Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2018 09:00 Zoran Zaev og Alexis Tsipras, forsætisráðherrar Makedóníu og Grikklands, freista þess nú að leysa þessa 27 ára löngu nafnadeilu. NORDICPHOTOS/AFP Löngu áður en Jesú Kristur fæddist í Betlehem stofnaði Karanos nokkur konungsríkið Makedóníu á því svæði sem Grikkland og Makedónía nútímans mætast. Árið var 808 fyrir Krist og lifði konungsríkið allt þar til 168 fyrir Krist áður en það átti stutta endurkomu frá 150 til 148 fyrir Krist. Konungar hins forna konungsríkis voru mýmargir. Raunar svo margir að á árinu 393 fyrir Krist einu saman voru fimm mismunandi konungar. Þótt nöfn þeirra fæstra séu meðalmanninum kunn hefur einn þessara konunga orðið svo gott sem ódauðlegur. Sá maður vermdi sætið frá 336 til 323 fyrir Krist og hét Alexander þriðji af Makedóníu, einnig kallaður Alexander mikli. Undir hans stjórn höfðu Makedóníumenn sigur í tugum orrusta og leysti Alexander ýmis álitamál, meðal annars þegar hann skar á Gordíonshnútinn margrómaða í stað þess að leysa hann. Annars konar Gordíonshnútur hefur valdið töluverðri togstreitu á þessu sama landsvæði nú rúmum 2.000 árum síðar. Allt frá árinu 1991 hafa Grikkir og Makedóníumenn nútímans tekist á um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. En nú virðist lausnin vera í sjónmáli. Grikkir og Makedóníumenn eru komnir með sverð sín á loft og hnúturinn bíður skurðarins.Makedónía eða FYROM Þegar Júgóslavía var að liðast í sundur í upphafi tíunda áratugarins ákváðu valdamenn í Skopje að lýsa yfir sjálfstæði. Var því stofnað Lýðveldið Makedónía með Skopje sem höfuðborg. Í ljósi hinnar sögulegu Makedóníu urðu nýju nágrannarnir í Grikklandi hins vegar nokkuð ósáttir við nafnavalið. Á árdögum deilunnar höfðu Grikkir áhyggjur af því að hinir nýju Makedóníumenn vildu, með nafnið af vopni, taka þann hluta Grikklands sem nú kallast gríska Makedónía. Um er að ræða 33.177 ferkílómetra svæði, stærstu stjórnsýslueiningu Grikklands, með Þessalóníku sem höfuðborg. Alls búa 2,4 milljónir svokallaðra Suður-Makedóníumanna í héraðinu en líkt og ríkið í norðri er héraðið innan sögulegra landamarka hins forna konungsríkis. Þættir deilunnar eru þó fleiri. Þjóðflokkurinn Makedóníumenn, algjörlega ótengdur hinum slavnesku Makedóníumönnum sem eru í miklum meirihluta í Makedóníu, býr í grísku Makedóníu. Þá þykir Grikkjum erfitt að Slavarnir í norðri eigni sér Alexander mikla og hafa því krafist þess í áraraðir að Makedónía nútímans verði einfaldlega kölluð FYROM, eða Fyrrverandi júgóslavneska lýðveldið Makedónía (e. Former Yugoslav Republic of Macedonia). Undir því nafni fékk Makedónía svo aðild að Sameinuðu þjóðunum árið 1993. Grikkir eiga bæði aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópusambandinu. Slíka aðild ásælast Makedóníumenn. En þar sem Grikkir hafa neitunarvald gagnvart hugsanlegum aðildarríkjum hefur sú aðild ekki fengist.Breyttir tímar En nú eru breyttir tímar. Þjóðernishyggjuflokkurinn VMRO-DPMNE missti meirihluta sinn á þingi árið 2016, eftir að hafa farið með völdin í tíu ár þar á undan. Þótt flokkurinn héldi stöðu sinni sem stærsti flokkur makedónskra stjórnmála mynduðu allir aðrir flokkar sem náðu sæti á þingi meirihluta og skildu þjóðernishyggjumennina eftir úti í kuldanum. Forsvarsmaður þessa nýja meirihluta, Zoran Zaev, varð forsætisráðherra. Í kosningabaráttu sinni hét hann því að hann myndi beita sér fyrir því að leysa hina áratuga löngu deilu við Grikki og nú virðist Zaev ætla að standa við orð sín. Eftir þreifingar árið 2017 var ákveðið að hefja viðræður á ný undir leiðsögn Sameinuðu þjóðanna þann 17. janúar síðastliðinn. Undanfarna mánuði hafa því sendiherrar, utanríkisráðherrar, jafnvel forsætisráðherrar rætt saman um hvernig leysa beri deiluna.Vika er langur tími Á síðustu sjö dögum hér um bil hefur mikið gerst. Grikkinn Níkos Kotsías og Makedóníumaðurinn Níkóla Dímítrov, utanríkisráðherrar ríkjanna tveggja, funduðu alla síðustu helgi og teiknuðu upp drög að samkomulagi á milli ríkjanna sem svo var sent forsætisráðherrunum tveimur. Þessa sömu helgi hitti Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þá Zoran Zaev og Gjorge Ívanov, forsætisráðherra og forseta Makedóníu. Deutsche Welle greindi frá fundinum og sagði að þar hefði Juncker hrósað mönnunum sérstaklega fyrir hversu hratt þeir hafa gengið til verka við að leysa deiluna. Sagði Juncker að eftir að deilan verði formlega leyst gætu viðræður um aðild Makedóníu að Evrópusambandinu hafist innan fáeinna mánaða. Lýsti Juncker jafnframt hrifningu sinni á því að Makedóníumenn hafi breytt nafni flugvallarins í Skopje til að greiða fyrir viðræðunum. Völlurinn hét áður Flugvöllur Alexanders mikla í Skopje en nafninu var breytt í Alþjóðaflugvöllurinn í Skopje. „Það er stórkostlegt að sjá eitthvað gerast með flugvöllinn,“ hafði Deutsche Welle eftir Juncker. Þjóðin fær að ráða Á blaðamannafundi í vikunni tilkynnti Zaev forsætisráðherra svo að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um nýtt nafn Makedóníu eftir að samningar hefðu náðst við Grikki. Sagði hann á fundinum að Grikkir og Makedóníumenn væru nú sammála um alla stærstu þætti viðræðnanna. „Það verður þjóðaratkvæðagreiðsla, þjóðin fær að ráða,“ sagði Zaev. Zaev sagði að eftir að þjóðþing ríkjanna tveggja hefðu lögfest samkomulagið gæti þjóðaratkvæðagreiðsla farið fram. Um það bil þrjátíu dagar myndu líða á milli og nefndi Zaev að gengið yrði að kjörborðinu í september eða október. Samkvæmt Deutsche Welle liggur á að leysa málið áður en Atlantshafsbandalagsríkin funda þann 11. og 12. júlí næstkomandi. „Við viljum gefa Grikkjum tíma svo þeir geti greint NATO frá málinu. Ég er viss um að lausnin sé í sjónmáli. Líkurnar á því að við náum að leysa þessa löngu deilu eru miklar. Við viljum leysa þetta fyrir 20. júní,“ sagði Zaev. Og eftir að málið verður leyst býst Zaev við því að NATO-aðild fylgi fljótlega í kjölfarið. Aðild að Evrópusambandinu komi svo með tíð og tíma.Ekki enn í höfn En þótt stór skref hafi verið stigin hefur enn ekki verið höggvið á hnútinn. Heimildarmaður AP innan grísku ríkisstjórnarinnar sagði í gær ólíklegt að samningar næðust á næstu dögum vegna tregðu Makedóníumanna til að fylgja þeim viðmiðum sem samþykkt hafi verið um samningaviðræðurnar. Símtali Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, og Makedóníumannsins Zaev, sem átti að verða um helgina, yrði frestað en Zaev hafði áður sagt að það ætti að fara fram í gær. Þá greindi fréttastofan AP einnig frá því í gær að Ívanov Makedóníuforseti hefði sagst andvígur því að Makedóníumenn þyrftu að breyta heiti Makedóníu innanlands, vildi sum sé enn þá tala um Makedóníu á innlendum vettvangi. Grikkir hafa hins vegar krafist þess að nafninu verði breytt innan lands sem utan. Þrátt fyrir þetta hafa Grikkir og Makedóníumenn aldrei verið eins nærri því að leysa þessa 27 ára deilu, líkt og Zaev sagði á blaðamannafundinum í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Makedónía Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Löngu áður en Jesú Kristur fæddist í Betlehem stofnaði Karanos nokkur konungsríkið Makedóníu á því svæði sem Grikkland og Makedónía nútímans mætast. Árið var 808 fyrir Krist og lifði konungsríkið allt þar til 168 fyrir Krist áður en það átti stutta endurkomu frá 150 til 148 fyrir Krist. Konungar hins forna konungsríkis voru mýmargir. Raunar svo margir að á árinu 393 fyrir Krist einu saman voru fimm mismunandi konungar. Þótt nöfn þeirra fæstra séu meðalmanninum kunn hefur einn þessara konunga orðið svo gott sem ódauðlegur. Sá maður vermdi sætið frá 336 til 323 fyrir Krist og hét Alexander þriðji af Makedóníu, einnig kallaður Alexander mikli. Undir hans stjórn höfðu Makedóníumenn sigur í tugum orrusta og leysti Alexander ýmis álitamál, meðal annars þegar hann skar á Gordíonshnútinn margrómaða í stað þess að leysa hann. Annars konar Gordíonshnútur hefur valdið töluverðri togstreitu á þessu sama landsvæði nú rúmum 2.000 árum síðar. Allt frá árinu 1991 hafa Grikkir og Makedóníumenn nútímans tekist á um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. En nú virðist lausnin vera í sjónmáli. Grikkir og Makedóníumenn eru komnir með sverð sín á loft og hnúturinn bíður skurðarins.Makedónía eða FYROM Þegar Júgóslavía var að liðast í sundur í upphafi tíunda áratugarins ákváðu valdamenn í Skopje að lýsa yfir sjálfstæði. Var því stofnað Lýðveldið Makedónía með Skopje sem höfuðborg. Í ljósi hinnar sögulegu Makedóníu urðu nýju nágrannarnir í Grikklandi hins vegar nokkuð ósáttir við nafnavalið. Á árdögum deilunnar höfðu Grikkir áhyggjur af því að hinir nýju Makedóníumenn vildu, með nafnið af vopni, taka þann hluta Grikklands sem nú kallast gríska Makedónía. Um er að ræða 33.177 ferkílómetra svæði, stærstu stjórnsýslueiningu Grikklands, með Þessalóníku sem höfuðborg. Alls búa 2,4 milljónir svokallaðra Suður-Makedóníumanna í héraðinu en líkt og ríkið í norðri er héraðið innan sögulegra landamarka hins forna konungsríkis. Þættir deilunnar eru þó fleiri. Þjóðflokkurinn Makedóníumenn, algjörlega ótengdur hinum slavnesku Makedóníumönnum sem eru í miklum meirihluta í Makedóníu, býr í grísku Makedóníu. Þá þykir Grikkjum erfitt að Slavarnir í norðri eigni sér Alexander mikla og hafa því krafist þess í áraraðir að Makedónía nútímans verði einfaldlega kölluð FYROM, eða Fyrrverandi júgóslavneska lýðveldið Makedónía (e. Former Yugoslav Republic of Macedonia). Undir því nafni fékk Makedónía svo aðild að Sameinuðu þjóðunum árið 1993. Grikkir eiga bæði aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópusambandinu. Slíka aðild ásælast Makedóníumenn. En þar sem Grikkir hafa neitunarvald gagnvart hugsanlegum aðildarríkjum hefur sú aðild ekki fengist.Breyttir tímar En nú eru breyttir tímar. Þjóðernishyggjuflokkurinn VMRO-DPMNE missti meirihluta sinn á þingi árið 2016, eftir að hafa farið með völdin í tíu ár þar á undan. Þótt flokkurinn héldi stöðu sinni sem stærsti flokkur makedónskra stjórnmála mynduðu allir aðrir flokkar sem náðu sæti á þingi meirihluta og skildu þjóðernishyggjumennina eftir úti í kuldanum. Forsvarsmaður þessa nýja meirihluta, Zoran Zaev, varð forsætisráðherra. Í kosningabaráttu sinni hét hann því að hann myndi beita sér fyrir því að leysa hina áratuga löngu deilu við Grikki og nú virðist Zaev ætla að standa við orð sín. Eftir þreifingar árið 2017 var ákveðið að hefja viðræður