„Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2018 15:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að málefnin ráði för í viðræðum en jafnframt að Þórdís Lóa yrði frábær borgarstjóri. Vísir/Eyþór „Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær. Ég hef þekkt hana í gegnum tíðina, hún er fylgin sér, hún þekkir vel mál og setur sig vel inn í málin. Ég held hún yrði frábær borgarstjóri,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík, sem þessa dagana á í viðræðum um myndun meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum. Þrátt fyrir að Þorgerður treysti Þórdísi Lóu hvað best til þess að gegna stöðu borgarstjóra segir hún að málefnin ráði för í viðræðunum. „Við höfum nálgast þetta út frá málefnunum og ef málefnin eru skýr og við sjáum raunverulegar breytingar að þá segi ég, fyrir mína parta, að þau skipta meira máli en borgarstjórastóllinn sjálfur. Að því sögðu er ég ekki að segja að það sé sjálfgefið að borgarstjórinn verði með einhverjum tilteknum hætti, við skulum bara tala hreint út, að það verði Dagur eða einhver af þessum fjórum,“ segir Þorgerður sem var gestur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu.Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar funda stíft þessa dagana og reyna að ná saman um málefni.vísir/sigurjonNiðurstaða kosninga ákall um breytingar Þorgerður segir að staða Viðreisnar í viðræðunum sé gríðarlega sterk. Hún þvertekur fyrir það að Viðreisn sé að hlaupa í skarðið fyrir Bjarta Framtíð og að framlengja líftíma fráfarandi meirihluta. „Þau eru mjög meðvituð um það, Þórdís Lóa og Pawel [Bartoszek] að niðurstaða kosninga er líka ákall um ákveðnar breytingar, við verðum að átta okkur á því að gamli meirihlutinn var með 63% fylgi. Flokkarnir sem eru eftir eru með 38% fylgi. Það þýðir ekkert að segja að við komum í staðinn fyrir Bjarta framtíð, það vantar töluvert mikið upp á að ná þessum 63%. Það segir svolítið mikið og á að veita Viðreisn, að mínu mati, sterka stöðu til þess að ná fram málefnum sem hafa raunverulega þýðingu fyrir borgarbúa og því sem við töluðum fyrir, sérstaklega að einfalda líf bæði heimila fólks og fyrirtækja í borginni.“ Þorgerður bætir þó við að fólk verði að hafa það hugfast að um margra flokka samvinnu er að ræða og við slíkar aðstæður þurfi bæði að fara í málamiðlanir og nálgast málefnin af virðingu. Viðreisn nær fótfestu Þorgerður er gríðarlega ánægð með árangur hins unga stjórnmálaflokks Viðreisnar. Flokkurinn kom vel út úr kosningum í Kraganum og Reykjavík auk þess Viðreisn hefur átt í samstarfi við aðra flokka úti á landi eins og samstarfið með Pírötum í Árborg. En betur mál ef duga skal segir Þorgerður: „Það er augljóst að við eigum ákveðið svona kjarnafylgi á suðvestur horninu og við ætlum að færa okkur út víðar. Við þurfum að ná betur til landsbyggðarinnar svo ég fari svolítið í sjálfsgagnrýni. Við þurfum að sýna fólki fram á það að það sem við erum helst að tala um sem er stærsta hagsmunamál heimilanna sem er nýr gjaldmiðill að það skiptir fjölskyldurnar, hvort sem þær eru hérna á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni, meginmáli.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 „Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 5. júní 2018 10:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær. Ég hef þekkt hana í gegnum tíðina, hún er fylgin sér, hún þekkir vel mál og setur sig vel inn í málin. Ég held hún yrði frábær borgarstjóri,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík, sem þessa dagana á í viðræðum um myndun meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum. Þrátt fyrir að Þorgerður treysti Þórdísi Lóu hvað best til þess að gegna stöðu borgarstjóra segir hún að málefnin ráði för í viðræðunum. „Við höfum nálgast þetta út frá málefnunum og ef málefnin eru skýr og við sjáum raunverulegar breytingar að þá segi ég, fyrir mína parta, að þau skipta meira máli en borgarstjórastóllinn sjálfur. Að því sögðu er ég ekki að segja að það sé sjálfgefið að borgarstjórinn verði með einhverjum tilteknum hætti, við skulum bara tala hreint út, að það verði Dagur eða einhver af þessum fjórum,“ segir Þorgerður sem var gestur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu.Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar funda stíft þessa dagana og reyna að ná saman um málefni.vísir/sigurjonNiðurstaða kosninga ákall um breytingar Þorgerður segir að staða Viðreisnar í viðræðunum sé gríðarlega sterk. Hún þvertekur fyrir það að Viðreisn sé að hlaupa í skarðið fyrir Bjarta Framtíð og að framlengja líftíma fráfarandi meirihluta. „Þau eru mjög meðvituð um það, Þórdís Lóa og Pawel [Bartoszek] að niðurstaða kosninga er líka ákall um ákveðnar breytingar, við verðum að átta okkur á því að gamli meirihlutinn var með 63% fylgi. Flokkarnir sem eru eftir eru með 38% fylgi. Það þýðir ekkert að segja að við komum í staðinn fyrir Bjarta framtíð, það vantar töluvert mikið upp á að ná þessum 63%. Það segir svolítið mikið og á að veita Viðreisn, að mínu mati, sterka stöðu til þess að ná fram málefnum sem hafa raunverulega þýðingu fyrir borgarbúa og því sem við töluðum fyrir, sérstaklega að einfalda líf bæði heimila fólks og fyrirtækja í borginni.“ Þorgerður bætir þó við að fólk verði að hafa það hugfast að um margra flokka samvinnu er að ræða og við slíkar aðstæður þurfi bæði að fara í málamiðlanir og nálgast málefnin af virðingu. Viðreisn nær fótfestu Þorgerður er gríðarlega ánægð með árangur hins unga stjórnmálaflokks Viðreisnar. Flokkurinn kom vel út úr kosningum í Kraganum og Reykjavík auk þess Viðreisn hefur átt í samstarfi við aðra flokka úti á landi eins og samstarfið með Pírötum í Árborg. En betur mál ef duga skal segir Þorgerður: „Það er augljóst að við eigum ákveðið svona kjarnafylgi á suðvestur horninu og við ætlum að færa okkur út víðar. Við þurfum að ná betur til landsbyggðarinnar svo ég fari svolítið í sjálfsgagnrýni. Við þurfum að sýna fólki fram á það að það sem við erum helst að tala um sem er stærsta hagsmunamál heimilanna sem er nýr gjaldmiðill að það skiptir fjölskyldurnar, hvort sem þær eru hérna á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni, meginmáli.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 „Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 5. júní 2018 10:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50
„Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 5. júní 2018 10:41
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent