Hægt að gæða sér á nokkrum réttum án þess að „ganga út með tóma budduna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2018 16:00 Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag. Vísir/Vilhelm Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag og bætist við þegar fjölskrúðuga flóru veitingastaða á hafnarsvæðinu úti á Granda. Mathöllin hefur talsverða sérstöðu meðal annarra veitingahúsa því hún stílar einkum inn á svokallað götufæði (e. streetfood). Mathöllin stendur við Grandagarð 16. Það var mikil spenna og eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður náði tali af Franz Gunnarssyni, viðburða-og markaðsstjóra Granda mathallar. „Það er bara verið að snurfusa síðustu atriðin; gera allt spikk og span.“Það er allt að verða klárt fyrir opnun mathallarinnar á Granda.vísir/vilhelmFyrir þá sem ekki vita, hvað er götufæði?„Í grunninn er „Streetfood“ frumkvöðlastarf. Það er mikið til unnið af einyrkjum eða fjölskyldum sem vinna matinn sjálf, matreiða og standa vaktina. Það eru ekki stórfyrirtæki sem eru á bak við þetta heldur fólkið sjálft sem er að gera þetta. Skammtarnir eru minni, þú ert ekki að fá fulla máltíð og því er þetta ódýrara. Í grunninn voru það Forngrikkir sem steiktu fisk ofan í fátæka fólkið, þannig að þar byrjar þetta,“ segir Franz til útskýringar. Það sé hægt að gæða sér á tveimur til þremur mismunandi réttum án þess að „ganga út með tóma budduna.“ Hann segir að eigendur hafi lagt upp með að hafa eitthvað í boði fyrir alla og að kynna gesti mathallarinnar fyrir alþjóðlegum réttum. Til dæmis verður boðið upp á víetnamskan og kóreskan götubita. „Svo erum við líka með lítinn grænmetismarkað og grænmetisstað. Síðan, til þess að lyfta sér upp, erum við með Micro Roast - Vínbar.“Hefur ekki skapast heilmikið líf upp á síðkastið úti á Granda?„Já, Þetta er bara partur af þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað og mun halda áfram að eiga sér stað úti á Granda,“ segir Franz sem segir marga bíða opnunarinnar með mikilli eftirvæntingu. Fólk hafi að undanförnu verið að gægjast inn um gluggana.Mathöllin á Granda leggur áherslu á svokallað götufæði.vísir/vilhelmÞað er hægt að kaupa náttúruvín á Micro Roast - vínbar frá sérvöldum svæðum.Vísir/vilhelmHeilmikil uppbygging hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu. Grandi Mathöll stendur við Grandagarð 16.vísir/vilhelm Matur Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag og bætist við þegar fjölskrúðuga flóru veitingastaða á hafnarsvæðinu úti á Granda. Mathöllin hefur talsverða sérstöðu meðal annarra veitingahúsa því hún stílar einkum inn á svokallað götufæði (e. streetfood). Mathöllin stendur við Grandagarð 16. Það var mikil spenna og eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður náði tali af Franz Gunnarssyni, viðburða-og markaðsstjóra Granda mathallar. „Það er bara verið að snurfusa síðustu atriðin; gera allt spikk og span.“Það er allt að verða klárt fyrir opnun mathallarinnar á Granda.vísir/vilhelmFyrir þá sem ekki vita, hvað er götufæði?„Í grunninn er „Streetfood“ frumkvöðlastarf. Það er mikið til unnið af einyrkjum eða fjölskyldum sem vinna matinn sjálf, matreiða og standa vaktina. Það eru ekki stórfyrirtæki sem eru á bak við þetta heldur fólkið sjálft sem er að gera þetta. Skammtarnir eru minni, þú ert ekki að fá fulla máltíð og því er þetta ódýrara. Í grunninn voru það Forngrikkir sem steiktu fisk ofan í fátæka fólkið, þannig að þar byrjar þetta,“ segir Franz til útskýringar. Það sé hægt að gæða sér á tveimur til þremur mismunandi réttum án þess að „ganga út með tóma budduna.“ Hann segir að eigendur hafi lagt upp með að hafa eitthvað í boði fyrir alla og að kynna gesti mathallarinnar fyrir alþjóðlegum réttum. Til dæmis verður boðið upp á víetnamskan og kóreskan götubita. „Svo erum við líka með lítinn grænmetismarkað og grænmetisstað. Síðan, til þess að lyfta sér upp, erum við með Micro Roast - Vínbar.“Hefur ekki skapast heilmikið líf upp á síðkastið úti á Granda?„Já, Þetta er bara partur af þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað og mun halda áfram að eiga sér stað úti á Granda,“ segir Franz sem segir marga bíða opnunarinnar með mikilli eftirvæntingu. Fólk hafi að undanförnu verið að gægjast inn um gluggana.Mathöllin á Granda leggur áherslu á svokallað götufæði.vísir/vilhelmÞað er hægt að kaupa náttúruvín á Micro Roast - vínbar frá sérvöldum svæðum.Vísir/vilhelmHeilmikil uppbygging hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu. Grandi Mathöll stendur við Grandagarð 16.vísir/vilhelm
Matur Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira