Hægt að gæða sér á nokkrum réttum án þess að „ganga út með tóma budduna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2018 16:00 Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag. Vísir/Vilhelm Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag og bætist við þegar fjölskrúðuga flóru veitingastaða á hafnarsvæðinu úti á Granda. Mathöllin hefur talsverða sérstöðu meðal annarra veitingahúsa því hún stílar einkum inn á svokallað götufæði (e. streetfood). Mathöllin stendur við Grandagarð 16. Það var mikil spenna og eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður náði tali af Franz Gunnarssyni, viðburða-og markaðsstjóra Granda mathallar. „Það er bara verið að snurfusa síðustu atriðin; gera allt spikk og span.“Það er allt að verða klárt fyrir opnun mathallarinnar á Granda.vísir/vilhelmFyrir þá sem ekki vita, hvað er götufæði?„Í grunninn er „Streetfood“ frumkvöðlastarf. Það er mikið til unnið af einyrkjum eða fjölskyldum sem vinna matinn sjálf, matreiða og standa vaktina. Það eru ekki stórfyrirtæki sem eru á bak við þetta heldur fólkið sjálft sem er að gera þetta. Skammtarnir eru minni, þú ert ekki að fá fulla máltíð og því er þetta ódýrara. Í grunninn voru það Forngrikkir sem steiktu fisk ofan í fátæka fólkið, þannig að þar byrjar þetta,“ segir Franz til útskýringar. Það sé hægt að gæða sér á tveimur til þremur mismunandi réttum án þess að „ganga út með tóma budduna.“ Hann segir að eigendur hafi lagt upp með að hafa eitthvað í boði fyrir alla og að kynna gesti mathallarinnar fyrir alþjóðlegum réttum. Til dæmis verður boðið upp á víetnamskan og kóreskan götubita. „Svo erum við líka með lítinn grænmetismarkað og grænmetisstað. Síðan, til þess að lyfta sér upp, erum við með Micro Roast - Vínbar.“Hefur ekki skapast heilmikið líf upp á síðkastið úti á Granda?„Já, Þetta er bara partur af þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað og mun halda áfram að eiga sér stað úti á Granda,“ segir Franz sem segir marga bíða opnunarinnar með mikilli eftirvæntingu. Fólk hafi að undanförnu verið að gægjast inn um gluggana.Mathöllin á Granda leggur áherslu á svokallað götufæði.vísir/vilhelmÞað er hægt að kaupa náttúruvín á Micro Roast - vínbar frá sérvöldum svæðum.Vísir/vilhelmHeilmikil uppbygging hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu. Grandi Mathöll stendur við Grandagarð 16.vísir/vilhelm Matur Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag og bætist við þegar fjölskrúðuga flóru veitingastaða á hafnarsvæðinu úti á Granda. Mathöllin hefur talsverða sérstöðu meðal annarra veitingahúsa því hún stílar einkum inn á svokallað götufæði (e. streetfood). Mathöllin stendur við Grandagarð 16. Það var mikil spenna og eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður náði tali af Franz Gunnarssyni, viðburða-og markaðsstjóra Granda mathallar. „Það er bara verið að snurfusa síðustu atriðin; gera allt spikk og span.“Það er allt að verða klárt fyrir opnun mathallarinnar á Granda.vísir/vilhelmFyrir þá sem ekki vita, hvað er götufæði?„Í grunninn er „Streetfood“ frumkvöðlastarf. Það er mikið til unnið af einyrkjum eða fjölskyldum sem vinna matinn sjálf, matreiða og standa vaktina. Það eru ekki stórfyrirtæki sem eru á bak við þetta heldur fólkið sjálft sem er að gera þetta. Skammtarnir eru minni, þú ert ekki að fá fulla máltíð og því er þetta ódýrara. Í grunninn voru það Forngrikkir sem steiktu fisk ofan í fátæka fólkið, þannig að þar byrjar þetta,“ segir Franz til útskýringar. Það sé hægt að gæða sér á tveimur til þremur mismunandi réttum án þess að „ganga út með tóma budduna.“ Hann segir að eigendur hafi lagt upp með að hafa eitthvað í boði fyrir alla og að kynna gesti mathallarinnar fyrir alþjóðlegum réttum. Til dæmis verður boðið upp á víetnamskan og kóreskan götubita. „Svo erum við líka með lítinn grænmetismarkað og grænmetisstað. Síðan, til þess að lyfta sér upp, erum við með Micro Roast - Vínbar.“Hefur ekki skapast heilmikið líf upp á síðkastið úti á Granda?„Já, Þetta er bara partur af þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað og mun halda áfram að eiga sér stað úti á Granda,“ segir Franz sem segir marga bíða opnunarinnar með mikilli eftirvæntingu. Fólk hafi að undanförnu verið að gægjast inn um gluggana.Mathöllin á Granda leggur áherslu á svokallað götufæði.vísir/vilhelmÞað er hægt að kaupa náttúruvín á Micro Roast - vínbar frá sérvöldum svæðum.Vísir/vilhelmHeilmikil uppbygging hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu. Grandi Mathöll stendur við Grandagarð 16.vísir/vilhelm
Matur Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira