Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 21:59 Dagur B. Eggertsson er bjartsýnn á viðræður flokkanna fjögurra. Vísir/Sigtryggur Ari Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að það yrði styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr ólíkum áttum. Hann segir gott traust hafa skapast á milli flokkanna fjögurra sem hafa nú ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihlutasamstarf. Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar tilkynntu í kvöld að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður á morgun. Slíkur meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. „Það hefur skapast gott traust á milli okkar undanfarna daga. Það skiptir mjög miklu máli. Ég held að það væri styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr svolítið ólíkum áttum. Þetta er auðvitað nýtt upphaf þannig að ég er bara bjartsýnn og spenntur fyrir því að setjast niður á morgun,“ segir hann. Spurður að því hvort að erfiðara verði fyrir flokkana fjóra að ná saman um einhver ákveðin mál frekar en önnur telur Dagur svo ekki vera. „Ég held að það sé hægt að finna fleti hjá fólki jafnvel þó að það nálgist hlutina úr ólíkri átt ef viljinn til að gera vel fyrir borgina er í efsta sæti hjá öllum. Ég finn það mjög sterkt hjá þessum hópi þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Hann játar því að góður samhljómur sé á milli flokkanna í samgöngu- og skipulagsmálum. Allir sem hafi fylgst með kosningabaráttunni hafi séð að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt þó að þeir séu einnig ólíkir að ýmsu leyti. „Við erum náttúrulega búin að hittast og tala saman undanfarna daga og værum ekki að stíga þetta skref nema af því að við höfum trú á því og erum bjartsýn að ná til lands,“ segir Dagur.Misjöfn reynsla af því að ráða sveitarstjóra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafnaði því við Vísi í dag að flokkurinn hefði gert kröfu um að Dagur viki til hliðar og borgarstjóri utan flokkanna yrði ráðinn eins og Kjarninn hafði greint frá. Dagur segir að ekki sé byrjað að ræða verkaskiptingu á milli flokkanna og ekki hafi komið fram nein krafa af þessu tagi. Hann bendir á að reynsla sveitarfélaga af því að ráða utanaðkomandi sveitarstjóra sé misjöfn. „Við förum bara inn í þetta til að leysa þetta eins og öll önnur mál,“ segir hann. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að það yrði styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr ólíkum áttum. Hann segir gott traust hafa skapast á milli flokkanna fjögurra sem hafa nú ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihlutasamstarf. Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar tilkynntu í kvöld að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður á morgun. Slíkur meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. „Það hefur skapast gott traust á milli okkar undanfarna daga. Það skiptir mjög miklu máli. Ég held að það væri styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr svolítið ólíkum áttum. Þetta er auðvitað nýtt upphaf þannig að ég er bara bjartsýnn og spenntur fyrir því að setjast niður á morgun,“ segir hann. Spurður að því hvort að erfiðara verði fyrir flokkana fjóra að ná saman um einhver ákveðin mál frekar en önnur telur Dagur svo ekki vera. „Ég held að það sé hægt að finna fleti hjá fólki jafnvel þó að það nálgist hlutina úr ólíkri átt ef viljinn til að gera vel fyrir borgina er í efsta sæti hjá öllum. Ég finn það mjög sterkt hjá þessum hópi þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Hann játar því að góður samhljómur sé á milli flokkanna í samgöngu- og skipulagsmálum. Allir sem hafi fylgst með kosningabaráttunni hafi séð að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt þó að þeir séu einnig ólíkir að ýmsu leyti. „Við erum náttúrulega búin að hittast og tala saman undanfarna daga og værum ekki að stíga þetta skref nema af því að við höfum trú á því og erum bjartsýn að ná til lands,“ segir Dagur.Misjöfn reynsla af því að ráða sveitarstjóra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafnaði því við Vísi í dag að flokkurinn hefði gert kröfu um að Dagur viki til hliðar og borgarstjóri utan flokkanna yrði ráðinn eins og Kjarninn hafði greint frá. Dagur segir að ekki sé byrjað að ræða verkaskiptingu á milli flokkanna og ekki hafi komið fram nein krafa af þessu tagi. Hann bendir á að reynsla sveitarfélaga af því að ráða utanaðkomandi sveitarstjóra sé misjöfn. „Við förum bara inn í þetta til að leysa þetta eins og öll önnur mál,“ segir hann.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16
Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent