Nagladekk komu upp um vímaðan ökumann Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júní 2018 06:53 Frá slysstað í Ártúnsbrekku. VÍSIR Lögreglan hafði afskipti af fjölda einstaklinga í nótt sem sagðir eru hafa verið undir áhrifum vímuefna. Til að mynda var ökumaður bíls sem velti bílnum sínum í Ártúnsbrekku á ellefta tímanum sagður hafa verið ofurölvi. Vísir sagði frá málinu í gærkvöldi en mikill viðbúnaður var á slysstað og var veginum í átt að Grafarvogi lokað um tíma. Bifreið hans er sögð vera illa farin eftir veltuna og að ótrúlegt megi teljast hversu lítið ökumaðurinn hafði meiðst. Eftir heimsókn á slysadeild var maðurinn engu að síður fluttur í fangaklefa þar sem hann hefur mátt dúsa í nótt. Lögreglan stöðvaði einnig ökumann í Breiðholti á fimmta tímanum í morgun vegna þess að bifreið hans á var nagladekkjum. Þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við ökumanninn þótti þeim ljóst að hann væri líklega undir áhrifum einhvers konar fíkniefna. Því var hann fluttur á lögreglustöð þar sem hann var látinn gangast undir sýnatöku. Að henni lokinni fékk ökumaðurinn að halda til síns heima. Það var svo í Mosfellsbæ sem lögreglan hafði afskipti af ölvuðu pari á hringtorgi. Í samtali við lögreglumenn viðurkenndu þau bæði ölvunarakstur og voru því flutt á lögreglustöð til sýnatöku. Ólíkt nagladekkjaökumanninum voru þau vistuð í fangageymslu að sýnatöku lokinni. Ekki fylgir sögunni hvað þau voru að gera á hringtorginu eða hvar bifreið þeirra var niðurkomin. Lögreglumál Tengdar fréttir Bíll valt í Ártúnsbrekku Bílvelta varð í Ártúnsbrekku um tíuleytið í kvöld. 17. júní 2018 22:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af fjölda einstaklinga í nótt sem sagðir eru hafa verið undir áhrifum vímuefna. Til að mynda var ökumaður bíls sem velti bílnum sínum í Ártúnsbrekku á ellefta tímanum sagður hafa verið ofurölvi. Vísir sagði frá málinu í gærkvöldi en mikill viðbúnaður var á slysstað og var veginum í átt að Grafarvogi lokað um tíma. Bifreið hans er sögð vera illa farin eftir veltuna og að ótrúlegt megi teljast hversu lítið ökumaðurinn hafði meiðst. Eftir heimsókn á slysadeild var maðurinn engu að síður fluttur í fangaklefa þar sem hann hefur mátt dúsa í nótt. Lögreglan stöðvaði einnig ökumann í Breiðholti á fimmta tímanum í morgun vegna þess að bifreið hans á var nagladekkjum. Þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við ökumanninn þótti þeim ljóst að hann væri líklega undir áhrifum einhvers konar fíkniefna. Því var hann fluttur á lögreglustöð þar sem hann var látinn gangast undir sýnatöku. Að henni lokinni fékk ökumaðurinn að halda til síns heima. Það var svo í Mosfellsbæ sem lögreglan hafði afskipti af ölvuðu pari á hringtorgi. Í samtali við lögreglumenn viðurkenndu þau bæði ölvunarakstur og voru því flutt á lögreglustöð til sýnatöku. Ólíkt nagladekkjaökumanninum voru þau vistuð í fangageymslu að sýnatöku lokinni. Ekki fylgir sögunni hvað þau voru að gera á hringtorginu eða hvar bifreið þeirra var niðurkomin.
Lögreglumál Tengdar fréttir Bíll valt í Ártúnsbrekku Bílvelta varð í Ártúnsbrekku um tíuleytið í kvöld. 17. júní 2018 22:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira