Allt klappað og klárt með nýjan meirihluta í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júní 2018 10:46 Undirritunin fór fram á lóð Hússins á Eyrarbakka. Á myndinni eru, frá vinstri, Helgi S. Haraldsson, Tómas Ellert Tómasosn, Arna Ír Gunnarsdóttir, Eggert Valur Guðmundsson og Sigurjón Vídalín Guðmundsson. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Í morgun var skrifað undir meirihluasamstarf þeirra flokka sem mynda nýjan meirihluta í Sveitarfélaginu Árborg. Þetta eru flokkarnir Áfram Árborg, Miðflokkurinn, Framsókn og óháðor og Samfylkingunni í Árborg. Forseti bæjarstjórnar í nýrri bæjarstjórn verður Helgi S. Haraldsson frá Framsókn og óháðum og formaður bæjarráðs verður Eggert Valur Guðmundsson, Samfylkingunni. Auglýst verður eftir nýjum bæjarstjóra á næstu dögum Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið í hreinum meirihluta í Árborg síðustu tvö kjörtímabil verður í minnihluta á nýja kjörtímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá málefnasamning nýja meirihlutans: Markmið meirihlutans um rekstur sveitarfélagsins eru eftirfarandi:Fræðslu- og menntamál Boðið verði upp á leikskólapláss fyrir öll börn í Sveitarfélaginu Árborg frá 12 mánaða aldri og tryggt verði að til staðar verði nægjanlegt framboð leikskólarýmis. Leik,- grunn-, og tónlistarkennurum verði tryggð viðunandi starfsaðstaða og sjálfstæði þeirra í starfi aukið og stutt verði við endurmenntunarmöguleika starfsfólk. Systkinaafslættir í leikskólum verði endurskoðaðir. Móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir tvítyngd börn verði efld. Unnið verði með samstilltum aðgerðum gegn einelti og félagslegri einangrun barna í samfélaginu. Tölvukostur og upplýsingakerfi skólanna verði bætt með það að markmiði að styðja börn, foreldra og skóla í að takast á við stafrænan veruleika. Verkmenntun og kennsla í skapandi greinum verði efld. Sérfræðiþjónusta í grunnskólum Árborgar verði efld. Opnunartímar og sumarlokanir leikskóla verði endurskoðaðir í samráði við starfsfólk og foreldra.Atvinnumál Ráðist verði í átak í atvinnuppbyggingu og ferðaþjónustu, þar sem stuðlað verði að nýsköpun og frumkvöðlastarfi í samstarfi við ferðaþjónustuaðila. Sveitarfélagið verði markvisst kynnt sem góður valkostur fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir. Tryggt verði að ætíð sé til staðar sé nægt framboð lóða undir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Mótuð verði atvinnustefna sveitarfélagsins til framtíðar. Leitað verði leiða til að ljúka við Menningarsalinn á Selfossi í samstarfi við aðra aðila.Velferðar- og fjölskyldumál Þrýst verði á ríkisvaldið að tryggt verði að byggð verði næg hjúkrunarrými fyrir aldraða, í takt við íbúaþróun og fyrirsjáanlega þörf á svæðinu. Félagsleg heimaþjónustu verður efld, með það að markmiði að aldraðir geti dvalið lengur heima. Leitað verði eftir samstarfi við SÁÁ um rekstur göngudeildar í sveitarfélaginu. Átak verði gert hjá sveitarfélaginu í ráðningu fólks með skerta starfsgetu og atvinnurekendur á svæðinu hvattir til þess sama. Unnið verði markvisst að því að tryggja framboð á öruggu og ódýru leiguhúsnæði á vegum sveitarfélagsins eða í samstarfi við húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða um byggingu og rekstur íbúða fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Tryggðar verði lóðir fyrir þær byggingar svo hægt verði að fara í framkvæmdir sem fyrst. Hraðað verði uppbyggingu og aukið framboð á íbúðum fyrir fatlað fólk.Íþrótta- og tómstundamál Mótuð verði framtíðarstefna í samráði við íbúa og áhugamannafélög um áherslur og uppbyggingu á aðstöðu til félagsstarfs, íþróttaiðkunar og annars tómstundastarfs. Gerð verði framkvæmdaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í öllu sveitarfélaginu. Tryggt verði að öll börn og unglingar hafi jafna aðgang að íþrótta- og æskulýðsstarfi, óháð efnahag.Umhverfis- og skipulagsmál Unnið verði að framtíðarlausn í fráveitumálum sveitarfélagsins. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030 verði endurskoðað. Mótuð verði heildstæð umhverfisstefna sem tekur á umgengni, sorphirðu, samgöngum, notkun vistvænna vara og minni umbúðanotkun. Sorpflokkun verði aukin, hafin söfnun á lífrænum úrgangi og settir upp grenndarstöðvar á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Unnið verði að svæðisskipulagi með nágrannasveitarfélögum í þeim tilgangi að kortleggja og laða að atvinnustarfsemi. Gjaldskrá Selfossveitna verði endurskoðuð með það að markmiði að gæta jafnræðis meðal allra notenda sveitarfélagsins. Endurskoðað verði fyrirkomulag og aðgengi almenningssamgangna innan sveitarfélagsins. Þrýst verði áfram á stjórnvöld að ráðast í byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá og tvöföldun þjóðvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss.Stjórnsýsla og fjármál Auglýst verði staða bæjarstjóra. Álagningarprósenta fasteignaskatts verði endurmetin og afsláttarreglur endurskoðaðar. Lækkað verði hlutfall íbúa sem geta farið fram á íbúakosningu um einstök mál. Íbúalýðræði og hverfaráðin verði efld. Íbúafundir verði haldnir reglubundið til að veita upplýsingar um málefni sveitarfélagsins og gefa íbúum kost á að hafa áhrif á stefnumótun og rekstur bæjarfélagsins. Sett verði tímasett langtímamarkmið um lækkun skulda. Innleiddir verði bættir verkferlar við eftirfylgni bæjarfulltrúa með rekstrinum. Útboð og verðkannanir verði almenna reglan við öll innkaup til sveitarfélagsins. Heimasíða sveitarfélagsins verði efld verulega og rafræn afgreiðsla mála gerð möguleg. Sveitarfélagið Árborg verði fyrirmyndar sveitarfélag varðandi öryggis- og neyðarmál, og vinni með ríkinu að tryggja öfluga lögreglu og heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi. Skýra skal betur í hverju ábyrgð sveitarfélaga vegna almannavarna í héraði felst og hvernig samvinna við ríkisvaldið skuli vera háttað. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur úr Árborg: Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn Lokatölur í áttunda stærsta sveitarfélagi landsins, Árborg, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:58 Viðreisn og Miðflokkurinn sigurvegarar að mati stjórnmálafræðings Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. 28. maí 2018 19:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Í morgun var skrifað undir meirihluasamstarf þeirra flokka sem mynda nýjan meirihluta í Sveitarfélaginu Árborg. Þetta eru flokkarnir Áfram Árborg, Miðflokkurinn, Framsókn og óháðor og Samfylkingunni í Árborg. Forseti bæjarstjórnar í nýrri bæjarstjórn verður Helgi S. Haraldsson frá Framsókn og óháðum og formaður bæjarráðs verður Eggert Valur Guðmundsson, Samfylkingunni. Auglýst verður eftir nýjum bæjarstjóra á næstu dögum Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið í hreinum meirihluta í Árborg síðustu tvö kjörtímabil verður í minnihluta á nýja kjörtímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá málefnasamning nýja meirihlutans: Markmið meirihlutans um rekstur sveitarfélagsins eru eftirfarandi:Fræðslu- og menntamál Boðið verði upp á leikskólapláss fyrir öll börn í Sveitarfélaginu Árborg frá 12 mánaða aldri og tryggt verði að til staðar verði nægjanlegt framboð leikskólarýmis. Leik,- grunn-, og tónlistarkennurum verði tryggð viðunandi starfsaðstaða og sjálfstæði þeirra í starfi aukið og stutt verði við endurmenntunarmöguleika starfsfólk. Systkinaafslættir í leikskólum verði endurskoðaðir. Móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir tvítyngd börn verði efld. Unnið verði með samstilltum aðgerðum gegn einelti og félagslegri einangrun barna í samfélaginu. Tölvukostur og upplýsingakerfi skólanna verði bætt með það að markmiði að styðja börn, foreldra og skóla í að takast á við stafrænan veruleika. Verkmenntun og kennsla í skapandi greinum verði efld. Sérfræðiþjónusta í grunnskólum Árborgar verði efld. Opnunartímar og sumarlokanir leikskóla verði endurskoðaðir í samráði við starfsfólk og foreldra.Atvinnumál Ráðist verði í átak í atvinnuppbyggingu og ferðaþjónustu, þar sem stuðlað verði að nýsköpun og frumkvöðlastarfi í samstarfi við ferðaþjónustuaðila. Sveitarfélagið verði markvisst kynnt sem góður valkostur fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir. Tryggt verði að ætíð sé til staðar sé nægt framboð lóða undir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Mótuð verði atvinnustefna sveitarfélagsins til framtíðar. Leitað verði leiða til að ljúka við Menningarsalinn á Selfossi í samstarfi við aðra aðila.Velferðar- og fjölskyldumál Þrýst verði á ríkisvaldið að tryggt verði að byggð verði næg hjúkrunarrými fyrir aldraða, í takt við íbúaþróun og fyrirsjáanlega þörf á svæðinu. Félagsleg heimaþjónustu verður efld, með það að markmiði að aldraðir geti dvalið lengur heima. Leitað verði eftir samstarfi við SÁÁ um rekstur göngudeildar í sveitarfélaginu. Átak verði gert hjá sveitarfélaginu í ráðningu fólks með skerta starfsgetu og atvinnurekendur á svæðinu hvattir til þess sama. Unnið verði markvisst að því að tryggja framboð á öruggu og ódýru leiguhúsnæði á vegum sveitarfélagsins eða í samstarfi við húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða um byggingu og rekstur íbúða fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Tryggðar verði lóðir fyrir þær byggingar svo hægt verði að fara í framkvæmdir sem fyrst. Hraðað verði uppbyggingu og aukið framboð á íbúðum fyrir fatlað fólk.Íþrótta- og tómstundamál Mótuð verði framtíðarstefna í samráði við íbúa og áhugamannafélög um áherslur og uppbyggingu á aðstöðu til félagsstarfs, íþróttaiðkunar og annars tómstundastarfs. Gerð verði framkvæmdaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í öllu sveitarfélaginu. Tryggt verði að öll börn og unglingar hafi jafna aðgang að íþrótta- og æskulýðsstarfi, óháð efnahag.Umhverfis- og skipulagsmál Unnið verði að framtíðarlausn í fráveitumálum sveitarfélagsins. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030 verði endurskoðað. Mótuð verði heildstæð umhverfisstefna sem tekur á umgengni, sorphirðu, samgöngum, notkun vistvænna vara og minni umbúðanotkun. Sorpflokkun verði aukin, hafin söfnun á lífrænum úrgangi og settir upp grenndarstöðvar á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Unnið verði að svæðisskipulagi með nágrannasveitarfélögum í þeim tilgangi að kortleggja og laða að atvinnustarfsemi. Gjaldskrá Selfossveitna verði endurskoðuð með það að markmiði að gæta jafnræðis meðal allra notenda sveitarfélagsins. Endurskoðað verði fyrirkomulag og aðgengi almenningssamgangna innan sveitarfélagsins. Þrýst verði áfram á stjórnvöld að ráðast í byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá og tvöföldun þjóðvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss.Stjórnsýsla og fjármál Auglýst verði staða bæjarstjóra. Álagningarprósenta fasteignaskatts verði endurmetin og afsláttarreglur endurskoðaðar. Lækkað verði hlutfall íbúa sem geta farið fram á íbúakosningu um einstök mál. Íbúalýðræði og hverfaráðin verði efld. Íbúafundir verði haldnir reglubundið til að veita upplýsingar um málefni sveitarfélagsins og gefa íbúum kost á að hafa áhrif á stefnumótun og rekstur bæjarfélagsins. Sett verði tímasett langtímamarkmið um lækkun skulda. Innleiddir verði bættir verkferlar við eftirfylgni bæjarfulltrúa með rekstrinum. Útboð og verðkannanir verði almenna reglan við öll innkaup til sveitarfélagsins. Heimasíða sveitarfélagsins verði efld verulega og rafræn afgreiðsla mála gerð möguleg. Sveitarfélagið Árborg verði fyrirmyndar sveitarfélag varðandi öryggis- og neyðarmál, og vinni með ríkinu að tryggja öfluga lögreglu og heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi. Skýra skal betur í hverju ábyrgð sveitarfélaga vegna almannavarna í héraði felst og hvernig samvinna við ríkisvaldið skuli vera háttað.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur úr Árborg: Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn Lokatölur í áttunda stærsta sveitarfélagi landsins, Árborg, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:58 Viðreisn og Miðflokkurinn sigurvegarar að mati stjórnmálafræðings Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. 28. maí 2018 19:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lokatölur úr Árborg: Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn Lokatölur í áttunda stærsta sveitarfélagi landsins, Árborg, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:58
Viðreisn og Miðflokkurinn sigurvegarar að mati stjórnmálafræðings Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. 28. maí 2018 19:15