Nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júní 2018 12:02 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segir að flokkarnir í meirihluta stefni á að undirrita málefnasamning á þriðjudag. Vísir/Auðunn Níelsson Samfylking, Framsóknarflokkur og L-listi hafa náð saman um myndun meirihluta á Akureyri en málefnasamningur verður um helgina lagður fyrir bakland flokkanna til samþykktar. Að því gefnu að félagsmenn ljái samningnum samþykki sitt koma talsmenn meirihlutasamstarfsins til með að kynna efni nýs málefnasamnings fyrir bæjarbúum á þriðjudag, áður en bæjarstjórnarfundur er settur. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að félagsmenn Samfylkingarinnar hefðu á undanförnum dögum komið að málefnavinnu meirihlutans en um helgina verður farið yfir málefnasamninginn á breiðari og formlegri grundvelli. Oddvitar flokkanna þriggja sögðu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að þeir vildu faglega ráðinn bæjarstjóra en Hilda Jana segir að flokkarnir séu enn sömu skoðunar. Áframhaldandi meirihluti kemur því til að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra því Eiríkur Björn Björgvinsson, núverandi bæjarstjóri á Akureyri, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili.vísir/GvendurEn hvaða eiginleikum þarf nýr bæjarstjóri á Akureyri að búa yfir og eftir hverju leitið þið?„Við erum að leita að hinni fullkomnu mannveru,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. „Nei nei, við erum að leita að einhverjum sem annars vegar leiðir stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma getur bætt við þann hóp sem er í meirihluta; er með aðra styrkleika sem eru mikilvægir. Þetta er ennþá ekkert ákveðið en ég held að það yrði líka mikilvægt að viðkomandi þekkti til stjórnsýslunnar hjá ríkisvaldinu af því það eru stór mál sem eru framundan: Millilandaflug, tengsl við Isavia, raforkuflutningsgjöld, stofnsamningar vegna öldrunarmála, menningarmál og fleira. Það er þetta sem ég hef á bakvið eyrað en við eigum eftir að setja þetta niður,“ segir Hilda Jana sem bætir við að nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu. Í málefnasamningi, sem verður kynntur ítarlega á þriðjudag, eru leikskólamálin í brennidepli: „Það gefur augaleið að það sem við töluðum öll mest um í kosningabaráttunni eru leikskólamálin. Það verður mikil áhersla á þau. Það er eitthvað sem allir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Það er stóra málið.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Samfylking, Framsóknarflokkur og L-listi hafa náð saman um myndun meirihluta á Akureyri en málefnasamningur verður um helgina lagður fyrir bakland flokkanna til samþykktar. Að því gefnu að félagsmenn ljái samningnum samþykki sitt koma talsmenn meirihlutasamstarfsins til með að kynna efni nýs málefnasamnings fyrir bæjarbúum á þriðjudag, áður en bæjarstjórnarfundur er settur. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að félagsmenn Samfylkingarinnar hefðu á undanförnum dögum komið að málefnavinnu meirihlutans en um helgina verður farið yfir málefnasamninginn á breiðari og formlegri grundvelli. Oddvitar flokkanna þriggja sögðu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að þeir vildu faglega ráðinn bæjarstjóra en Hilda Jana segir að flokkarnir séu enn sömu skoðunar. Áframhaldandi meirihluti kemur því til að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra því Eiríkur Björn Björgvinsson, núverandi bæjarstjóri á Akureyri, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili.vísir/GvendurEn hvaða eiginleikum þarf nýr bæjarstjóri á Akureyri að búa yfir og eftir hverju leitið þið?„Við erum að leita að hinni fullkomnu mannveru,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. „Nei nei, við erum að leita að einhverjum sem annars vegar leiðir stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma getur bætt við þann hóp sem er í meirihluta; er með aðra styrkleika sem eru mikilvægir. Þetta er ennþá ekkert ákveðið en ég held að það yrði líka mikilvægt að viðkomandi þekkti til stjórnsýslunnar hjá ríkisvaldinu af því það eru stór mál sem eru framundan: Millilandaflug, tengsl við Isavia, raforkuflutningsgjöld, stofnsamningar vegna öldrunarmála, menningarmál og fleira. Það er þetta sem ég hef á bakvið eyrað en við eigum eftir að setja þetta niður,“ segir Hilda Jana sem bætir við að nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu. Í málefnasamningi, sem verður kynntur ítarlega á þriðjudag, eru leikskólamálin í brennidepli: „Það gefur augaleið að það sem við töluðum öll mest um í kosningabaráttunni eru leikskólamálin. Það verður mikil áhersla á þau. Það er eitthvað sem allir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Það er stóra málið.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36
Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42
L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03