Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 19:55 Salan á Skeljungi til þeirra Svanhildar og Guðmundar og annarra fjárfesta fór fram árið 2008. vísir/pjetur Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Er rannsóknin komin til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins en umfangsmiklar aðgerðir fóru fram á fimmtudagsmorgun í tengslum við rannsókn þess sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld og fólu í sér handtökur og húsleitir þar sem hald var lagt á gögn, skjöl og tölvur. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var þeim sem handteknir voru því sleppt að loknum skýrslutökum. Um var að ræða fyrstu aðgerðir héraðssaksóknara í tengslum við málið og eru eiginlegar rannsóknaraðgerðir embættisins því tiltölulega stutt á veg komnar.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, keyptu ásamt öðrum fjárfestum meirihluta í Skeljungi árið 2008.vísir/anton brinkDaginn eftir að ráðist var í aðgerðirnar, það er síðastliðinn föstudag, var tilkynnt um það að Svanhildur Nanna léti af stjórnarformennsku í VÍS. Hún situr þó áfram í stjórninni en í yfirlýsingu sem hún sendi RÚV í kvöld vegna málsins segir hún kaupin hafa borið að með eðlilegum hætti: „Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni eyða öllum vafa um réttmæti þeirra. Við höfum veitt fulltrúum héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem þeir hafa óskað eftir og munum áfram aðstoða þá við rannsóknina. Við höfum að eigin frumkvæði greint Fjármálaeftirlitinu frá henni, stjórnendum og regluvörðum þeirra skráðu félaga sem við tökum þátt í að stýra. Rétt er að árétta, að þau félög tengjast rannsókninni ekki á nokkurn hátt. Við munum áfram sitja í stjórnum félaganna, en Svanhildur Nanna ákvað að láta öðrum eftir stjórnarformennsku í VÍS hf. á meðan rannsóknin stendur yfir. Við væntum þess að málið fái skjóta meðferð og rannsóknin gangi hratt fyrir sig,“ segir í yfirlýsingunni en hjónin Svanhildur og Guðmundur eru á meðal stærstu hluthafa í VÍS. Salan á Skeljungi og P/F Magn var skoðuð hjá bankanum sjálfum eftir að Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem grunur lék á að starfsmenn bankans hefðu hagnast óeðlilega mikið á sölum í hlutum í félögunum og að þau hefðu verið seld á undirverði. Sú skoðun bankans leiddi hins vegar ekkert grunsamlegt í ljós en Íslandsbanki ákvað engu að síður að taka málið upp aftur fyrir tveimur árum og kæra þrjá einstaklinga sem henni tengdust til lögreglu, að því er segir í frétt RÚV. Þar kemur jafnframt fram að sá sem hélt utan um söluna hjá Glitni hafi verið Einar Örn Ólafsson sem síðar var ráðinn forstjóri Skeljungs af þeim Svanhildi og Guðmundi. Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Er rannsóknin komin til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins en umfangsmiklar aðgerðir fóru fram á fimmtudagsmorgun í tengslum við rannsókn þess sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld og fólu í sér handtökur og húsleitir þar sem hald var lagt á gögn, skjöl og tölvur. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var þeim sem handteknir voru því sleppt að loknum skýrslutökum. Um var að ræða fyrstu aðgerðir héraðssaksóknara í tengslum við málið og eru eiginlegar rannsóknaraðgerðir embættisins því tiltölulega stutt á veg komnar.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, keyptu ásamt öðrum fjárfestum meirihluta í Skeljungi árið 2008.vísir/anton brinkDaginn eftir að ráðist var í aðgerðirnar, það er síðastliðinn föstudag, var tilkynnt um það að Svanhildur Nanna léti af stjórnarformennsku í VÍS. Hún situr þó áfram í stjórninni en í yfirlýsingu sem hún sendi RÚV í kvöld vegna málsins segir hún kaupin hafa borið að með eðlilegum hætti: „Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni eyða öllum vafa um réttmæti þeirra. Við höfum veitt fulltrúum héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem þeir hafa óskað eftir og munum áfram aðstoða þá við rannsóknina. Við höfum að eigin frumkvæði greint Fjármálaeftirlitinu frá henni, stjórnendum og regluvörðum þeirra skráðu félaga sem við tökum þátt í að stýra. Rétt er að árétta, að þau félög tengjast rannsókninni ekki á nokkurn hátt. Við munum áfram sitja í stjórnum félaganna, en Svanhildur Nanna ákvað að láta öðrum eftir stjórnarformennsku í VÍS hf. á meðan rannsóknin stendur yfir. Við væntum þess að málið fái skjóta meðferð og rannsóknin gangi hratt fyrir sig,“ segir í yfirlýsingunni en hjónin Svanhildur og Guðmundur eru á meðal stærstu hluthafa í VÍS. Salan á Skeljungi og P/F Magn var skoðuð hjá bankanum sjálfum eftir að Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem grunur lék á að starfsmenn bankans hefðu hagnast óeðlilega mikið á sölum í hlutum í félögunum og að þau hefðu verið seld á undirverði. Sú skoðun bankans leiddi hins vegar ekkert grunsamlegt í ljós en Íslandsbanki ákvað engu að síður að taka málið upp aftur fyrir tveimur árum og kæra þrjá einstaklinga sem henni tengdust til lögreglu, að því er segir í frétt RÚV. Þar kemur jafnframt fram að sá sem hélt utan um söluna hjá Glitni hafi verið Einar Örn Ólafsson sem síðar var ráðinn forstjóri Skeljungs af þeim Svanhildi og Guðmundi.
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira