Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 16:24 Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. rödd unga fólksins Framsóknarflokkurinn í Grindavík, með Sigurð Óla Þorleifsson í broddi fylkingar, ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta en síðustu daga hefur hann átt í viðræðum með Miðflokki, Samfylkingu og Röddum unga fólksins. Flokkurinn hefur nú snúið sér að Sjálfstæðisflokki og ætlar nú að kanna hvort flokkarnir nái saman. „Sama hvernig þetta fer þá munum við alltaf vinna saman,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, í samtali við vísi. Rödd unga fólksins hefur talsverða sérstöðu en flokkurinn er að mestu skipaður fólki á tvítugs og þrítugsaldri. Helga Dís er enn að átta sig á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninga en þessi nýstofnaði flokkur er næststærsti flokkurinn í Grindavík að loknum kosningum með 19,2% atkvæða.Stóðu á tímamótum Helga Dís segir að hugmyndin um stofnun nýs stjórnmálaafls hafi kviknað þegar nokkrir af gömlu skólafélögunum hittust á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir að þau hafi flest staðið á tímamótum í sínu lífi og hafi verið farin að velta fyrir sér hvort þau ætluðu að setjast að í Grindavík eða leita tækifæra annars staðar. „Við vorum flest á þeim stað í lífinu að við vorum að safna fyrir innborgun á íbúð og að stofna fjölskyldu og þess háttar. Við vorum á þeim tímamótum að við vorum að taka ákvörðun um það […] hvort við ætluðum að flytja aftur heim eða hvað við ætluðum að gera. Þá barst talið að ýmsum málefnum varðandi bæinn. Við höfðum bara sterkar skoðanir á því. Við búum í frábæru bæjarfélagi en það er margt sem má gera betur,“ segir Helga Dís sem bendir á að frambjóðendum Radda unga fólksins var boðið að taka sæti á öðrum listum en þeir hafi frekar vilja nýta samtakamátt unga fólksins til áhrifa. Það væri brýnt að raddir þeirra heyrðust við ákvörðunartökuborðið. „Tilfinning okkar er sú að það sem heldur aftur að ungu fólki er að það nennir ekki að vera að svara fyrir rótgróna flokka eða vera skilgreind eftir rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís, því hafi þau ákveðið að skapa vettvang til þess að gera Grindavík að betra bæjarfélagi „þannig að það væri engin spurning að við vildum flytja aftur heim.“ Það sem er efst á blaði hjá Röddum unga fólksins eru daggæslumálin og húsnæðismálin. „Eins og staðan er núna er ég að reyna að flytja að heiman en get það ekki því það vantar framboð á minni íbúðum. Þetta eru mál sem allir eru sammála um að það þurfi að fara í. Við viljum líka helst beita okkur fyrir því að hafa opna stjórnsýslu; opið bókhald og þjónustumiðaða stjórnsýslu“ Kosningar 2018 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Grindavík, með Sigurð Óla Þorleifsson í broddi fylkingar, ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta en síðustu daga hefur hann átt í viðræðum með Miðflokki, Samfylkingu og Röddum unga fólksins. Flokkurinn hefur nú snúið sér að Sjálfstæðisflokki og ætlar nú að kanna hvort flokkarnir nái saman. „Sama hvernig þetta fer þá munum við alltaf vinna saman,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, í samtali við vísi. Rödd unga fólksins hefur talsverða sérstöðu en flokkurinn er að mestu skipaður fólki á tvítugs og þrítugsaldri. Helga Dís er enn að átta sig á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninga en þessi nýstofnaði flokkur er næststærsti flokkurinn í Grindavík að loknum kosningum með 19,2% atkvæða.Stóðu á tímamótum Helga Dís segir að hugmyndin um stofnun nýs stjórnmálaafls hafi kviknað þegar nokkrir af gömlu skólafélögunum hittust á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir að þau hafi flest staðið á tímamótum í sínu lífi og hafi verið farin að velta fyrir sér hvort þau ætluðu að setjast að í Grindavík eða leita tækifæra annars staðar. „Við vorum flest á þeim stað í lífinu að við vorum að safna fyrir innborgun á íbúð og að stofna fjölskyldu og þess háttar. Við vorum á þeim tímamótum að við vorum að taka ákvörðun um það […] hvort við ætluðum að flytja aftur heim eða hvað við ætluðum að gera. Þá barst talið að ýmsum málefnum varðandi bæinn. Við höfðum bara sterkar skoðanir á því. Við búum í frábæru bæjarfélagi en það er margt sem má gera betur,“ segir Helga Dís sem bendir á að frambjóðendum Radda unga fólksins var boðið að taka sæti á öðrum listum en þeir hafi frekar vilja nýta samtakamátt unga fólksins til áhrifa. Það væri brýnt að raddir þeirra heyrðust við ákvörðunartökuborðið. „Tilfinning okkar er sú að það sem heldur aftur að ungu fólki er að það nennir ekki að vera að svara fyrir rótgróna flokka eða vera skilgreind eftir rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís, því hafi þau ákveðið að skapa vettvang til þess að gera Grindavík að betra bæjarfélagi „þannig að það væri engin spurning að við vildum flytja aftur heim.“ Það sem er efst á blaði hjá Röddum unga fólksins eru daggæslumálin og húsnæðismálin. „Eins og staðan er núna er ég að reyna að flytja að heiman en get það ekki því það vantar framboð á minni íbúðum. Þetta eru mál sem allir eru sammála um að það þurfi að fara í. Við viljum líka helst beita okkur fyrir því að hafa opna stjórnsýslu; opið bókhald og þjónustumiðaða stjórnsýslu“
Kosningar 2018 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent