Bjartsýn á að þeim takist að mynda meirihluta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. júní 2018 21:30 Meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lauk klukkan fjögur í dag en verður haldið áfram á morgun. Oddvitarnir fjórir eru allir sammála um að vera komnir með málefnasamning vel fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar, sem verður eftir fimmtán daga. Flokkarnir fjórir sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík mættu til síns þriðja fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun en oddvitarnir eru allir bjartsýnir um að meirihlutamyndun takist. „Það gengur vel að fara yfir málin. Við förum yfir málaflokkanna hvern á fætur öðrum en höfum svo sem ekki verið að gefa upp hvern dag hvað við förum yfir hverju sinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Eitthvað virðist þó leka úr fundarherberginu því fjölmiðlar greindu frá því í dag að velferðarmálin hafi verið til umræðu fyrir hádegi og eftir hádegi ræddu fulltrúarnir þjónustu- og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin. „Þetta hefur sinn gang. Við erum að ræða um allt sem að við erum sammála,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, en hún segir þau ekki vera komin í ágreiningsmálin enn sem komið er. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði ekkert mikið bera í milli flokkanna fjögurra. „Það hefur nú bara ekkert stórkostlegt komið upp á og svo mundi ég heldur ekkert segja þér það,“ sagði Þórdís, og brosti á eftir. Miðað við skilaboðin á hurð fundarherbergisins er ljóst að fulltrúarnir flokkanna vilja algjöran frið í viðræðunum, en á þeim stendur í hástöfum: “Ekki koma inn!”. „Við erum svona að fara yfir þetta og sjá hvar við erum samstíga og um hvað við getum sameinast, þannig að við byrjum kannski frá þeim enda. Við tökum svo kannski það sem ber á milli lok dags eða áður en við göngum endanlega frá samningnum,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að þessi meirihluti verði að veruleika segir Þórdís Lóa: „Ég hef fulla trú á því já, en auðvitað eru þetta samningaviðræður, en þegar við fórum af stað, þegar við vorum búin að kortleggja þetta landslag og allir oddvitar búnir að tala hvorn við annan, úr báðum vængjum, að þá vorum við alveg viss um það að þegar við værum af stað, þá færum við í þeirri trú að við myndum klára þetta. En samningaviðræður eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt. Það er bara þannig.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lauk klukkan fjögur í dag en verður haldið áfram á morgun. Oddvitarnir fjórir eru allir sammála um að vera komnir með málefnasamning vel fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar, sem verður eftir fimmtán daga. Flokkarnir fjórir sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík mættu til síns þriðja fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun en oddvitarnir eru allir bjartsýnir um að meirihlutamyndun takist. „Það gengur vel að fara yfir málin. Við förum yfir málaflokkanna hvern á fætur öðrum en höfum svo sem ekki verið að gefa upp hvern dag hvað við förum yfir hverju sinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Eitthvað virðist þó leka úr fundarherberginu því fjölmiðlar greindu frá því í dag að velferðarmálin hafi verið til umræðu fyrir hádegi og eftir hádegi ræddu fulltrúarnir þjónustu- og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin. „Þetta hefur sinn gang. Við erum að ræða um allt sem að við erum sammála,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, en hún segir þau ekki vera komin í ágreiningsmálin enn sem komið er. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði ekkert mikið bera í milli flokkanna fjögurra. „Það hefur nú bara ekkert stórkostlegt komið upp á og svo mundi ég heldur ekkert segja þér það,“ sagði Þórdís, og brosti á eftir. Miðað við skilaboðin á hurð fundarherbergisins er ljóst að fulltrúarnir flokkanna vilja algjöran frið í viðræðunum, en á þeim stendur í hástöfum: “Ekki koma inn!”. „Við erum svona að fara yfir þetta og sjá hvar við erum samstíga og um hvað við getum sameinast, þannig að við byrjum kannski frá þeim enda. Við tökum svo kannski það sem ber á milli lok dags eða áður en við göngum endanlega frá samningnum,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að þessi meirihluti verði að veruleika segir Þórdís Lóa: „Ég hef fulla trú á því já, en auðvitað eru þetta samningaviðræður, en þegar við fórum af stað, þegar við vorum búin að kortleggja þetta landslag og allir oddvitar búnir að tala hvorn við annan, úr báðum vængjum, að þá vorum við alveg viss um það að þegar við værum af stað, þá færum við í þeirri trú að við myndum klára þetta. En samningaviðræður eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt. Það er bara þannig.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50