Hörður Björgvin á leið til CSKA Moskvu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2018 16:45 Hörður Björgvin í leik með Bristol. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsbakvörður í fótbolta, er á leið til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu frá Bristol City á Englandi, samkvæmt heimildum Vísis. Allt er klappað og klárt á milli félaganna, samkvæmt heimildum Vísis, en tilkynnt verður síðar um félagaskiptin og flytur Hörður til höfuðborgar Rússlands þegar heimsmeistaramótinu þar í landi er lokið. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol frá Juventus á Ítalíu sumarið 2016 en hann spilaði 24 leiki í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar af fimmtán sem byrjunarliðsmaður. Hann fékk ekki jafnmikinn spiltíma og hann hefði óskað í deildinni en átti stóran þátt í því að koma liðinu alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem að liðið lagði úrvalsdeildarfélögin Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United á leið sinni. Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann var í EM-hóp Íslands árið 2016 en hirti svo vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni undir lok sama árs og er nú fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins. CSKA Moskva er stórlið í Evrópu en það hefur sex sinnum unnið rússnesku úrvalsdeildina, síðast árið 2016, og átta sinnum hafnað í öðru sæti en liðið fékk einmitt silfrið á síðustu leiktíð sem tryggir því sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hörður Björgvin verður fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á mála hjá liði í Rússlandi en fyrir er þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson sem allir spila fyrir Rostov. Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsbakvörður í fótbolta, er á leið til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu frá Bristol City á Englandi, samkvæmt heimildum Vísis. Allt er klappað og klárt á milli félaganna, samkvæmt heimildum Vísis, en tilkynnt verður síðar um félagaskiptin og flytur Hörður til höfuðborgar Rússlands þegar heimsmeistaramótinu þar í landi er lokið. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol frá Juventus á Ítalíu sumarið 2016 en hann spilaði 24 leiki í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar af fimmtán sem byrjunarliðsmaður. Hann fékk ekki jafnmikinn spiltíma og hann hefði óskað í deildinni en átti stóran þátt í því að koma liðinu alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem að liðið lagði úrvalsdeildarfélögin Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United á leið sinni. Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann var í EM-hóp Íslands árið 2016 en hirti svo vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni undir lok sama árs og er nú fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins. CSKA Moskva er stórlið í Evrópu en það hefur sex sinnum unnið rússnesku úrvalsdeildina, síðast árið 2016, og átta sinnum hafnað í öðru sæti en liðið fékk einmitt silfrið á síðustu leiktíð sem tryggir því sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hörður Björgvin verður fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á mála hjá liði í Rússlandi en fyrir er þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson sem allir spila fyrir Rostov.
Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira