Orkuskipti í garðinum Sigurður Friðleifsson skrifar 7. júní 2018 07:00 Til að standast skuldbindingar Íslands varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, þarf hreinlega að snarminnka brennslu á olíu á öllum sviðum. Þó að vegasamgöngur vegi mest í þessari brennslu þá leynast smábrunar víða sem auðvelt er að minnka. Orkuskipti í garðinum eru líklega enn auðveldari en orkuskipti í samgöngum. Nú er vorið komið og margir garðeigendur farnir að gíra sig upp fyrir slátt og klippingar í sumar. Spurningin er hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Bensínsláttuvél brennir mengandi og ósjálfbærri olíu sem kostar peninga. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að bensínsláttuvél eyði rúmlega einum lítra af bensíni á klst. Gefum okkur að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Þetta skilar um 600 þúsund kg af CO2 upp í lofthjúpinn. Þeir sem slá með slíkum fornaldargræjum geta því tæplega montað sig af kolefnisbindingu trjánna í garðinum. Og þetta er ekki allt, því fæstum tekst að fylla á sláttuvélarnar sínar án þess að mengandi og ferskvatnsspillandi bensíndropar leki framhjá. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna áætlar að 65 milljónir lítra leki árlega framhjá sláttuvélum í Bandaríkjunum. Ef garðeigendur vestra eru ekki með einhvern krónískan handskjálfta umfram íslenska garðeigendur, þá myndi slík tala grófreiknast upp á 6 þúsund lítra hér á landi.Auðveld orkuskipti Í dag er á markaðnum mikið framboð af topp sláttuvélum, orfum og hekkklippum sem ganga fyrir útblásturslausri og um 75% hljóðlátari raforku. Nú geta klaufar, sem klippa rafmagnssnúruna alltaf í sundur, líka andað léttar því hægt er að fá allar græjur með rafhlöðu sem hægt er að hlaða og skipta út fyrir aðra fullhlaðna. Það eru meira að segja komnir rafhlöðudrifnir sláttutraktorar á markað fyrir stærri flatir. Ef menn vilja svo vera í sérflokki og slá nágrannanum við í tæknilausnum, þá er um að gera að fjárfesta í sjálfvirkum sláttuþjarka sem sér algerlega um sláttinn fyrir þig og hleður sig sjálfur þess á milli. Svo er líka hægt að einfalda þetta bara og nota vélarlausa sláttuvél sem brennir bara kaloríum. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttuvél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eru mun ódýrari í rekstri og oft ódýrari í innkaupum líka. Þær nota innlenda orku sem mengar ekkert og eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garðslátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinum og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttugræjur í garðinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Til að standast skuldbindingar Íslands varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, þarf hreinlega að snarminnka brennslu á olíu á öllum sviðum. Þó að vegasamgöngur vegi mest í þessari brennslu þá leynast smábrunar víða sem auðvelt er að minnka. Orkuskipti í garðinum eru líklega enn auðveldari en orkuskipti í samgöngum. Nú er vorið komið og margir garðeigendur farnir að gíra sig upp fyrir slátt og klippingar í sumar. Spurningin er hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Bensínsláttuvél brennir mengandi og ósjálfbærri olíu sem kostar peninga. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að bensínsláttuvél eyði rúmlega einum lítra af bensíni á klst. Gefum okkur að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Þetta skilar um 600 þúsund kg af CO2 upp í lofthjúpinn. Þeir sem slá með slíkum fornaldargræjum geta því tæplega montað sig af kolefnisbindingu trjánna í garðinum. Og þetta er ekki allt, því fæstum tekst að fylla á sláttuvélarnar sínar án þess að mengandi og ferskvatnsspillandi bensíndropar leki framhjá. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna áætlar að 65 milljónir lítra leki árlega framhjá sláttuvélum í Bandaríkjunum. Ef garðeigendur vestra eru ekki með einhvern krónískan handskjálfta umfram íslenska garðeigendur, þá myndi slík tala grófreiknast upp á 6 þúsund lítra hér á landi.Auðveld orkuskipti Í dag er á markaðnum mikið framboð af topp sláttuvélum, orfum og hekkklippum sem ganga fyrir útblásturslausri og um 75% hljóðlátari raforku. Nú geta klaufar, sem klippa rafmagnssnúruna alltaf í sundur, líka andað léttar því hægt er að fá allar græjur með rafhlöðu sem hægt er að hlaða og skipta út fyrir aðra fullhlaðna. Það eru meira að segja komnir rafhlöðudrifnir sláttutraktorar á markað fyrir stærri flatir. Ef menn vilja svo vera í sérflokki og slá nágrannanum við í tæknilausnum, þá er um að gera að fjárfesta í sjálfvirkum sláttuþjarka sem sér algerlega um sláttinn fyrir þig og hleður sig sjálfur þess á milli. Svo er líka hægt að einfalda þetta bara og nota vélarlausa sláttuvél sem brennir bara kaloríum. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttuvél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eru mun ódýrari í rekstri og oft ódýrari í innkaupum líka. Þær nota innlenda orku sem mengar ekkert og eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garðslátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinum og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttugræjur í garðinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar