Viðskiptamálastjóri ESB segir tollastríð ekki hafið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2018 08:00 Donald Trump, ?forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta leikur hættulegan leik með því að leggja tolla á evrópskt stál og ál. Þetta sagði Cecilia Malmström, viðskiptamálastjóri Evrópusambandsins, í gær. Varaði hún forsetann við því að hinir nýju tollar gætu haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir ríki Evrópusambandsins og bandaríska neytendur. Evrópusambandið hefur nú þegar birt tíu blaðsíðna lista af nýjum tollum á bandarískar vörur. Á þeim lista má meðal annars finna Harley-Davidson mótorhjól og bandarískt bourbon-viskí. Þá eru bæði Kanada og Mexíkó að undirbúa sams konar gagnaðgerðir. Malmström tók þó fram að þrátt fyrir mótvægisaðgerðirnar væri Evrópusambandið ekki í tollastríði við Bandaríkin. „Þetta er erfitt ástand, það er það sem þetta er. Ástandið batnar eingöngu ef Bandaríkin draga til baka aðgerðir sínar gegn Evrópusambandinu,“ sagði viðskiptamálastjórinn. Greint var frá þessum ál- og stáltollum fyrst í mars. Trump forseti heimilaði hins vegar undanþágur frá þeim á meðan stjórnvöld settust að samningaborði til að ræða málið. Á fimmtudaginn sagði Wilbur Ross, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna, svo frá því að viðræðurnar hefðu ekki gengið nógu vel til þess að hætt yrði við tollalagninguna. – þea Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta leikur hættulegan leik með því að leggja tolla á evrópskt stál og ál. Þetta sagði Cecilia Malmström, viðskiptamálastjóri Evrópusambandsins, í gær. Varaði hún forsetann við því að hinir nýju tollar gætu haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir ríki Evrópusambandsins og bandaríska neytendur. Evrópusambandið hefur nú þegar birt tíu blaðsíðna lista af nýjum tollum á bandarískar vörur. Á þeim lista má meðal annars finna Harley-Davidson mótorhjól og bandarískt bourbon-viskí. Þá eru bæði Kanada og Mexíkó að undirbúa sams konar gagnaðgerðir. Malmström tók þó fram að þrátt fyrir mótvægisaðgerðirnar væri Evrópusambandið ekki í tollastríði við Bandaríkin. „Þetta er erfitt ástand, það er það sem þetta er. Ástandið batnar eingöngu ef Bandaríkin draga til baka aðgerðir sínar gegn Evrópusambandinu,“ sagði viðskiptamálastjórinn. Greint var frá þessum ál- og stáltollum fyrst í mars. Trump forseti heimilaði hins vegar undanþágur frá þeim á meðan stjórnvöld settust að samningaborði til að ræða málið. Á fimmtudaginn sagði Wilbur Ross, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna, svo frá því að viðræðurnar hefðu ekki gengið nógu vel til þess að hætt yrði við tollalagninguna. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila