Trump stal senunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 09:00 Angela Merkel ræðir við Trump, ef til vill um tollamálið. Vísir/AP Líkt og svo oft áður voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mætti á fund leiðtoga G7-ríkjanna í bænum La Malbaie í Quebec í Kanada í gær. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkin átt í útistöðum við Evrópusambandsríki, Mexíkó og Kanada vegna tolla sem Bandaríkin settu á ál og stál sem og mótvægisaðgerða fyrrnefndra ríkja. Á leið til fundar sagði Trump að hann myndi taka á „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Evrópusambandsins og Kanada. „Við munum ræða um þessa ósanngjörnu viðskiptahætti. Ef þú skoðar hvað Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið hafa verið að gera okkur undanfarna áratugi. Við verðum að breyta því. Og þau skilja að það er að fara að gerast,“ sagði forsetinn. En tollamálin eru ekki eini ásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og annarra stórvelda um þessar mundir. Langt er á milli Trumps og annarra leiðtoga G7-ríkjanna þegar kemur að kjarnorkusamningnum við Íran og loftslagsmálunum. Þá sagði Trump einnig að Rússar ættu að fá að koma aftur að borðinu. Rússum var vikið úr hópnum, sem þá kallaðist G8, árið 2014 eftir innlimun Krímskaga. Ríkin sem eftir standa eru Kanada, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Japan, Þýskaland og Bretland. „Rússland ætti að vera á fundinum. Af hverju erum við að funda án Rússa? Þið vitið það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, og það er kannski engin pólitísk rétthugsun fólgin í því, en við þurfum að stjórna þessari veröld. Og á vettvangi G7, sem var áður G8, hentu þau Rússum út. Þau ættu að leyfa Rússum að koma aftur inn. Rússar ættu að fá sæti við borðið,“ sagði Trump. Rússar virðast hins vegar ekki hafa eins mikinn áhuga og Trump. Dmítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Rússlandsstjórnar, var áhugalítill þegar blaðamenn spurðu hann út í orð Trumps. „Við erum að einbeita okkur að öðru,“ sagði Peskov sem var í fylgd Vladímírs Pútín forseta í Kína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Líkt og svo oft áður voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hann mætti á fund leiðtoga G7-ríkjanna í bænum La Malbaie í Quebec í Kanada í gær. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkin átt í útistöðum við Evrópusambandsríki, Mexíkó og Kanada vegna tolla sem Bandaríkin settu á ál og stál sem og mótvægisaðgerða fyrrnefndra ríkja. Á leið til fundar sagði Trump að hann myndi taka á „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Evrópusambandsins og Kanada. „Við munum ræða um þessa ósanngjörnu viðskiptahætti. Ef þú skoðar hvað Kanada, Mexíkó og Evrópusambandið hafa verið að gera okkur undanfarna áratugi. Við verðum að breyta því. Og þau skilja að það er að fara að gerast,“ sagði forsetinn. En tollamálin eru ekki eini ásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og annarra stórvelda um þessar mundir. Langt er á milli Trumps og annarra leiðtoga G7-ríkjanna þegar kemur að kjarnorkusamningnum við Íran og loftslagsmálunum. Þá sagði Trump einnig að Rússar ættu að fá að koma aftur að borðinu. Rússum var vikið úr hópnum, sem þá kallaðist G8, árið 2014 eftir innlimun Krímskaga. Ríkin sem eftir standa eru Kanada, Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Japan, Þýskaland og Bretland. „Rússland ætti að vera á fundinum. Af hverju erum við að funda án Rússa? Þið vitið það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, og það er kannski engin pólitísk rétthugsun fólgin í því, en við þurfum að stjórna þessari veröld. Og á vettvangi G7, sem var áður G8, hentu þau Rússum út. Þau ættu að leyfa Rússum að koma aftur inn. Rússar ættu að fá sæti við borðið,“ sagði Trump. Rússar virðast hins vegar ekki hafa eins mikinn áhuga og Trump. Dmítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Rússlandsstjórnar, var áhugalítill þegar blaðamenn spurðu hann út í orð Trumps. „Við erum að einbeita okkur að öðru,“ sagði Peskov sem var í fylgd Vladímírs Pútín forseta í Kína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila