EasyJet fjárfestir í Dohop Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. júní 2018 00:00 Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop. VÍSIR/STEFÁN KARLSSON Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur lánað íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Dohop 2,25 milljónir evra, jafnvirði 279 milljóna króna. Flugfélagið getur breytt láninu í 15 prósenta hlut í Dohop við lok lánstímans. Þetta staðfestir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „EasyJet á í nánu samstarfi við Dohop. Flugfélagið býður upp á vöruna Worldwide by EasyJet sem aðstoðar viðskiptavini við að finna tengiflug í gegnum önnur flugfélög. Tæknin er knúin af Dohop og EasyJet lítur á þetta verkefni sem lykilstef í vexti félagsins til framtíðar,“ segir Davíð í samtali við Markaðinn sem bendir á að miðað við farþegafjölda sé EasyJet áttunda stærsta flugfélag í heimi. Starfsmenn Dohop séu um 35. Að hans sögn liggur tvennt til grundvallar fjárfestingunni í Dohop. Annars vegar sé EasyJet að tryggja að nýsköpunarfyrirtækið hafi fjárhagslegt bolmagn til að takast á við krefjandi verkefni fyrir flugfélagið. Hins vegar sé um stórt fjárfestingartækifæri að ræða sem þeir vilji taka þátt í. Rætur Dohop liggja í að finna hagkvæmustu flugfargjöldin fyrir viðskiptavini í gegnum netið. „Á þeim markaði er hart barist. Í gegnum þá vinnu bjuggum við til tækni sem enginn annar í heiminum býður upp á og hentar vel fyrir lággjaldaflugfélög sem vilja fara í samstarf við önnur flugfélög um að finna tengiflug. Dohop stendur frammi fyrir áhugaverðu tækifæri og er áhersla fyrirtækisins nú meira á því sviði þótt áfram verði boðið upp á flugleit á vefnum okkar. Við erum í viðræðum við um 100 flugfélög í fimm heimsálfum um samstarf. Núna erum við með einn viðskiptavin á þessu sviði en reiknum með að þeir verði fjölmargir í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. 19. júlí 2017 10:00 EasyJet semur við Dohop um flugbókunarvef Breska flugfélagið easyJet kynnir í dag nýja vöru, Worldwide by easyJet, sem knúin er af tækni frá íslenska fyrirtækinu Dohop. 13. september 2017 15:56 Nýsköpunarsjóðurinn með 9,5 prósent í Dohop Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur eignast 9,45 prósenta hlut í flugleitarvefnum Dohop eftir að sjóðurinn breytti 10 milljóna króna láni til félagsins í hlutafé. 14. febrúar 2018 06:45 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur lánað íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Dohop 2,25 milljónir evra, jafnvirði 279 milljóna króna. Flugfélagið getur breytt láninu í 15 prósenta hlut í Dohop við lok lánstímans. Þetta staðfestir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „EasyJet á í nánu samstarfi við Dohop. Flugfélagið býður upp á vöruna Worldwide by EasyJet sem aðstoðar viðskiptavini við að finna tengiflug í gegnum önnur flugfélög. Tæknin er knúin af Dohop og EasyJet lítur á þetta verkefni sem lykilstef í vexti félagsins til framtíðar,“ segir Davíð í samtali við Markaðinn sem bendir á að miðað við farþegafjölda sé EasyJet áttunda stærsta flugfélag í heimi. Starfsmenn Dohop séu um 35. Að hans sögn liggur tvennt til grundvallar fjárfestingunni í Dohop. Annars vegar sé EasyJet að tryggja að nýsköpunarfyrirtækið hafi fjárhagslegt bolmagn til að takast á við krefjandi verkefni fyrir flugfélagið. Hins vegar sé um stórt fjárfestingartækifæri að ræða sem þeir vilji taka þátt í. Rætur Dohop liggja í að finna hagkvæmustu flugfargjöldin fyrir viðskiptavini í gegnum netið. „Á þeim markaði er hart barist. Í gegnum þá vinnu bjuggum við til tækni sem enginn annar í heiminum býður upp á og hentar vel fyrir lággjaldaflugfélög sem vilja fara í samstarf við önnur flugfélög um að finna tengiflug. Dohop stendur frammi fyrir áhugaverðu tækifæri og er áhersla fyrirtækisins nú meira á því sviði þótt áfram verði boðið upp á flugleit á vefnum okkar. Við erum í viðræðum við um 100 flugfélög í fimm heimsálfum um samstarf. Núna erum við með einn viðskiptavin á þessu sviði en reiknum með að þeir verði fjölmargir í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. 19. júlí 2017 10:00 EasyJet semur við Dohop um flugbókunarvef Breska flugfélagið easyJet kynnir í dag nýja vöru, Worldwide by easyJet, sem knúin er af tækni frá íslenska fyrirtækinu Dohop. 13. september 2017 15:56 Nýsköpunarsjóðurinn með 9,5 prósent í Dohop Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur eignast 9,45 prósenta hlut í flugleitarvefnum Dohop eftir að sjóðurinn breytti 10 milljóna króna láni til félagsins í hlutafé. 14. febrúar 2018 06:45 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. 19. júlí 2017 10:00
EasyJet semur við Dohop um flugbókunarvef Breska flugfélagið easyJet kynnir í dag nýja vöru, Worldwide by easyJet, sem knúin er af tækni frá íslenska fyrirtækinu Dohop. 13. september 2017 15:56
Nýsköpunarsjóðurinn með 9,5 prósent í Dohop Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur eignast 9,45 prósenta hlut í flugleitarvefnum Dohop eftir að sjóðurinn breytti 10 milljóna króna láni til félagsins í hlutafé. 14. febrúar 2018 06:45