Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 23:30 Embættismaður á vegum Norður-Kóreu færð Donald Trump bréf frá Kim Jong-un í vikunni. Vísir/Getty Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. Eftir að hafa tilkynnt nokkuð óvænt í fyrri viku um að ekkert yrði af fundinum tilkynnti Trump á föstudag að stefnt væri að því að halda fundinn sögulega þann 12. júní næstkomandi í Singapore.Washington Post greinir frá því í kvöld að vegna þess hversu viðskiptaþvinganir Vesturveldanna og annarra ríkja hafi leikið Norður-Kóreu grátt hafi Kim Jong-un farið fram á það að annað ríki greiði fyrir hótelherbergi hans í Singapore á meðan fundinum stendur. Bandaríska blaðið greinir frá því að Kim hafi krafist þess að gista í svítu á hinu fimm stjörnu Fullerton-hóteli í Singapore, þar sem nóttin kostar sex þúsund dollara, um 600 þúsund krónur. Eru embættismenn Bandaríkjanna sagðir vera tilbúnir til þess að verða við þeirri ósk en einnig sé til skoðunar að yfirvöld í Singapore greiði reikninginn. Þá hafa ICAN-samtökin sem helga sig baráttunni gegn kjarnorkuvopnavá boðist til þess að greiða reikninginn með hluta verðlaunafésins sem samtökin fengu þegar þau hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Enn á eftir að ákveða nákvæma staðsetningu fyrir fund leiðtoganna tveggja en talið er að helst sé verið að horfa til hótels á eyjunni Sentosa, undan ströndum Singapore. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. Eftir að hafa tilkynnt nokkuð óvænt í fyrri viku um að ekkert yrði af fundinum tilkynnti Trump á föstudag að stefnt væri að því að halda fundinn sögulega þann 12. júní næstkomandi í Singapore.Washington Post greinir frá því í kvöld að vegna þess hversu viðskiptaþvinganir Vesturveldanna og annarra ríkja hafi leikið Norður-Kóreu grátt hafi Kim Jong-un farið fram á það að annað ríki greiði fyrir hótelherbergi hans í Singapore á meðan fundinum stendur. Bandaríska blaðið greinir frá því að Kim hafi krafist þess að gista í svítu á hinu fimm stjörnu Fullerton-hóteli í Singapore, þar sem nóttin kostar sex þúsund dollara, um 600 þúsund krónur. Eru embættismenn Bandaríkjanna sagðir vera tilbúnir til þess að verða við þeirri ósk en einnig sé til skoðunar að yfirvöld í Singapore greiði reikninginn. Þá hafa ICAN-samtökin sem helga sig baráttunni gegn kjarnorkuvopnavá boðist til þess að greiða reikninginn með hluta verðlaunafésins sem samtökin fengu þegar þau hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Enn á eftir að ákveða nákvæma staðsetningu fyrir fund leiðtoganna tveggja en talið er að helst sé verið að horfa til hótels á eyjunni Sentosa, undan ströndum Singapore.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59