Sósíalistar taka við völdum á Spáni eftir vantraust á Rajoy Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2018 10:24 Petro Sánchez verður forsætisráðherra Spánar. Vísir/Getty Spænska þingið hefur samþykkt vantrauststillögu á forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy. Pedro formaður spænska Sósíalistaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar mun taka við forsætisráðherrastólnum. BBC greinir frá. 180 þingmenn greiddu atkvæði með vantrauststillögunni en 169 þingmenn greiddu atkvæði gegn, einn sat hjá. Rajoy játaði ósigur áður en til atkvæðagreiðslunnar kom eftir að Sánchez tryggði sér stuðning ýmissa minni flokka á þingi. „Við munum rita nýjar blaðsíður í sögu lýðræðisins í þessu landi,“ sagði Sánchez áður en að atkvæðagreiðslan fór fram. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar þarf leiðtogi þess flokks sem leggur fram vantrauststillögu að taka við stjórnartaunum sé vantraustið samþykkt. Því mun hinn 46 ára gamli Sánchez verða næsti forsætisráðherra Spánar, þrátt fyrir að Sósíalistaflokkur hans sé aðeins með um fjórðung þingsæta á spænska þinginu. Vantraustið var borið fram vegna umfangsmikils spillingarmáls innan raða Partido Popular, flokki Rajoy. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Sánchez, sem er mikill áhugamaður um körfubolta, er hagfræðingur, og var fyrst kjörinn formaður Sósíalistaflokksins árið 2014. Eftir afhroð í kosningum 2015 og 2016 neyddist hann til að segja af sér en náði vopnum sínum á ný með því að sigra formannskosningar árið 2017. Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Umfangsmikið spillingarmál samflokksmanna forsætisráðherra Spánar dregur dilk á eftir sér. Meirihluti spænska þingsins vill greiða atkvæði með vantrausti á forsætisráðherra. Atkvæðagreiðslan er á dagskrá í dag. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Viðburðarríkt ár í Bandaríkjum Trumps Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Spænska þingið hefur samþykkt vantrauststillögu á forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy. Pedro formaður spænska Sósíalistaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar mun taka við forsætisráðherrastólnum. BBC greinir frá. 180 þingmenn greiddu atkvæði með vantrauststillögunni en 169 þingmenn greiddu atkvæði gegn, einn sat hjá. Rajoy játaði ósigur áður en til atkvæðagreiðslunnar kom eftir að Sánchez tryggði sér stuðning ýmissa minni flokka á þingi. „Við munum rita nýjar blaðsíður í sögu lýðræðisins í þessu landi,“ sagði Sánchez áður en að atkvæðagreiðslan fór fram. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar þarf leiðtogi þess flokks sem leggur fram vantrauststillögu að taka við stjórnartaunum sé vantraustið samþykkt. Því mun hinn 46 ára gamli Sánchez verða næsti forsætisráðherra Spánar, þrátt fyrir að Sósíalistaflokkur hans sé aðeins með um fjórðung þingsæta á spænska þinginu. Vantraustið var borið fram vegna umfangsmikils spillingarmáls innan raða Partido Popular, flokki Rajoy. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Sánchez, sem er mikill áhugamaður um körfubolta, er hagfræðingur, og var fyrst kjörinn formaður Sósíalistaflokksins árið 2014. Eftir afhroð í kosningum 2015 og 2016 neyddist hann til að segja af sér en náði vopnum sínum á ný með því að sigra formannskosningar árið 2017.
Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Umfangsmikið spillingarmál samflokksmanna forsætisráðherra Spánar dregur dilk á eftir sér. Meirihluti spænska þingsins vill greiða atkvæði með vantrausti á forsætisráðherra. Atkvæðagreiðslan er á dagskrá í dag. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Viðburðarríkt ár í Bandaríkjum Trumps Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29
Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Umfangsmikið spillingarmál samflokksmanna forsætisráðherra Spánar dregur dilk á eftir sér. Meirihluti spænska þingsins vill greiða atkvæði með vantrausti á forsætisráðherra. Atkvæðagreiðslan er á dagskrá í dag. 1. júní 2018 06:00