Hvernig brugðust vinnustaðir við #metoo? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 8. júní 2018 07:00 BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða. Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Stjórnendur telja almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Hér á landi eru um 17 þúsund launagreiðendur. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra 100 stærstu, sem flestir ef ekki allir hafa mannauðsstjóra að störfum og jafnvel mannauðsdeild. Eftir stendur spurningin hvernig aðrir íslenskir vinnustaðir hafa brugðist við #metoo umræðunni. Niðurstöður Höllu Maríu sýna hversu mikilvægt það er að hafa eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja að öryggi starfsfólks og jafnrétti kynjanna verði stóreflt líkt og hefur verið skýr krafa #metoo kvenna. Einnig þarf að breyta lögum til að stuðla að því að atvinnurekendur framfylgi skyldum sínum þannig að það varði þá háum sektum ef þeir sinna ekki forvörnum og upprætingu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og annars ofbeldis á vinnustöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu MeToo Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða. Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Stjórnendur telja almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Hér á landi eru um 17 þúsund launagreiðendur. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra 100 stærstu, sem flestir ef ekki allir hafa mannauðsstjóra að störfum og jafnvel mannauðsdeild. Eftir stendur spurningin hvernig aðrir íslenskir vinnustaðir hafa brugðist við #metoo umræðunni. Niðurstöður Höllu Maríu sýna hversu mikilvægt það er að hafa eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja að öryggi starfsfólks og jafnrétti kynjanna verði stóreflt líkt og hefur verið skýr krafa #metoo kvenna. Einnig þarf að breyta lögum til að stuðla að því að atvinnurekendur framfylgi skyldum sínum þannig að það varði þá háum sektum ef þeir sinna ekki forvörnum og upprætingu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og annars ofbeldis á vinnustöðum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun