„Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 15:03 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki sé æskilegt að útiloka neinn í pólitík. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara á frumstigi og rétt að fara í gang. Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist, “ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum og mögulega myndun meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar. Flokkar eins og Samfylkingin, Píratar og Sósíalistaflokkur Íslands hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum; ýmist fyrir og eftir borgarstjórnarkosningar. Aðspurð hvað Mörtu finnist um útilokanir sem þessar segir hún: „Mér finnst þær mjög sérstakar. Maður á aldrei að útiloka neinn í pólitík en fyrst og síðast voru skilaboðin mjög skýr í þessum kosningum.“Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,8% atkvæða í nýafstöðnum kosningum til borgarstjórnar.Vísir/vilhelm.Marta segir að úrslit borgarstjórnarkosninganna sýni að ákall er um breytingar í borginni. „Það er krafa um breytingar, það er alveg ljóst. Þessi meirihluti féll og við erum sigurvegarar kosninganna og það er alveg ljóst að það er ákall um breytingar. Það er svona okkar sýn á þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða á bak við sig og átta borgarfulltrúa. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en hann bætir við sig fjórum borgarfulltrúum frá því síðast var kosið og 5,1% fylgi.Vísir hefur reynt að ná tali af Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, síðastliðinn sólarhring en án árangurs. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
„Þetta er bara á frumstigi og rétt að fara í gang. Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist, “ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum og mögulega myndun meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar. Flokkar eins og Samfylkingin, Píratar og Sósíalistaflokkur Íslands hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum; ýmist fyrir og eftir borgarstjórnarkosningar. Aðspurð hvað Mörtu finnist um útilokanir sem þessar segir hún: „Mér finnst þær mjög sérstakar. Maður á aldrei að útiloka neinn í pólitík en fyrst og síðast voru skilaboðin mjög skýr í þessum kosningum.“Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,8% atkvæða í nýafstöðnum kosningum til borgarstjórnar.Vísir/vilhelm.Marta segir að úrslit borgarstjórnarkosninganna sýni að ákall er um breytingar í borginni. „Það er krafa um breytingar, það er alveg ljóst. Þessi meirihluti féll og við erum sigurvegarar kosninganna og það er alveg ljóst að það er ákall um breytingar. Það er svona okkar sýn á þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða á bak við sig og átta borgarfulltrúa. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en hann bætir við sig fjórum borgarfulltrúum frá því síðast var kosið og 5,1% fylgi.Vísir hefur reynt að ná tali af Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, síðastliðinn sólarhring en án árangurs.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00
„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23
Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00