Verðum að vera afar snöggir og skarpir í hugsun í leik okkar Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2018 10:45 Heimir Hallgrímsson gefur leikmönnum skipanir á æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur nýhafið lokahnykkinn í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Rússlandi eftir tæpar tvær vikur. Hluti af þeim undirbúningi er leikur íslenska liðsins gegn Noregi á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins fyrir stóru stundina, en Gana mætir á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið. Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í hádeginu í gær og þar fór hann yfir stöðuna á íslenska liðinu, hvernig hann hygðist nota leikina sem fram undan eru og hvað liðið væri að fara yfir á æfingunum fram að fyrsta leik á HM. „Það eru allir leikmenn liðsins leikfærir fyrir utan Aron Einar [Gunnarsson]. Aron Einar er á réttri leið í bataferli sínu og gæti mögulega spilað, en það væri ofboðslega óskynsamlegt. Gylfi Þór [Sigurðsson] er leikfær, en við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort og þá hversu mikið hann tekur þátt í leikjunum á móti Noregi og svo í leiknum gegn Gana,“ sagði Heimir um stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins. „Við munum nýta þessi leiki til þess að bæta okkur í að vera sneggri í því að taka ákvarðanir í leik okkar. Við erum að fara að mæta afar sterkum þjóðum á HM og þegar þú mætir jafn öflugum leikmönnum og bíða okkar þá þarftu að vera hraður í þinni ákvörðunartöku, en á sama tíma að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Heimir aðspurður um hvað hann vildi fá út úr leikjunum á móti Noregi og Gana. „Leikmenn eru svo á mismunandi stað hvað varðar leikform og við munum taka mið af því þegar við ákveðum spiltíma leikmanna. Við munum fara yfir ýmis taktísk atriði og skerpa á okkar áherslum um leið og við erum að spila okkur í betra leikform. Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á það að vera skarpir og snarpir í okkar aðgerðum,“ sagði Heimir enn fremur þegar hann var spurður út í hvað hann vildi fá út úr leikjunum. „Vissulega verður sérstakt að mæta góðum vini mínum, Lars Lagerbäck, og liðin vita bæði upp á hár hvernig andstæðingurinn spilar. Það má segja að bæði lið séu að líta í spegil og leikurinn mun ekki vinnast á því að annar hvor aðilinn komi hinum á óvart. Það er heldur ekki aðalatriðið í leiknum á morgun. Við viljum bara góða frammistöðu og að leikmenn fái mikið út úr leiknum hvað það varðar að komast í gott leikform,“ sagði Heimir. „Við þurfum að læra marga hluti fram að móti og leikmenn eru að innbyrða mikið magn af upplýsingum á skömmum tíma. Það er hins vegar eitthvað sem þeir eru vanir að gera og ég hef engar áhyggjur af því að þeir höndli það ekki. Við erum að fara á stærra svið en við höfum farið áður á, en markmiðið er ávallt það sama, að bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik,“ sagði Heimir um komandi verkefni hjá liðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur nýhafið lokahnykkinn í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Rússlandi eftir tæpar tvær vikur. Hluti af þeim undirbúningi er leikur íslenska liðsins gegn Noregi á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins fyrir stóru stundina, en Gana mætir á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið. Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í hádeginu í gær og þar fór hann yfir stöðuna á íslenska liðinu, hvernig hann hygðist nota leikina sem fram undan eru og hvað liðið væri að fara yfir á æfingunum fram að fyrsta leik á HM. „Það eru allir leikmenn liðsins leikfærir fyrir utan Aron Einar [Gunnarsson]. Aron Einar er á réttri leið í bataferli sínu og gæti mögulega spilað, en það væri ofboðslega óskynsamlegt. Gylfi Þór [Sigurðsson] er leikfær, en við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort og þá hversu mikið hann tekur þátt í leikjunum á móti Noregi og svo í leiknum gegn Gana,“ sagði Heimir um stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins. „Við munum nýta þessi leiki til þess að bæta okkur í að vera sneggri í því að taka ákvarðanir í leik okkar. Við erum að fara að mæta afar sterkum þjóðum á HM og þegar þú mætir jafn öflugum leikmönnum og bíða okkar þá þarftu að vera hraður í þinni ákvörðunartöku, en á sama tíma að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Heimir aðspurður um hvað hann vildi fá út úr leikjunum á móti Noregi og Gana. „Leikmenn eru svo á mismunandi stað hvað varðar leikform og við munum taka mið af því þegar við ákveðum spiltíma leikmanna. Við munum fara yfir ýmis taktísk atriði og skerpa á okkar áherslum um leið og við erum að spila okkur í betra leikform. Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á það að vera skarpir og snarpir í okkar aðgerðum,“ sagði Heimir enn fremur þegar hann var spurður út í hvað hann vildi fá út úr leikjunum. „Vissulega verður sérstakt að mæta góðum vini mínum, Lars Lagerbäck, og liðin vita bæði upp á hár hvernig andstæðingurinn spilar. Það má segja að bæði lið séu að líta í spegil og leikurinn mun ekki vinnast á því að annar hvor aðilinn komi hinum á óvart. Það er heldur ekki aðalatriðið í leiknum á morgun. Við viljum bara góða frammistöðu og að leikmenn fái mikið út úr leiknum hvað það varðar að komast í gott leikform,“ sagði Heimir. „Við þurfum að læra marga hluti fram að móti og leikmenn eru að innbyrða mikið magn af upplýsingum á skömmum tíma. Það er hins vegar eitthvað sem þeir eru vanir að gera og ég hef engar áhyggjur af því að þeir höndli það ekki. Við erum að fara á stærra svið en við höfum farið áður á, en markmiðið er ávallt það sama, að bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik,“ sagði Heimir um komandi verkefni hjá liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira