„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 13:59 Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. Vísir/eyþór Skiptar skoðanir eru um ágæti ákvörðunar Sósíalistaflokksins að sniðganga meirihlutaviðræður í Reykjavík. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi gáfu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þau gerðu grein fyrir ákvörðun sinni, það hafi verið þeirra mat, eftir mikla ígrundun og samráð fyrir félagsmenn, að ekkert myndi ávinnast í samningaviðræðum um myndun meirihluta. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarfUndir ummælaþræði Gunnars Smára Egilssonar, eins af stofnendum Sósíalistaflokks Íslands, hafa skapast líflegar umræður þar sem tekist er á um ágæti ákvörðunarinnar. Ýmsir félagar í Sósíalistaflokknum eru mótfallnir ákvörðuninni. Þeir eru þeirrar skoðunar að rödd Sósíalista yrði sterkari innan meirihluta og að nauðsynlegt hefði verið að taka þátt í viðræðunum til að kanna hvaða möguleikar væru í boði. Einn kjósandi flokksins sagði að það hefði verið æskilegt að vita um þessi áform fyrir kosningar því hann hefði ekki gefið þeim atkvæði sitt, hefði hann vitað að flokkurinn hafnaði viðræðum um meirihlutasamstarf.Í gær gaf forysta Sósíalistaflokks Íslands frá sér yfirlýsingu. Flokkurinn ætlar ekki í viðræður um myndun meirihluta í borginni.Vísir/eyþórAð mati eins netverjans hefði flokkurinn ekki átt að bjóða fram krafta sína til borgarstjórnar ef meginmarkmiðið væri einkum að styrkja hreyfinguna og annar bendir á að eitt útiloki ekki hitt; það gæti hæglega verið í verkahring annarra félagsmanna hreyfingarinnar að styrkja tengsl við undirskipaða þjóðfélagshópa og að styrkja flokkinn á meðan Sanna beitti áhrifum sínum í meirihluta í borginni. Ljóst er að þeir sem eru mótfallnir óttast mjög um það að Sanna Magdalena, fulltrúi þeirra í borgarstjórn, verði dæmd til áhrifaleysis í minnihluta. Þá eru fjölmargir Sósíalistar ánægðir með ákvörðunina en á meðal þeirra eru áhrifamenn í flokknum eins og Gunnar Smári og Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Kópavogi. Þeir sem lýsa sig fylgjandi þessu segja meðal annars að ákvörðunin verði til þess að styrkja hreyfinguna og efla tengslin við þá hópa sem Sósíalistaflokkurinn berst fyrir. Þeir telja ákvörðunina auka veg flokksins til lengri tíma litið - það hefði verið skammsýni að fara í meirihlutasamstarf strax og hefði aðeins orðið til þess að Sósíalistahreyfingin yrði varadekk undir vagn meirihlutans. Gunnar Smári færir auk þess rök fyrir því, á ummælaþræðinum, að fráfarandi meirihluti, auk Viðreisnar, þyrfti ekki á Sósíalistahreyfingunni að halda til að mynda meirihluta. Þá leggur Arnþór Sigurðsson orð í belg: „Ónýt vinstri pólitík vill fá Sósíalista til þess að viðhalda ónýtri vinstri pólitík áfram. Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ágæti ákvörðunar Sósíalistaflokksins að sniðganga meirihlutaviðræður í Reykjavík. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi gáfu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þau gerðu grein fyrir ákvörðun sinni, það hafi verið þeirra mat, eftir mikla ígrundun og samráð fyrir félagsmenn, að ekkert myndi ávinnast í samningaviðræðum um myndun meirihluta. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarfUndir ummælaþræði Gunnars Smára Egilssonar, eins af stofnendum Sósíalistaflokks Íslands, hafa skapast líflegar umræður þar sem tekist er á um ágæti ákvörðunarinnar. Ýmsir félagar í Sósíalistaflokknum eru mótfallnir ákvörðuninni. Þeir eru þeirrar skoðunar að rödd Sósíalista yrði sterkari innan meirihluta og að nauðsynlegt hefði verið að taka þátt í viðræðunum til að kanna hvaða möguleikar væru í boði. Einn kjósandi flokksins sagði að það hefði verið æskilegt að vita um þessi áform fyrir kosningar því hann hefði ekki gefið þeim atkvæði sitt, hefði hann vitað að flokkurinn hafnaði viðræðum um meirihlutasamstarf.Í gær gaf forysta Sósíalistaflokks Íslands frá sér yfirlýsingu. Flokkurinn ætlar ekki í viðræður um myndun meirihluta í borginni.Vísir/eyþórAð mati eins netverjans hefði flokkurinn ekki átt að bjóða fram krafta sína til borgarstjórnar ef meginmarkmiðið væri einkum að styrkja hreyfinguna og annar bendir á að eitt útiloki ekki hitt; það gæti hæglega verið í verkahring annarra félagsmanna hreyfingarinnar að styrkja tengsl við undirskipaða þjóðfélagshópa og að styrkja flokkinn á meðan Sanna beitti áhrifum sínum í meirihluta í borginni. Ljóst er að þeir sem eru mótfallnir óttast mjög um það að Sanna Magdalena, fulltrúi þeirra í borgarstjórn, verði dæmd til áhrifaleysis í minnihluta. Þá eru fjölmargir Sósíalistar ánægðir með ákvörðunina en á meðal þeirra eru áhrifamenn í flokknum eins og Gunnar Smári og Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Kópavogi. Þeir sem lýsa sig fylgjandi þessu segja meðal annars að ákvörðunin verði til þess að styrkja hreyfinguna og efla tengslin við þá hópa sem Sósíalistaflokkurinn berst fyrir. Þeir telja ákvörðunina auka veg flokksins til lengri tíma litið - það hefði verið skammsýni að fara í meirihlutasamstarf strax og hefði aðeins orðið til þess að Sósíalistahreyfingin yrði varadekk undir vagn meirihlutans. Gunnar Smári færir auk þess rök fyrir því, á ummælaþræðinum, að fráfarandi meirihluti, auk Viðreisnar, þyrfti ekki á Sósíalistahreyfingunni að halda til að mynda meirihluta. Þá leggur Arnþór Sigurðsson orð í belg: „Ónýt vinstri pólitík vill fá Sósíalista til þess að viðhalda ónýtri vinstri pólitík áfram. Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00