á ný undir leiðsögn Sameinuðu þjóðanna þann 17. janúar síðastliðinn. Undanfarna mánuði hafa því sendiherrar, utanríkisráðherrar, jafnvel forsætisráðherrar rætt saman um hvernig leysa beri deiluna.Vika er langur tími Á síðustu sjö dögum hér um bil hefur mikið gerst. Grikkinn Níkos Kotsías og Makedóníumaðurinn Níkóla Dímítrov, utanríkisráðherrar ríkjanna tveggja, funduðu alla síðustu helgi og teiknuðu upp drög að samkomulagi á milli ríkjanna sem svo var sent forsætisráðherrunum tveimur. Þessa sömu helgi hitti Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þá Zoran Zaev og Gjorge Ívanov, forsætisráðherra og forseta Makedóníu. Deutsche Welle greindi frá fundinum og sagði að þar hefði Juncker hrósað mönnunum sérstaklega fyrir hversu hratt þeir hafa gengið til verka við að leysa deiluna. Sagði Juncker að eftir að deilan verði formlega leyst gætu viðræður um aðild Makedóníu að Evrópusambandinu hafist innan fáeinna mánaða. Lýsti Juncker jafnframt hrifningu sinni á því að Makedóníumenn hafi breytt nafni flugvallarins í Skopje til að greiða fyrir viðræðunum. Völlurinn hét áður Flugvöllur Alexanders mikla í Skopje en nafninu var breytt í Alþjóðaflugvöllurinn í Skopje. „Það er stórkostlegt að sjá eitthvað gerast með flugvöllinn,“ hafði Deutsche Welle eftir Juncker. Þjóðin fær að ráða Á blaðamannafundi í vikunni tilkynnti Zaev forsætisráðherra svo að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um nýtt nafn Makedóníu eftir að samningar hefðu náðst við Grikki. Sagði hann á fundinum að Grikkir og Makedóníumenn væru nú sammála um alla stærstu þætti viðræðnanna. „Það verður þjóðaratkvæðagreiðsla, þjóðin fær að ráða,“ sagði Zaev. Zaev sagði að eftir að þjóðþing ríkjanna tveggja hefðu lögfest samkomulagið gæti þjóðaratkvæðagreiðsla farið fram. Um það bil þrjátíu dagar myndu líða á milli og nefndi Zaev að gengið yrði að kjörborðinu í september eða október. Samkvæmt Deutsche Welle liggur á að leysa málið áður en Atlantshafsbandalagsríkin funda þann 11. og 12. júlí næstkomandi. „Við viljum gefa Grikkjum tíma svo þeir geti greint NATO frá málinu. Ég er viss um að lausnin sé í sjónmáli. Líkurnar á því að við náum að leysa þessa löngu deilu eru miklar. Við viljum leysa þetta fyrir 20. júní,“ sagði Zaev. Og eftir að málið verður leyst býst Zaev við því að NATO-aðild fylgi fljótlega í kjölfarið. Aðild að Evrópusambandinu komi svo með tíð og tíma.Ekki enn í höfn En þótt stór skref hafi verið stigin hefur enn ekki verið höggvið á hnútinn. Heimildarmaður AP innan grísku ríkisstjórnarinnar sagði í gær ólíklegt að samningar næðust á næstu dögum vegna tregðu Makedóníumanna til að fylgja þeim viðmiðum sem samþykkt hafi verið um samningaviðræðurnar. Símtali Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, og Makedóníumannsins Zaev, sem átti að verða um helgina, yrði frestað en Zaev hafði áður sagt að það ætti að fara fram í gær. Þá greindi fréttastofan AP einnig frá því í gær að Ívanov Makedóníuforseti hefði sagst andvígur því að Makedóníumenn þyrftu að breyta heiti Makedóníu innanlands, vildi sum sé enn þá tala um Makedóníu á innlendum vettvangi. Grikkir hafa hins vegar krafist þess að nafninu verði breytt innan lands sem utan. Þrátt fyrir þetta hafa Grikkir og Makedóníumenn aldrei verið eins nærri því að leysa þessa 27 ára deilu, líkt og Zaev sagði á blaðamannafundinum í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Makedónía Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira