Orkuskipti í garðinum Sigurður Friðleifsson skrifar 7. júní 2018 07:00 Til að standast skuldbindingar Íslands varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, þarf hreinlega að snarminnka brennslu á olíu á öllum sviðum. Þó að vegasamgöngur vegi mest í þessari brennslu þá leynast smábrunar víða sem auðvelt er að minnka. Orkuskipti í garðinum eru líklega enn auðveldari en orkuskipti í samgöngum. Nú er vorið komið og margir garðeigendur farnir að gíra sig upp fyrir slátt og klippingar í sumar. Spurningin er hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Bensínsláttuvél brennir mengandi og ósjálfbærri olíu sem kostar peninga. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að bensínsláttuvél eyði rúmlega einum lítra af bensíni á klst. Gefum okkur að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Þetta skilar um 600 þúsund kg af CO2 upp í lofthjúpinn. Þeir sem slá með slíkum fornaldargræjum geta því tæplega montað sig af kolefnisbindingu trjánna í garðinum. Og þetta er ekki allt, því fæstum tekst að fylla á sláttuvélarnar sínar án þess að mengandi og ferskvatnsspillandi bensíndropar leki framhjá. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna áætlar að 65 milljónir lítra leki árlega framhjá sláttuvélum í Bandaríkjunum. Ef garðeigendur vestra eru ekki með einhvern krónískan handskjálfta umfram íslenska garðeigendur, þá myndi slík tala grófreiknast upp á 6 þúsund lítra hér á landi.Auðveld orkuskipti Í dag er á markaðnum mikið framboð af topp sláttuvélum, orfum og hekkklippum sem ganga fyrir útblásturslausri og um 75% hljóðlátari raforku. Nú geta klaufar, sem klippa rafmagnssnúruna alltaf í sundur, líka andað léttar því hægt er að fá allar græjur með rafhlöðu sem hægt er að hlaða og skipta út fyrir aðra fullhlaðna. Það eru meira að segja komnir rafhlöðudrifnir sláttutraktorar á markað fyrir stærri flatir. Ef menn vilja svo vera í sérflokki og slá nágrannanum við í tæknilausnum, þá er um að gera að fjárfesta í sjálfvirkum sláttuþjarka sem sér algerlega um sláttinn fyrir þig og hleður sig sjálfur þess á milli. Svo er líka hægt að einfalda þetta bara og nota vélarlausa sláttuvél sem brennir bara kaloríum. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttuvél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eru mun ódýrari í rekstri og oft ódýrari í innkaupum líka. Þær nota innlenda orku sem mengar ekkert og eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garðslátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinum og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttugræjur í garðinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Sjá meira
Til að standast skuldbindingar Íslands varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, þarf hreinlega að snarminnka brennslu á olíu á öllum sviðum. Þó að vegasamgöngur vegi mest í þessari brennslu þá leynast smábrunar víða sem auðvelt er að minnka. Orkuskipti í garðinum eru líklega enn auðveldari en orkuskipti í samgöngum. Nú er vorið komið og margir garðeigendur farnir að gíra sig upp fyrir slátt og klippingar í sumar. Spurningin er hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Bensínsláttuvél brennir mengandi og ósjálfbærri olíu sem kostar peninga. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að bensínsláttuvél eyði rúmlega einum lítra af bensíni á klst. Gefum okkur að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Þetta skilar um 600 þúsund kg af CO2 upp í lofthjúpinn. Þeir sem slá með slíkum fornaldargræjum geta því tæplega montað sig af kolefnisbindingu trjánna í garðinum. Og þetta er ekki allt, því fæstum tekst að fylla á sláttuvélarnar sínar án þess að mengandi og ferskvatnsspillandi bensíndropar leki framhjá. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna áætlar að 65 milljónir lítra leki árlega framhjá sláttuvélum í Bandaríkjunum. Ef garðeigendur vestra eru ekki með einhvern krónískan handskjálfta umfram íslenska garðeigendur, þá myndi slík tala grófreiknast upp á 6 þúsund lítra hér á landi.Auðveld orkuskipti Í dag er á markaðnum mikið framboð af topp sláttuvélum, orfum og hekkklippum sem ganga fyrir útblásturslausri og um 75% hljóðlátari raforku. Nú geta klaufar, sem klippa rafmagnssnúruna alltaf í sundur, líka andað léttar því hægt er að fá allar græjur með rafhlöðu sem hægt er að hlaða og skipta út fyrir aðra fullhlaðna. Það eru meira að segja komnir rafhlöðudrifnir sláttutraktorar á markað fyrir stærri flatir. Ef menn vilja svo vera í sérflokki og slá nágrannanum við í tæknilausnum, þá er um að gera að fjárfesta í sjálfvirkum sláttuþjarka sem sér algerlega um sláttinn fyrir þig og hleður sig sjálfur þess á milli. Svo er líka hægt að einfalda þetta bara og nota vélarlausa sláttuvél sem brennir bara kaloríum. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttuvél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eru mun ódýrari í rekstri og oft ódýrari í innkaupum líka. Þær nota innlenda orku sem mengar ekkert og eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garðslátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinum og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttugræjur í garðinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun