Gummi Gumm: Ég er algjörlega kominn í gírinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júní 2018 14:46 Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Litháen á föstudaginn í fyrri leik liðsins í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní en sigurvegarinn fær farseðilinn á næsta stórmót.Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 16 manna hóp sem ferðast út á fimmtudaginn og spilar fyrri leikinn en hann valdi upphaflega 30 til æfinga í síðasta mánuði. Litháen er ekki risi í bransanum en þeir sem að þekkja Guðmund Guðmundsson vita að hann virðir mótherjann meira en nokkur annar maður og það verður ekkert gefið eftir í þessu einvígi. „Þetta er ekkert þekktasta landslið heims en við erum búnir að skoða þá vel og við sjáum að þeir eru með mjög frambærilegt lið. Verkefnið er mjög mikilvægt því við viljum komast inn á næsta HM í Danmörku í Þýskalandi,“ segir Guðmundur.Hópurinn sem Guðmundur valdi.mynd/hsíMikilvægir leikir „Við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Þetta er erfiður útivöllur. Litháar hafa spilað vel á heimavelli, til dæmis á móti Noregi og Frakklandi og eru því með sjálfstraust.“ Guðmundur hefur sagt oft eftir að hann tók við liðinu að það taki um þrjú ár að koma þessu „nýja“ liði upp í hæstu hæðir og því hlýtur að vera rosalega mikilvægt að missa ekki út stórmót í þeirri þróun. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum á tímamótum sem lið því það er svo gríðarleg endurnýjun í liðinu. Þarna eru að stíga sín fyrstu skref ungir leikmenn og aðrir sem hafa ekki spilað með landsliðinu í nokkur ár. Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa. Það er spennandi en líka krefjandi,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkur á því að við þurfum að hafa fyrir sigri í hverjum einasta leik. Það er ekkert gefið fyrirfram í þessu.“Gummi Gumm er kominn í gírinnvísirÍ gírnum næstu vikuna Landsliðsþjálfarinn hefur ekki getað hætt að brosa eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn fyrr á árinu en hann meðal annars virkilega ánægður með frammistöðu strákanna á æfingamótinu í Noregi í mars. Nú eru aftur á móti gríðarlega mikilvægir leikir framundan og þá er það bara harkan sex. „Ég er bara kominn algjörlega í gírinn og einbeitingin er 100 prósent á þetta verkefni. Ég er vanur því að vilja brosa eftir leikina,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég nýt þess að starfa með leikmönnunum og liðinu. Æfingarnar í síðustu viku voru algjörlega stórkostlegar þannig vonandi skilar það sér bara inn í leikina. Ég er kominn í minn einbeitingargír og mun halda honum fram yfir síðari leikinnm,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Litháen á föstudaginn í fyrri leik liðsins í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní en sigurvegarinn fær farseðilinn á næsta stórmót.Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 16 manna hóp sem ferðast út á fimmtudaginn og spilar fyrri leikinn en hann valdi upphaflega 30 til æfinga í síðasta mánuði. Litháen er ekki risi í bransanum en þeir sem að þekkja Guðmund Guðmundsson vita að hann virðir mótherjann meira en nokkur annar maður og það verður ekkert gefið eftir í þessu einvígi. „Þetta er ekkert þekktasta landslið heims en við erum búnir að skoða þá vel og við sjáum að þeir eru með mjög frambærilegt lið. Verkefnið er mjög mikilvægt því við viljum komast inn á næsta HM í Danmörku í Þýskalandi,“ segir Guðmundur.Hópurinn sem Guðmundur valdi.mynd/hsíMikilvægir leikir „Við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Þetta er erfiður útivöllur. Litháar hafa spilað vel á heimavelli, til dæmis á móti Noregi og Frakklandi og eru því með sjálfstraust.“ Guðmundur hefur sagt oft eftir að hann tók við liðinu að það taki um þrjú ár að koma þessu „nýja“ liði upp í hæstu hæðir og því hlýtur að vera rosalega mikilvægt að missa ekki út stórmót í þeirri þróun. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum á tímamótum sem lið því það er svo gríðarleg endurnýjun í liðinu. Þarna eru að stíga sín fyrstu skref ungir leikmenn og aðrir sem hafa ekki spilað með landsliðinu í nokkur ár. Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa. Það er spennandi en líka krefjandi,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkur á því að við þurfum að hafa fyrir sigri í hverjum einasta leik. Það er ekkert gefið fyrirfram í þessu.“Gummi Gumm er kominn í gírinnvísirÍ gírnum næstu vikuna Landsliðsþjálfarinn hefur ekki getað hætt að brosa eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn fyrr á árinu en hann meðal annars virkilega ánægður með frammistöðu strákanna á æfingamótinu í Noregi í mars. Nú eru aftur á móti gríðarlega mikilvægir leikir framundan og þá er það bara harkan sex. „Ég er bara kominn algjörlega í gírinn og einbeitingin er 100 prósent á þetta verkefni. Ég er vanur því að vilja brosa eftir leikina,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég nýt þess að starfa með leikmönnunum og liðinu. Æfingarnar í síðustu viku voru algjörlega stórkostlegar þannig vonandi skilar það sér bara inn í leikina. Ég er kominn í minn einbeitingargír og mun halda honum fram yfir síðari leikinnm,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47
Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56