„Fyrirgefið mér en ég ber ekki virðingu fyrir klámstjörnu á sama veg og ég ber virðingu fyrir vinnandi konu eða góða konu eða konu…sem selur ekki líkama sinn í kynferðislegum tilgangi,“ sagði Guiliani í gær á ráðstefnu í Ísrael.
„Ég meina, hún hefur engan orðstír. Ef þú selur líkama þinn fyrir peninga, hefur þú engan orðstír. Ég er kannski gamaldags, ég veit það ekki.“
Avenatti svaraði Guiliani á CNN í gærkvöldi.
„Giuliani er algjört svín fyrir að tala svona. Hann er í rauninni að segja að konur í klámiðnaðinum hafi engan orðstír og eigi ekki rétt á virðingu. Ég vona svo sannarlega að við séum ekki að nálgast stað þar sem Rudy Giuliani fari að stjórna því hvaða kona eigi skilið virðingu og hver ekki. Þessi ummæli hans eru svínsleg, sérstaklega á þessum tímum og forsetinn ætti að reka hann hið snarasta,“ sagði Avenatti.
Avenatti tjáði sig einnig um Guiliani og Trump á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að Trump hefði ekki verið siðferðislega á móti Stormy Daniels, og öðrum konum, árið 2006 og síðan.
“Mr. Giuliani is an absolute pig for making those comments.”
Stormy Daniels’ attorney Michael Avenatti says Rudy Giuliani's derogatory remarks about his client today were “piggish… disgusting and an outrage” https://t.co/PNCqCkGtqGhttps://t.co/LAgY9SjRD0
— Anderson Cooper 360° (@AC360) June 7, 2018
Mr. Giuliani is a misogynist. His most recent comments regarding my client, who passed a lie detector test and who the American people believe, are disgusting and a disgrace. His client Mr. Trump didn’t seem to have any “moral” issues with her and others back in 2006 and beyond.
— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) June 6, 2018
My client @StormyDaniels should be celebrated for her courage, strength and intelligence. She is one of the most credible people I have ever met regardless of gender. Period. I would be put her character up against Mr. Giuliani’s any day of the week. #Basta
— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) June 7, 2018
If any atty for any Fortune 500 co. made the public comments that Giuliani did yesterday (which he affirmed this morning), they would be immediately fired. Giuliani must be fired by Mr. Trump NOW. Otherwise, it sends a message to the world that the comments are acceptable. #BASTA
— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) June 7, 2018
Trump þvertekur fyrir að það sé rétt en hann og starfsmenn hans hafa hins vegar viðurkennt að hafa greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Þeir segja það þó ekkert koma ásökunum Daniels við.
Trump og Daniels hafa höfðað ýmis mál gegn hvoru öðru. Trump hefur sakað Daniels um að brjóta gegn þagnarsamkomulagi og hún hefur sakað hann um meiðyrði.