Nýr bæjarstjóri í Eyjum: „Við áttum kannski ekki von á þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 15:05 Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/einar árnason Íris Róbertsdóttir, nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, segir að viðræður við Eyjalistann um nýjan meirihluta í bæjarstjórn hafi gengið vel. Hún segir árangur listans í kosningunum hafa farið fram úr björtustu vonum en Fyrir Heimaey náði þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur í næstu viku að sögn Írisar en spurð út í helstu áherslur flokkanna í bæjarstjórn nefnir hún aukið íbúalýðræði, rafræna stjórnsýslu og aukna áherslu á fræðslumál. „Það er bara það sem við vorum að predika fyrir kosningar. Við lögðum áherslu á aukið íbúalýðræði, við viljum opna bókhaldið og setja aukna áherslu á fræðslumál. Þetta mun koma skýrt fram í málefnasamningnum sem við ætlum að kynna eftir helgi. Eyjalistinn sem er með okkur í þessu samstarfi var með mjög líkar áherslur og við á þessa þætti þannig að þetta mun vera í forgrunni,“ segir Íris í samtali við Vísi.Þurftu að tala sig niður á nokkur mál Spurð út í hvernig viðræðurnar við Eyjalistann hafi gengið segir Íris að það hafi verið nokkur mál sem hafi þurft að tala sig niður á en að góður andi hafi verið í hópnum og að vinnan hafi gengið vel. Fyrir Heimaey er bæjaramálafélag sem var stofnað um miðjan apríl en mikil óánægja hafði kraumað á meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum með að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda kosninganna heldur kaus fulltrúaráðið á milli frambjóðenda í svokallaðri röðun. Írisi, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var boðið þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en þáði það ekki. Hún hafði verið einn helsti talsmaður prófkjörs innan flokksins í Eyjum. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, og má segja að árangur félagsins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag sé eftirtektarverður þar sem oddvitinn er kominn í bæjarstjórastólinn.En áttu Íris og félagar hennar í H-listanum von á þessum árangri í kosningunum? „Við áttum kannski ekki von á þessu. Við vorum að gæla við það að fá tvo, það var markmiðið okkar, en þetta var framar okkar björtustu vonum og erum ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið,“ segir Íris. Og hvernig leggst svo nýja starfið í hana? „Ég er svona ekki alveg búin að ná utan um þetta. En ég hlakka bara til að takast á við nýtt starf og ný verkefni og fóta mig í því.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, segir að viðræður við Eyjalistann um nýjan meirihluta í bæjarstjórn hafi gengið vel. Hún segir árangur listans í kosningunum hafa farið fram úr björtustu vonum en Fyrir Heimaey náði þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur í næstu viku að sögn Írisar en spurð út í helstu áherslur flokkanna í bæjarstjórn nefnir hún aukið íbúalýðræði, rafræna stjórnsýslu og aukna áherslu á fræðslumál. „Það er bara það sem við vorum að predika fyrir kosningar. Við lögðum áherslu á aukið íbúalýðræði, við viljum opna bókhaldið og setja aukna áherslu á fræðslumál. Þetta mun koma skýrt fram í málefnasamningnum sem við ætlum að kynna eftir helgi. Eyjalistinn sem er með okkur í þessu samstarfi var með mjög líkar áherslur og við á þessa þætti þannig að þetta mun vera í forgrunni,“ segir Íris í samtali við Vísi.Þurftu að tala sig niður á nokkur mál Spurð út í hvernig viðræðurnar við Eyjalistann hafi gengið segir Íris að það hafi verið nokkur mál sem hafi þurft að tala sig niður á en að góður andi hafi verið í hópnum og að vinnan hafi gengið vel. Fyrir Heimaey er bæjaramálafélag sem var stofnað um miðjan apríl en mikil óánægja hafði kraumað á meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum með að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda kosninganna heldur kaus fulltrúaráðið á milli frambjóðenda í svokallaðri röðun. Írisi, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var boðið þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en þáði það ekki. Hún hafði verið einn helsti talsmaður prófkjörs innan flokksins í Eyjum. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, og má segja að árangur félagsins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag sé eftirtektarverður þar sem oddvitinn er kominn í bæjarstjórastólinn.En áttu Íris og félagar hennar í H-listanum von á þessum árangri í kosningunum? „Við áttum kannski ekki von á þessu. Við vorum að gæla við það að fá tvo, það var markmiðið okkar, en þetta var framar okkar björtustu vonum og erum ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið,“ segir Íris. Og hvernig leggst svo nýja starfið í hana? „Ég er svona ekki alveg búin að ná utan um þetta. En ég hlakka bara til að takast á við nýtt starf og ný verkefni og fóta mig í því.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45