Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Stjórnarandstöðuleiðtoginn Pedro Sánchez á þinginu í gær. Vísir/AFP Til stendur að spænska þingið greiði í dag atkvæði um vantraust á forsætisráðherrann Mariano Rajoy. Í gær kom í ljós að flokkur Baska á spænska þinginu (PNV) ætlaði að ganga til liðs við fimm aðra stjórnarandstöðuflokka sem styðja vantrauststillöguna. Með stuðningi Baskanna voru andstæðingar Rajoys orðnir 180 en 176 þarf til þess að steypa Rajoy af stóli. Ef þingmennirnir 180 greiða atkvæði með tillögunni þýðir það að Rajoy þarf að taka til á skrifborðinu sínu og mun Pedro Sánchez, formaður spænska Sósíalistaflokksins (PSOE) og formlegur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfkrafa taka við forsætisráðherrastólnum. Skömmu áður en PNV lýsti yfir stuðningi við tillöguna sagði Sánchez í pontu að Rajoy hefði enn tíma til að afstýra þeim örlögum sínum að verða fyrsti spænski forsætisráðherrann sem tapar atkvæðagreiðslu sem þessari. „Ert þú tilbúinn til þess að segja af þér núna? Segðu af þér í dag og þú færð að fara á eigin forsendum. Þú tilheyrir fortíðinni, ert hluti af kafla sem þetta ríki er að fara að loka,“ sagði Sánchez. Rajoy hafði ekki sagt af sér þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi því í að atkvæðagreiðslan færi fram í dag.Sjá einnig: Spænska ríkisstjórnin fallin Partido Popular (PP), flokkur Rajoys, er í minnihluta á þinginu og hefur einungis 134 þingsæti af 350. Þótt hann sé stærsti flokkurinn á þingi er það hvergi nærri nóg til að verja Rajoy vantrausti. Ástæðan fyrir því að tillagan var sett fram er einna helst umfangsmikið spillingarmál innan raða Partido Popular. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Rajoy sagði á þinginu í gær að þingflokkur PP væri skipaður „heiðarlegu og góðu“ fólki. „Sósíalistarnir eyðilögðu ríkið og við höfum komið hér á vexti og búið til ný störf,“ sagði Rajoy og bætti því við að Sánchez væri nú að reyna að mynda „Frankenstein-stjórn“ sem myndi skaða spænskt hagkerfi. Ef Sánchez verður forsætisráðherra í dag er ljóst að hann mun njóta stuðnings vinstriflokksins Podemos, tveggja Baskaflokka, tveggja flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og smáflokks frá Kanaríeyjum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Til stendur að spænska þingið greiði í dag atkvæði um vantraust á forsætisráðherrann Mariano Rajoy. Í gær kom í ljós að flokkur Baska á spænska þinginu (PNV) ætlaði að ganga til liðs við fimm aðra stjórnarandstöðuflokka sem styðja vantrauststillöguna. Með stuðningi Baskanna voru andstæðingar Rajoys orðnir 180 en 176 þarf til þess að steypa Rajoy af stóli. Ef þingmennirnir 180 greiða atkvæði með tillögunni þýðir það að Rajoy þarf að taka til á skrifborðinu sínu og mun Pedro Sánchez, formaður spænska Sósíalistaflokksins (PSOE) og formlegur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfkrafa taka við forsætisráðherrastólnum. Skömmu áður en PNV lýsti yfir stuðningi við tillöguna sagði Sánchez í pontu að Rajoy hefði enn tíma til að afstýra þeim örlögum sínum að verða fyrsti spænski forsætisráðherrann sem tapar atkvæðagreiðslu sem þessari. „Ert þú tilbúinn til þess að segja af þér núna? Segðu af þér í dag og þú færð að fara á eigin forsendum. Þú tilheyrir fortíðinni, ert hluti af kafla sem þetta ríki er að fara að loka,“ sagði Sánchez. Rajoy hafði ekki sagt af sér þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi því í að atkvæðagreiðslan færi fram í dag.Sjá einnig: Spænska ríkisstjórnin fallin Partido Popular (PP), flokkur Rajoys, er í minnihluta á þinginu og hefur einungis 134 þingsæti af 350. Þótt hann sé stærsti flokkurinn á þingi er það hvergi nærri nóg til að verja Rajoy vantrausti. Ástæðan fyrir því að tillagan var sett fram er einna helst umfangsmikið spillingarmál innan raða Partido Popular. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Rajoy sagði á þinginu í gær að þingflokkur PP væri skipaður „heiðarlegu og góðu“ fólki. „Sósíalistarnir eyðilögðu ríkið og við höfum komið hér á vexti og búið til ný störf,“ sagði Rajoy og bætti því við að Sánchez væri nú að reyna að mynda „Frankenstein-stjórn“ sem myndi skaða spænskt hagkerfi. Ef Sánchez verður forsætisráðherra í dag er ljóst að hann mun njóta stuðnings vinstriflokksins Podemos, tveggja Baskaflokka, tveggja flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og smáflokks frá Kanaríeyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29
Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33
Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila