Blikar slógu KR-inga út │Eva Lind og Rio með þrennur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 21:22 Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss. Stórleikur dagsins var viðureing KR og Breiðabliks í Vesturbænum. Alexandra Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á 14. mínútu. Markið kom eftir að Hrafnhildur Agnarsdóttir hafði varið skallabolta í slánna og þaðan datt boltinn fyrir Alexöndru. Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en uppskáru ekki fleiri mörk, 1-0 sigur staðreynd og bikarmeistararnir frá 2016 búnir að hefna fyrir lélegt bikargengi síðasta sumar þar sem liðið féll út á þessu stigi keppninnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti Fjölni. Selfoss er nýliði í Pepsideildinni þetta tímabilið en Fjölnir situr á botni Inkassodeildarinnar. Barbara Sól Gísladóttir var búin að koma Selfyssingum yfir strax á 13. mínútu og Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum seinna. Eva Lind var hvergi nærri hætt. Hún bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Selfyssinga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu eftir frábæran sprett. Austur á Egilsstöðum, eða nánar tiltekið í Fellabæ, sóttu Grindvíkingar lið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis heim. Þar var það Rio Hardy sem var allt í öllu en hún skoraði tvö mörk á sex mínútum seint í fyrri hálfleik og bætti því þriðja við úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í millitíðinni hafði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu. Inkassodeildar lið Fylkis sló út Pepsideildarlið HK/Víkings í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. ÍR bar sigurorð af Aftureldingu/Fram í Mosfellsbæ. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom gestunum yfir snemma leiks og Sandra Dögg Bjarnadóttir innsiglaði 2-0 sigur á 70. mínútu. 16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum. Þar mætast meðal annars Þór/KA og Stjarnan í stórleik umferðarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 16:20 og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net og Úrslit.net. Íslenski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss. Stórleikur dagsins var viðureing KR og Breiðabliks í Vesturbænum. Alexandra Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á 14. mínútu. Markið kom eftir að Hrafnhildur Agnarsdóttir hafði varið skallabolta í slánna og þaðan datt boltinn fyrir Alexöndru. Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en uppskáru ekki fleiri mörk, 1-0 sigur staðreynd og bikarmeistararnir frá 2016 búnir að hefna fyrir lélegt bikargengi síðasta sumar þar sem liðið féll út á þessu stigi keppninnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti Fjölni. Selfoss er nýliði í Pepsideildinni þetta tímabilið en Fjölnir situr á botni Inkassodeildarinnar. Barbara Sól Gísladóttir var búin að koma Selfyssingum yfir strax á 13. mínútu og Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum seinna. Eva Lind var hvergi nærri hætt. Hún bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Selfyssinga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu eftir frábæran sprett. Austur á Egilsstöðum, eða nánar tiltekið í Fellabæ, sóttu Grindvíkingar lið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis heim. Þar var það Rio Hardy sem var allt í öllu en hún skoraði tvö mörk á sex mínútum seint í fyrri hálfleik og bætti því þriðja við úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í millitíðinni hafði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu. Inkassodeildar lið Fylkis sló út Pepsideildarlið HK/Víkings í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. ÍR bar sigurorð af Aftureldingu/Fram í Mosfellsbæ. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom gestunum yfir snemma leiks og Sandra Dögg Bjarnadóttir innsiglaði 2-0 sigur á 70. mínútu. 16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum. Þar mætast meðal annars Þór/KA og Stjarnan í stórleik umferðarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 16:20 og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net og Úrslit.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Sjá meira