Stóraukin aðsókn samhliða áhyggjum af atvinnuleysi Sighvatur skrifar 9. júní 2018 08:00 „Við þurfum að segja skilið við 20. öldina þegar kemur að atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún hefur áhyggjur af langtímaatvinnuleysi háskólamenntaðra. Rúmlega þrjú þúsund manns verða brautskráðir úr háskólum landsins núna í júní en heildarfjöldi brautskráðra hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fjölgaði umsóknum um háskólanám mikið milli ára vegna breytinga á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófa. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru rúmlega 1.100 háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mars. Þar af höfðu 469 verið án atvinnu lengur en sex mánuði. Þórunn segir að fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hafi ekki minnkað undanfarin misseri. Nú sé svo komið að háskólamenntaðir séu um fjórðungur allra á atvinnuleysisskrá. Það sé tiltölulega ný staða á vinnumarkaði. Töluverð fjölgun varð í háskólum landsins í kjölfar hrunsins. „Við vitum ekki hvaða áhrif eftirmál hrunsins hafa haft. Það eru fleiri sem sækja sér háskólamenntun sem er í sjálfu sér hið besta mál. Hins vegar virðast hvorki vinnumarkaðurinn né umgjörð efnahagslífsins viðbúin þessum breytingum.“ Þórunn segir ekkert benda til að stjórnvöld eða aðrir séu að búa sig undir að stíga inn í 21. öldina. „Við þurfum að fara að gera eins og aðrar þjóðir sem hafa virkjað hugvit og mannauð með öðrum hætti en við höfum gert. Við auglýsum eftir því að hér verði tekin stefna á framtíðina.“ Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir stöðu þeirra sem brautskrifast úr háskólum nú í júní ekki verða skýra fyrr en í haust. „Sumartíminn er góður þar sem margir fá vinnu við sumarafleysingar. Svo eru ákveðnar greinar þar sem framboð starfa er meira, sérstaklega heilbrigðis- og tæknigreinar.“ Unnur segir vandamálið að störfum fyrir háskólamenntaða fjölgi ekki nógu hratt. „Þetta er hópur sem er lengur að finna sér vinnu við hæfi. Vöxturinn hefur verið aðallega í ferðamanna- og byggingariðnaði og það eru mest störf sem gera ekki miklar kröfur um menntun.“ Vinnumálastofnun býr yfir sérstöku úrræði sem felst í því að fyrirtæki og stofnanir geta ráðið starfsfólk af atvinnuleysisskrá og fengið styrk á móti. Unnur segir að þetta úrræði hafi verið auglýst sérstaklega með áherslu á háskólamenntaða. „Úrræðið hefur reynst vel í gegnum tíðina og við vildum láta vita af þeim mannauði sem væri fyrir hendi. Okkur hafa borist 72 laus störf og er þegar búið að ráða í um 40 þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
„Við þurfum að segja skilið við 20. öldina þegar kemur að atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún hefur áhyggjur af langtímaatvinnuleysi háskólamenntaðra. Rúmlega þrjú þúsund manns verða brautskráðir úr háskólum landsins núna í júní en heildarfjöldi brautskráðra hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fjölgaði umsóknum um háskólanám mikið milli ára vegna breytinga á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófa. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru rúmlega 1.100 háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mars. Þar af höfðu 469 verið án atvinnu lengur en sex mánuði. Þórunn segir að fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hafi ekki minnkað undanfarin misseri. Nú sé svo komið að háskólamenntaðir séu um fjórðungur allra á atvinnuleysisskrá. Það sé tiltölulega ný staða á vinnumarkaði. Töluverð fjölgun varð í háskólum landsins í kjölfar hrunsins. „Við vitum ekki hvaða áhrif eftirmál hrunsins hafa haft. Það eru fleiri sem sækja sér háskólamenntun sem er í sjálfu sér hið besta mál. Hins vegar virðast hvorki vinnumarkaðurinn né umgjörð efnahagslífsins viðbúin þessum breytingum.“ Þórunn segir ekkert benda til að stjórnvöld eða aðrir séu að búa sig undir að stíga inn í 21. öldina. „Við þurfum að fara að gera eins og aðrar þjóðir sem hafa virkjað hugvit og mannauð með öðrum hætti en við höfum gert. Við auglýsum eftir því að hér verði tekin stefna á framtíðina.“ Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir stöðu þeirra sem brautskrifast úr háskólum nú í júní ekki verða skýra fyrr en í haust. „Sumartíminn er góður þar sem margir fá vinnu við sumarafleysingar. Svo eru ákveðnar greinar þar sem framboð starfa er meira, sérstaklega heilbrigðis- og tæknigreinar.“ Unnur segir vandamálið að störfum fyrir háskólamenntaða fjölgi ekki nógu hratt. „Þetta er hópur sem er lengur að finna sér vinnu við hæfi. Vöxturinn hefur verið aðallega í ferðamanna- og byggingariðnaði og það eru mest störf sem gera ekki miklar kröfur um menntun.“ Vinnumálastofnun býr yfir sérstöku úrræði sem felst í því að fyrirtæki og stofnanir geta ráðið starfsfólk af atvinnuleysisskrá og fengið styrk á móti. Unnur segir að þetta úrræði hafi verið auglýst sérstaklega með áherslu á háskólamenntaða. „Úrræðið hefur reynst vel í gegnum tíðina og við vildum láta vita af þeim mannauði sem væri fyrir hendi. Okkur hafa borist 72 laus störf og er þegar búið að ráða í um 40 þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira