Núverandi meirihlutatilraun í Reykjavík ekki gengið án fjölgunar borgarfulltrúa Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 19:30 Þeir flokkar sem nú reyna að mynda meirihluta í Reykjavík hefðu ekki náð meirihluta borgarfulltrúa ef þeim hefði ekki verið fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Vinstri græn hefðu ekki náð inn manni. Í sveitarstjórnarkosningunum fyrir rúmri viku fengu þeir flokkar sem áður mynduðu meirihluta í Reykjavík og buðu fram í kosningunum tíu fulltrúa og eftir að Viðreisn hóf viðræður við þá hafa flokkarnir fjórir tólf fulltrúa, sem er lágmarksfjöldi til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa síðan tíu fulltrúa en Sósíalistaflokkurinn ákvað fljótlega eftir kosningar að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum. Borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 23 eftir kosningarnar hinn 26. maí. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þeir flokkar sem nú ræða myndun meirihluta ekki meirihluta borgarfulltrúa á bakvið sig því Vinstri græn hefðu ekki náð inn borgarfulltrúa og Viðreisn fengið einn en ekki tvo fulltrúa. Átta fulltrúa hefði þurft til að mynda meirihluta en Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hefðu fengið sjö menn kjörna. Þá hefði Flokkur fólksins heldur ekki náð inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sex og Miðflokkurinn einn. Viðreisn hefði því hæglega getað myndað meirihluta með þessum tveimur flokkum, en þeir flokkar sem nú tala saman hefðu þurft á fulltrúa Sósíalistaflokksins eða Miðflokksins að halda til að ná að mynda meirihluta. Aðrar samsetningar hefðu vissulega verið mögulegar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu getað myndað stóran meirihluta og Píratar og Sósíalistar hefðu einnig getað farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn þótt það verði að teljast ólíklegt miðað við yfirlýsingar flokkanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ef ekki hefði verið fjölgað í borgarstjórn hefðu ef til vill færri flokkar boðið fram og atkvæði dreifst minna. „Það sést af þessu að það falla færri atkvæði dauð með nýja fyrirkomulaginu. Þannig að fleiri borgarfulltrúar endurspegla þá betur þau fjölbreyttu sjónarmið sem eru á meðal borgarbúa,“ segir Dagur. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32 „Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þeir flokkar sem nú reyna að mynda meirihluta í Reykjavík hefðu ekki náð meirihluta borgarfulltrúa ef þeim hefði ekki verið fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Vinstri græn hefðu ekki náð inn manni. Í sveitarstjórnarkosningunum fyrir rúmri viku fengu þeir flokkar sem áður mynduðu meirihluta í Reykjavík og buðu fram í kosningunum tíu fulltrúa og eftir að Viðreisn hóf viðræður við þá hafa flokkarnir fjórir tólf fulltrúa, sem er lágmarksfjöldi til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa síðan tíu fulltrúa en Sósíalistaflokkurinn ákvað fljótlega eftir kosningar að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum. Borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 23 eftir kosningarnar hinn 26. maí. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þeir flokkar sem nú ræða myndun meirihluta ekki meirihluta borgarfulltrúa á bakvið sig því Vinstri græn hefðu ekki náð inn borgarfulltrúa og Viðreisn fengið einn en ekki tvo fulltrúa. Átta fulltrúa hefði þurft til að mynda meirihluta en Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hefðu fengið sjö menn kjörna. Þá hefði Flokkur fólksins heldur ekki náð inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sex og Miðflokkurinn einn. Viðreisn hefði því hæglega getað myndað meirihluta með þessum tveimur flokkum, en þeir flokkar sem nú tala saman hefðu þurft á fulltrúa Sósíalistaflokksins eða Miðflokksins að halda til að ná að mynda meirihluta. Aðrar samsetningar hefðu vissulega verið mögulegar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu getað myndað stóran meirihluta og Píratar og Sósíalistar hefðu einnig getað farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn þótt það verði að teljast ólíklegt miðað við yfirlýsingar flokkanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ef ekki hefði verið fjölgað í borgarstjórn hefðu ef til vill færri flokkar boðið fram og atkvæði dreifst minna. „Það sést af þessu að það falla færri atkvæði dauð með nýja fyrirkomulaginu. Þannig að fleiri borgarfulltrúar endurspegla þá betur þau fjölbreyttu sjónarmið sem eru á meðal borgarbúa,“ segir Dagur.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32 „Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32
„Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45
Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41