Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV, er ekki með í hópnum en hann er meiddur. Aron Rafn var heldur ekki með í apríl vegna meiðsla.
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa fengið frí í apríl og tekur hann sætið af Bjarka Má Elíssyni.
Fyrri leikurinn er út í Litháen og fer fram á föstudagskvöldið en seinni leikurinn er í Laugardalshöllinni í næstu viku. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum spilar á HM 2019.
Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins eftir að Guðmundur tók við liðinu á nýjan leik en liðið tók þátt í æfingamóti í Noregi í apríl og spilaði þá þrjá leiki.
Guðmundur valdi 30 mann æfingahóp um miðjan maí en hefur nú skorið hann niður um fjórtán leikmenn.
Sjáðu blaðamannafundinn:
Guðmundur valdi marga unga leikmenn í apríl en aðeins einn þeirra náði að vinna sér sæti í liðinu með frammistöðu sinni þar og það var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar Örn var einmitt kosinn leikmaður ársins á dögunum.
Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Örn Júlíusson detta sem dæmi allir út.
Sex leikmenn í hópnum voru ekki á EM í Króatíu en það eru Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Þór Ingason, Ólafur Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ragnar Jóhannsson og Vignir Svavarsson. Það hefur því orðið talsvert breyting á liðinu.
Þeir sem voru á EM eru ekki með nú eru þeir Kári Kristjánsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Gunnarsson.

Markverðir
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar
Vinstra hornmenn
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick Szeged
Vinstri skyttur
Aron Pálmarsson, Barcelona
Daníel Þór Ingason, Haukar
Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad
Ólafur Gústafsson, KIF Kolding København
Miðjumenn
Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold
Hægri skyttur
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol
Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Hægri hornamenn
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC
Línumenn
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland
Leikmennirnir fjórtán sem duttu út úr hópnum voru:
Alexander Örn Júlíusson, Valur
Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram
Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Einar Sverrisson, Selfoss
Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH
Haukur Þrastarson, Selfoss
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
Ólafur Bjarki Ragnarsson, West Wien
Teitur Einarsson, Selfoss
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Vignir Stefánsson, Valur
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram
Ýmir Örn Gíslason, Valur