Innlent

Tveir enn á gjörgæslu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Sex hafa verið útskrifaðir frá Landspítala eftir umferðarslys við Saltvík á Vesturlandsvegi í gær. Þrír af þeim níu sem fluttir voru á Landspítalann í gær vegna slyssins dvelja þar enn.

Þar af eru tveir á gjörgæslu og einn á almennri legudeild eftir áreksturinn sem varð á á áttunda tímanum í gærkvöldi. Um var að ræða árekstur fólksbíls og hópferðabifreiðar, en ökumaður fólksbílsins lést.

Níu voru í hópferðabifreiðinni, einn fullorðinn og átta börn. Öll voru þau flutt á sjúkrahús, fjórir á gjörgæslu og fimm á almenna deild, en sem fyrr segir hafa sex verið útskrifaðir frá Landspítalanum.

Í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á tólfta tímanum í dag kemur fram að erlendur ríkisborgari, karlmaður á fertugsaldri, sem búsettur var hér á landi hafi látist í slysinu. Hann var ökumaður fólksbifreiðarinnar.

Þá óskar lögregla eftir vitnum að árekstrinum. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að honum eða aðdraganda hans eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða senda upplýsingar til lögreglu með tölvupósti á netfangið stella.mjoll@lrh.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×