Ari Steinarsson hefur ráðinn markaðsstjóri Kynnisferða en hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá fyrirtækinu.
Í tilkynningu segir að Ari hafi starfað við stafræna markaðssetningu síðustu ellefu ár og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins á þeim tíma. Hann stofnaði meðal annars fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og þá hefur hann kennt stafræna markaðssetningu hjá Háskólanum í Reykjavík.
Ari stundar nú mastersnám í stafrænni markaðssetningu hjá Digital Marketing Institute. Hann er í sambúð með Írisi Ósk Hjaltadóttur og eiga þau þrjú börn.
