Þrautagangan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. júní 2018 10:00 Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknarflokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu. Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frumvarpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar áttu að fá um helming lækkunarinnar. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni. Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnarmyndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og niðurlútur. Það er hörmungarsjón. Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sammála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grátkór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og innilegum skilningi og ekta blíðu. Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkurinn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegsráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað. Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla að hún muni enda með ósköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknarflokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu. Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frumvarpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar áttu að fá um helming lækkunarinnar. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni. Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnarmyndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og niðurlútur. Það er hörmungarsjón. Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sammála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grátkór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og innilegum skilningi og ekta blíðu. Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkurinn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegsráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað. Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla að hún muni enda með ósköpum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun