Tækifæri í fúskinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Niðurstaðan í veiðigjaldamálinu svokallaða sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarnar vikur er sú að heimild til innheimtu gjaldanna óbreyttra skuli framlengd til áramóta. Hermt er að þessar málalyktir, ef málalyktir skyldi kalla, séu til komnar að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Vinstri grænna. Skyldi engan undra enda hafa þau átt í vök að verjast vegna málsins. Auðvitað er það óboðlegt að umdeilt mál sem þetta komi fram með ekki lengri fyrirvara. Varla héldu Vinstri græn og samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn að málið myndi sigla athugasemdalaust gegnum þingið? Seint verða það heldur talin góð vinnubrögð að slá málinu einfaldlega á frest. Reikningar úr heimilisbókhaldinu hverfa ekki þótt þeim sé stungið ofan í skúffu. Þá þarf að greiða að endingu og þá með dráttarvöxtum og vanskilagjöldum. Viðbúið er að veiðigjaldamálið komi aftur fyrir Alþingi í haust. Þetta er jákvæður fylgifiskur klaufagangs ríkisstjórnarinnar. Þá gefst vonandi færi á að ræða innheimtu veiðigjalda heildstætt. Það er staðreynd að kvótinn hefur safnast á fárra hendur undanfarna áratugi. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þess hefur verið að áður blómleg sjávarpláss hafa átt erfiða tíma. Sjálfsagt er og eðlilegt að í löggjöf um stjórn sé innbyggt kerfi sem hyglir smærri útgerðum í dreifðum byggðum landsins. Hluti af því gæti verið að slíkar útgerðir fengju afslátt eða jafnvel niðurfellingu veiðigjalda í einhverjum tilvikum. Önnur staðreynd er sú að stóru útgerðirnar í landinu hafa búið við arðsemi sem ekki þekkist annars staðar í atvinnulífinu. Jafnvel að loknu samdráttarskeiði undanfarinna ára er munurinn sláandi. Eigendur þessara sömu útgerða hafa einnig verið að hasla sér völl annars staðar í atvinnulífinu. Þau hafa keypt fjölmiðla, heildsölur og verða brátt fyrirferðarmikil í stærsta smásölufélagi landsins. Einboðið er að þessi þróun haldi áfram enda þurfa peningar að finna sér farveg. Ástæðan fyrir gríðarlegri arðsemi þessara fyrirtækja er ekki einungis sú að þeim stýrir fólk sem kann sitt fag, þótt sú sé vissulega raunin. Nei, munurinn liggur fyrst og fremst í því að útgerðin greiðir smánarlegt gjald fyrir vöru sína – fiskinn í sjónum. Á tyllidögum er sagt að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar. Er þá ekki eðlilegt að þjóðin innheimti eðlilegt gjald fyrir framsal á þessari eign? Hvað mætti byggja marga Landspítala ef sú væri raunin? Það er þessi spurning sem þingmenn þurfa að svara og velta fyrir sér þegar þing kemur saman. Flumbrugangurinn nú varð þó til þess að rúmur tími og tækifæri munu gefast til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Niðurstaðan í veiðigjaldamálinu svokallaða sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarnar vikur er sú að heimild til innheimtu gjaldanna óbreyttra skuli framlengd til áramóta. Hermt er að þessar málalyktir, ef málalyktir skyldi kalla, séu til komnar að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Vinstri grænna. Skyldi engan undra enda hafa þau átt í vök að verjast vegna málsins. Auðvitað er það óboðlegt að umdeilt mál sem þetta komi fram með ekki lengri fyrirvara. Varla héldu Vinstri græn og samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn að málið myndi sigla athugasemdalaust gegnum þingið? Seint verða það heldur talin góð vinnubrögð að slá málinu einfaldlega á frest. Reikningar úr heimilisbókhaldinu hverfa ekki þótt þeim sé stungið ofan í skúffu. Þá þarf að greiða að endingu og þá með dráttarvöxtum og vanskilagjöldum. Viðbúið er að veiðigjaldamálið komi aftur fyrir Alþingi í haust. Þetta er jákvæður fylgifiskur klaufagangs ríkisstjórnarinnar. Þá gefst vonandi færi á að ræða innheimtu veiðigjalda heildstætt. Það er staðreynd að kvótinn hefur safnast á fárra hendur undanfarna áratugi. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þess hefur verið að áður blómleg sjávarpláss hafa átt erfiða tíma. Sjálfsagt er og eðlilegt að í löggjöf um stjórn sé innbyggt kerfi sem hyglir smærri útgerðum í dreifðum byggðum landsins. Hluti af því gæti verið að slíkar útgerðir fengju afslátt eða jafnvel niðurfellingu veiðigjalda í einhverjum tilvikum. Önnur staðreynd er sú að stóru útgerðirnar í landinu hafa búið við arðsemi sem ekki þekkist annars staðar í atvinnulífinu. Jafnvel að loknu samdráttarskeiði undanfarinna ára er munurinn sláandi. Eigendur þessara sömu útgerða hafa einnig verið að hasla sér völl annars staðar í atvinnulífinu. Þau hafa keypt fjölmiðla, heildsölur og verða brátt fyrirferðarmikil í stærsta smásölufélagi landsins. Einboðið er að þessi þróun haldi áfram enda þurfa peningar að finna sér farveg. Ástæðan fyrir gríðarlegri arðsemi þessara fyrirtækja er ekki einungis sú að þeim stýrir fólk sem kann sitt fag, þótt sú sé vissulega raunin. Nei, munurinn liggur fyrst og fremst í því að útgerðin greiðir smánarlegt gjald fyrir vöru sína – fiskinn í sjónum. Á tyllidögum er sagt að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar. Er þá ekki eðlilegt að þjóðin innheimti eðlilegt gjald fyrir framsal á þessari eign? Hvað mætti byggja marga Landspítala ef sú væri raunin? Það er þessi spurning sem þingmenn þurfa að svara og velta fyrir sér þegar þing kemur saman. Flumbrugangurinn nú varð þó til þess að rúmur tími og tækifæri munu gefast til þess.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun