Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 14:45 Arkady Babchenko er á lífi. vísir/ap Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. Babchenko birtist á blaðamannafundi hjá úkraínsku lögreglunni í dag en forsætisráðherra Úkraínu hafði sagt að Rússar hefðu fyrirskipað morðið. Fjöldi blaðamanna var mættur á fundinn til þess að fá fregnir af framgangi rannsóknar lögreglu á morðinu, en Babchenko hefur verið gagnrýninn á Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og ríkisstjórn hans. Ekki var hins vegar um eiginlegt morð að ræða heldur segir Vasyl Hrytsak, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, að morðið hafi verið sett á svið í tengslum við rannsókn lögregluyfirvalda á morðhótunum sem Babchenko hefur fengið. Meira en mánuður hafði farið í að skipuleggja sviðsetningu morðsins og hefur einn verið handtekinn í tengslum við aðgerðina. Kona Babchenko hafði lýst því að maður hennar hefði verið skotinn í bakið þegar þau yfirgáfu íbúðina sína í Kænugarði, blaðamaðurinn hafði ekki sagt konu sinni að um setja ætti morðið á svið. „Ég bið konuna mína innilegrar afsökunar,“ segir Babchenko. Babchenko flúði frá Rússlandi í fyrra eftir að hafa fengið hótanir í kjölfar færslu sem hann setti á samfélagmiðla. Blaðamenn og aðrir sem gagnrýnt hafa rússnesk yfirvöld hafa á undanförnum árum verið myrtir í Kænugarði en morðin eru óupplýst.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. Babchenko birtist á blaðamannafundi hjá úkraínsku lögreglunni í dag en forsætisráðherra Úkraínu hafði sagt að Rússar hefðu fyrirskipað morðið. Fjöldi blaðamanna var mættur á fundinn til þess að fá fregnir af framgangi rannsóknar lögreglu á morðinu, en Babchenko hefur verið gagnrýninn á Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og ríkisstjórn hans. Ekki var hins vegar um eiginlegt morð að ræða heldur segir Vasyl Hrytsak, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, að morðið hafi verið sett á svið í tengslum við rannsókn lögregluyfirvalda á morðhótunum sem Babchenko hefur fengið. Meira en mánuður hafði farið í að skipuleggja sviðsetningu morðsins og hefur einn verið handtekinn í tengslum við aðgerðina. Kona Babchenko hafði lýst því að maður hennar hefði verið skotinn í bakið þegar þau yfirgáfu íbúðina sína í Kænugarði, blaðamaðurinn hafði ekki sagt konu sinni að um setja ætti morðið á svið. „Ég bið konuna mína innilegrar afsökunar,“ segir Babchenko. Babchenko flúði frá Rússlandi í fyrra eftir að hafa fengið hótanir í kjölfar færslu sem hann setti á samfélagmiðla. Blaðamenn og aðrir sem gagnrýnt hafa rússnesk yfirvöld hafa á undanförnum árum verið myrtir í Kænugarði en morðin eru óupplýst.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05