Guðmundur: Ekki eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2018 19:04 Guðmundur og Gunnar eiga verkefni fyrir höndum á miðvikudaginn. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að of mörg dauðafæri sem fóru í súginn hafi leitt til þess að liðið tapaði með eins marks mun, 28-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2019. „Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur. Við erum ekkert eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér en það hafa mjög góð lið gert,” sagði Guðmundur í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekkert sem kom mér á óvart. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum klókt og stjórnuðum flestum hlutum en það sem var að stríða okkur voru dauðafærin.” Ísland fór með alltof mörg dauðafæri; úr hröðum upphlaupum og af sex metrunum. Guðmundur segir að það sé ekki nógu gott og þurfi að laga fyrir síðari leikinn. „Ég held að við séum að fara með fjórtán til fimmtán dauðafæri og það er mjög dýrt í svona leik þar sem þú ert á útivelli og ekki með neitt með þér.” „Það varð okkur ofviða að vinna leikinn og upphafskaflinn í síðari hálfleik var ekki góður. Þetta er hættulegt að koma inn eftir hálfleik þar sem þú ert yfir, það er falskt öryggi og við fórum illa að ráði sóknarlega.” Íslenska liðið fékk á sig átján mörk í síðari hálfleik og var varnarleikur liðsins dapur en fyrir aftan þennan dapra varnarleik var þó Björgvin Páll Gústavsson sem hélt liðinu á floti. „Þeir keyra þrjú hraðaupphlaup fljótlega í síðari hálfleik og þá var þetta orðið jafn leikur. Það kom óöryggi í vörnina og við misstum Ólaf Gústafsson útaf.” „Hann fékk tvisvar tvær snemma en mér fannst við leysa það vel eins og við gátum. Við töpum maður á móti manni of oft. Þeir spiluðu klókt á okkur í síðari hálfleik og við lentum í basli.” Guðmundur segir að það sé engin svartsýni í sér heldur horfi hann fullur tilhlökkunar til síðari leiksins á miðvikudaginn. „Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt og nú sjáum við hvort að þetta sé 27-27 eða eitthvað annað. Óháð því er ég fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið á miðvikudaginn.” „Við þurfum að fá stuðning áhorfenda og fá fulla höll til þess að fylgja þessu eftir. Við ætlum okkur á HM. Það er ekkert annað í boði,” sagði Guðmundur kokhraustur í leikslok. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að of mörg dauðafæri sem fóru í súginn hafi leitt til þess að liðið tapaði með eins marks mun, 28-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2019. „Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur. Við erum ekkert eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér en það hafa mjög góð lið gert,” sagði Guðmundur í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekkert sem kom mér á óvart. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum klókt og stjórnuðum flestum hlutum en það sem var að stríða okkur voru dauðafærin.” Ísland fór með alltof mörg dauðafæri; úr hröðum upphlaupum og af sex metrunum. Guðmundur segir að það sé ekki nógu gott og þurfi að laga fyrir síðari leikinn. „Ég held að við séum að fara með fjórtán til fimmtán dauðafæri og það er mjög dýrt í svona leik þar sem þú ert á útivelli og ekki með neitt með þér.” „Það varð okkur ofviða að vinna leikinn og upphafskaflinn í síðari hálfleik var ekki góður. Þetta er hættulegt að koma inn eftir hálfleik þar sem þú ert yfir, það er falskt öryggi og við fórum illa að ráði sóknarlega.” Íslenska liðið fékk á sig átján mörk í síðari hálfleik og var varnarleikur liðsins dapur en fyrir aftan þennan dapra varnarleik var þó Björgvin Páll Gústavsson sem hélt liðinu á floti. „Þeir keyra þrjú hraðaupphlaup fljótlega í síðari hálfleik og þá var þetta orðið jafn leikur. Það kom óöryggi í vörnina og við misstum Ólaf Gústafsson útaf.” „Hann fékk tvisvar tvær snemma en mér fannst við leysa það vel eins og við gátum. Við töpum maður á móti manni of oft. Þeir spiluðu klókt á okkur í síðari hálfleik og við lentum í basli.” Guðmundur segir að það sé engin svartsýni í sér heldur horfi hann fullur tilhlökkunar til síðari leiksins á miðvikudaginn. „Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt og nú sjáum við hvort að þetta sé 27-27 eða eitthvað annað. Óháð því er ég fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið á miðvikudaginn.” „Við þurfum að fá stuðning áhorfenda og fá fulla höll til þess að fylgja þessu eftir. Við ætlum okkur á HM. Það er ekkert annað í boði,” sagði Guðmundur kokhraustur í leikslok.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30