Víkingur Ólafsvík er komið upp í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Þrótti í Laugardalnum í kvöld.
Hreinn Ingi Örnólfsson kom Þrótturum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins en Ingibergur Kort Sigurðsson jafnaði metin skömmu fyrir hlé.
Strax á annarri mínútu síðari hálfleiks kom Ignacio Heras Anglada Ólsurum yfir og það var svo Pape Mamadou Faye sem gerði út um leikinn eftir klukkutíma leik.
Ólsarar eru því komnir upp í þriðja sætið. Þar sitja þeir með tíu stig, sex stigum frá toppliðinu og nágrönnum sínum í ÍA. Þróttarar eru í sjöunda sætinu með sjö stig.
Enn og aftur kastaði Njarðvík frá sér sigri en nú gerðu þeir 2-2 jafntefli við Fram á heimavelli.
Bergþór Ingi Smárason kom Njarðvík yfir og Helgi Þór Jónsson tvöfaldaði forystuna en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis í síðari hálfleik og jafnaði metin.
Jöfnunarmarkið kom tveimur mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Njarðvík er í níunda sætinu með sex stig en Fram er í því sjötta með átta stig.
Úrslit og markaskorarar eru fengin frá fótbolti.net.
Ólsarar klifra upp töfluna | Sjáðu mörkin
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn