Tilkynnt var um andlát Dane á Facebook-síðu The Los Angeles Inner City Culture Center þann 26. maí síðastliðinn. Hann var 75 ára þegar hann lést.
Ferill Dane spannaði nær fjóra áratugi en eins og áður sagði er hann þekktastur fyrir hlutverk sitt sem öryggisvörðurinn góðkunni Hank sem vaktaði skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins Dunder Mifflin í bandarísku útgáfu þáttanna The Office. Þá lék hann einnig í sjónvarpsþáttunum The Fresh Prince of Bel-Air, Friends og The West Wing auk kvikmyndinnarinnar Bridesmaids.
Rainn Wilson, meðleikari Dane í The Office, minntist hans á Twitter-reikningi sínum í gær. „Hann var einn sá besti. Svo góðhjartaður, fyndinn, hæfileikaríkur. Við munum öll sakna hans,“ skrifaði Wilson.
RIP Hugh Dane, aka Hank the security guard. He was one of the greats. So kind, funny, talented. We will all miss him. Donations can be made in his name to: https://t.co/z1SAqamWMMpic.twitter.com/ysevEZKOjy
— RainnWilson (@rainnwilson) June 4, 2018