værum ekki að stíga þetta skref nema af því að við höfum trú á því og erum bjartsýn að ná til lands,“ segir Dagur.Misjöfn reynsla af því að ráða sveitarstjóra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafnaði því við Vísi í dag að flokkurinn hefði gert kröfu um að Dagur viki til hliðar og borgarstjóri utan flokkanna yrði ráðinn eins og Kjarninn hafði greint frá. Dagur segir að ekki sé byrjað að ræða verkaskiptingu á milli flokkanna og ekki hafi komið fram nein krafa af þessu tagi. Hann bendir á að reynsla sveitarfélaga af því að ráða utanaðkomandi sveitarstjóra sé misjöfn. „Við förum bara inn í þetta til að leysa þetta eins og öll önnur mál,“ segir hann. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að það yrði styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr ólíkum áttum. Hann segir gott traust hafa skapast á milli flokkanna fjögurra sem hafa nú ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihlutasamstarf. Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar tilkynntu í kvöld að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður á morgun. Slíkur meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. „Það hefur skapast gott traust á milli okkar undanfarna daga. Það skiptir mjög miklu máli. Ég held að það væri styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr svolítið ólíkum áttum. Þetta er auðvitað nýtt upphaf þannig að ég er bara bjartsýnn og spenntur fyrir því að setjast niður á morgun,“ segir hann. Spurður að því hvort að erfiðara verði fyrir flokkana fjóra að ná saman um einhver ákveðin mál frekar en önnur telur Dagur svo ekki vera. „Ég held að það sé hægt að finna fleti hjá fólki jafnvel þó að það nálgist hlutina úr ólíkri átt ef viljinn til að gera vel fyrir borgina er í efsta sæti hjá öllum. Ég finn það mjög sterkt hjá þessum hópi þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Hann játar því að góður samhljómur sé á milli flokkanna í samgöngu- og skipulagsmálum. Allir sem hafi fylgst með kosningabaráttunni hafi séð að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt þó að þeir séu einnig ólíkir að ýmsu leyti. „Við erum náttúrulega búin að hittast og tala saman undanfarna daga og værum ekki að stíga þetta skref nema af því að við höfum trú á því og erum bjartsýn að ná til lands,“ segir Dagur.Misjöfn reynsla af því að ráða sveitarstjóra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafnaði því við Vísi í dag að flokkurinn hefði gert kröfu um að Dagur viki til hliðar og borgarstjóri utan flokkanna yrði ráðinn eins og Kjarninn hafði greint frá. Dagur segir að ekki sé byrjað að ræða verkaskiptingu á milli flokkanna og ekki hafi komið fram nein krafa af þessu tagi. Hann bendir á að reynsla sveitarfélaga af því að ráða utanaðkomandi sveitarstjóra sé misjöfn. „Við förum bara inn í þetta til að leysa þetta eins og öll önnur mál,“ segir hann.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
„Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16
Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55