Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 10:17 Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015. Vísir/HEiða Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Eru stjórnarmennirnir í fyrsta og öðru sæti listans yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu í tekjublaðinu. Þriðji stjórnarmaðurinn, Michael Wheeler, er í sjöunda sæti listans með 5,164 milljónir króna í laun á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.Milljarða bónusgreiðslur Í apríl í fyrra var greint frá því að félagið áætlaði að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusgreiðslur að upphæð 22,85 milljónir evra sem samsvaraði þá 2,7 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Glitnis HoldCo voru því einnig með ágætar tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaðinu en Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumanns eignarstýringar félagsins, er þannig í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja með 16,765 milljónir króna í laun á mánuði. Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur félagsins, er síðan næsttekjuhæsti lögfræðingur landsins með 16,105 milljónir króna í mánaðarlaun. Forstjóri Glitnis, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, er svo í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu endurskoðendur landsins með 19,237 milljónir króna í laun á mánuði. Glitnir HoldCo var mikið í fréttum vegna lögbanns sem það fékk í október á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis sem Stundin hafði undir höndum. Hafði blaðið meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og venslamanna hans við Glitni dagana fyrir hrun. Glitnir HoldCo höfðaði staðfestingarmál vegna lögbannsins en tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum þegar Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af lögbannskröfunni. Lögbannið er hins vegar áfram í gildi þar sem Glitnir HoldCo ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um laun forstjóra Glitnis. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Eru stjórnarmennirnir í fyrsta og öðru sæti listans yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu í tekjublaðinu. Þriðji stjórnarmaðurinn, Michael Wheeler, er í sjöunda sæti listans með 5,164 milljónir króna í laun á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.Milljarða bónusgreiðslur Í apríl í fyrra var greint frá því að félagið áætlaði að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusgreiðslur að upphæð 22,85 milljónir evra sem samsvaraði þá 2,7 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Glitnis HoldCo voru því einnig með ágætar tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaðinu en Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumanns eignarstýringar félagsins, er þannig í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja með 16,765 milljónir króna í laun á mánuði. Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur félagsins, er síðan næsttekjuhæsti lögfræðingur landsins með 16,105 milljónir króna í mánaðarlaun. Forstjóri Glitnis, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, er svo í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu endurskoðendur landsins með 19,237 milljónir króna í laun á mánuði. Glitnir HoldCo var mikið í fréttum vegna lögbanns sem það fékk í október á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis sem Stundin hafði undir höndum. Hafði blaðið meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og venslamanna hans við Glitni dagana fyrir hrun. Glitnir HoldCo höfðaði staðfestingarmál vegna lögbannsins en tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum þegar Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af lögbannskröfunni. Lögbannið er hins vegar áfram í gildi þar sem Glitnir HoldCo ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um laun forstjóra Glitnis.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26
Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15
Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03