Sjálfstæðisflokkurinn og VG áfram í meirihluta í Mosfellsbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 17:29 Haraldur Sverrisson og Bjarki Bjarnason við undirritun málefnasamningsins. Sjálfstæðiflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð undirrituðu í dag málefnasamning um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en meirihlutasamstarf flokkanna hófst árið 2006. Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí síðastliðinn og VG einn mann. Meirihlutinn telur því alls fimm bæjarfulltrúa en níu manns sitja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í tilkynningu er haft eftir Haraldi að hann sé afar ánægður með niðurstöðuna og samstarfið við VG. „Með okkar góðu gildi að leiðarljósi, virðingu – jákvæðni – framsækni og umhyggju eru okkur allir vegir færir. D- og V- listi hafa verið við stjórnvölinn undanfarin 12 ár og á þeim tíma hefur samfélagið eflst og þjónustan tekið stakkaskiptum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut, gera enn betur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ,“ segir Haraldur. Bjarki Bjarnason, oddviti Vinstri grænna, segir að í málefnasamningnum sem undirritaður var í dag sé talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. „Okkur líst afar vel á starfið fram undan og málefnasamninginn sem var undirritaður við félagsheimilið Hlégarð í blíðskaparveðri. Í samningnum er talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. Mosfellingum fjölgar ört um þessar mundir og við erum reiðubúin að takast á við verkefnin sem stækka með hverju árinu,“ er haft eftir Bjarka í tilkynningu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20 Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sjálfstæðiflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð undirrituðu í dag málefnasamning um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en meirihlutasamstarf flokkanna hófst árið 2006. Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí síðastliðinn og VG einn mann. Meirihlutinn telur því alls fimm bæjarfulltrúa en níu manns sitja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í tilkynningu er haft eftir Haraldi að hann sé afar ánægður með niðurstöðuna og samstarfið við VG. „Með okkar góðu gildi að leiðarljósi, virðingu – jákvæðni – framsækni og umhyggju eru okkur allir vegir færir. D- og V- listi hafa verið við stjórnvölinn undanfarin 12 ár og á þeim tíma hefur samfélagið eflst og þjónustan tekið stakkaskiptum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut, gera enn betur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ,“ segir Haraldur. Bjarki Bjarnason, oddviti Vinstri grænna, segir að í málefnasamningnum sem undirritaður var í dag sé talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. „Okkur líst afar vel á starfið fram undan og málefnasamninginn sem var undirritaður við félagsheimilið Hlégarð í blíðskaparveðri. Í samningnum er talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. Mosfellingum fjölgar ört um þessar mundir og við erum reiðubúin að takast á við verkefnin sem stækka með hverju árinu,“ er haft eftir Bjarka í tilkynningu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20 Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20
Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45
Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25