Trump hefur undanfarið ár sett mikla pressu á eigendur NFL-liðanna að refsa þeim leikmönnum sem neiti að standa þegar þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leiki. Það endaði með því að reglunum var breytt og leikmönnum verður refsað ef þeir standa ekki.
Þeir sem vilja ekki standa eru vinsamlegast beðnir um að bíða inn í klefa. Það finnst Trump líka vera dónaskapur.
The Philadelphia Eagles Football Team was invited to the White House. Unfortunately, only a small number of players decided to come, and we canceled the event. Staying in the Locker Room for the playing of our National Anthem is as disrespectful to our country as kneeling. Sorry!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2018
Trump sagði að aðdáendur ættu betra skilið og hætti því við heimboðið. Hann ætlar samt að vera með partí þar sem lúðrasveit og kór hersins leika fyrir dansi. Stuð.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ekkert verður af meistaraheimsókn til Trump. Til að mynda komu NBA-meistarar Golden State ekki heldur í heimsókn á árinu vegna þess að þeir eru ósáttir við forsetann.